Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 20
20 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Verkefni stjórnmálaflokka er að hafa heildarsýn á viðfangs- efni þjóðmálanna og búa samfé- laginu þau ytri skilyrði að gild- ismat Íslendinga geti notið sín. Þar hafa okkur verið mislagðar hendur og oft ber meira á átökum um leiðir að markmiðum og hags- munatogstreitu einstakra hópa en umhyggju fyrir heildarhag og hagsmunum þjóðarinnar í heild. Í þeirri glímu sem nú stendur við afleiðingar banka- og gjald- eyrishruns verða átök og frétta- fár um einstök mál eins og Icesa- ve þess valdandi að heildarsýnin verður á stundum óljós. Í mínum huga er hún þó afar skýr og ekki verður frá henni hvikað. Heildarsýn Í fyrsta lagi snýst baráttan um að ná tökum á stjórn efnahags- og ríkisfjármála, og skipuleggja end- urreisn atvinnulífsins og heim- ilanna í landinu eftir hrunið. Uppgjörið við hrunið er ófrávíkj- anlegur hluti af þeirri baráttu. Í öðru lagi eru stjórnarflokk- arnir að taka ákvarðanir um laga- setningu og breytingu á stofn- unum þjóðfélagsins til þess að stemma stigu við því að svipaðir atburðir geti gerst í okkar efna- hagskerfi á næstu áratugum. Í þriðja lagi erum við með umbótum í lýðræðismálum, betri og gengsærri stjórnarháttum, endurskipulagi stjórnkerfis og stefnumótun á mörgum sviðum að búa í haginn fyrir sókn til betra samfélags sem m.a. tekur mið af meginhugmyndum norræna vel- ferðarríkisins í bestu merkingu þess orðs. Hver einasta ákvörðun sem tekin er um þessar mundir og á næstu misserum verður að ganga upp í þessari þríliðu. Uppgjör, endurreisn og uppstokkun eru lyk- ilorðin. Rétti tíminn til breytinga núna Því viðhorfi er oft hreyft að krepputímar séu ekki rétti tím- inn til þess að hefja sókn til betra samfélags. Því mótmæli ég kröft- uglega. Botninn er góður til við- spyrnu og nú er hugurinn opinn fyrir því að finna nýjar leiðir út úr vandanum og beita nýjum aðferð- um við úrlausn mála. Hin íslensku gildi, eins og þau koma m.a. fram á Þjóðfundinum í Laugardalshöll, eru öll á þann veg að þau beina augum okkar að norrænu velferð- arsamfélögunum og því jafnvægi sem þar er leitast við að ná milli markaðsafla og pólitískrar stýr- ingar í þágu jafnréttis, réttlætis og og jöfnuðar. Árið 2009 er því ekki síður tími breytinga en tími kreppu. Nýjar leiðir varðaðar Við erum að varða nýjar leiðir með margvíslegum undirbúningi og ákvörðunum sem lúta að siðbót í opinberri stjórnsýslu, stjórnlaga- þingi og þjóðaratkvæðagreiðsl- um svo fátt eitt sé nefnt. Enda þótt þröngt sé í búi og skera þurfi niður er unnið að því að mennta-, heil- brigðis- og velferðarþjónusta verði sá grunnur sem styrktur verð- ur til frambúðar. Og við teljum að það sé til heilla fyrir almannahag að freista þess að semja við Evr- ópusambandið um aðildarsamn- ing sem tekur fullt tillit til lífs- hagsmuna okkar í sjávarútvegi og landbúnaði. Okkar er að semja en þjóðin ræður aðildinni sjálf í kosn- ingum. Það er sú leið sem Alþingi hefur valið. Stefnubreyting og staðfesta Við erum að beita okkur fyrir stefnubreytingu í skattamálum, stefnubreytingu í jafnréttismál- um, stefnubreytingu í umhverfis- málum, stefnubreytingu í sjávar- útvegsmálum, stefnubreytingu í málum stjórnkerfis, réttarkerfis, stjórnsýslu og lýðræðis, stefnu- breytingu í skipulagi fjármála- stofnana, stefnubreytingu í sam- starfi ríkis og sveitarfélaga og stefnubreytingu í Evrópumál- um. Það er því afar mikilvægt að núverandi ríkisstjórn Samfylk- ingarinnar og Vinstri hreyfingar- innar – græns framboðs, hafi til að bera það úthald, þrautseigju og stefnufestu sem þarf til þess að kom þessum breytingum í örugga höfn. Ég hef fulla trú á því að sú verði reyndin. Ég spái því að þegar tímar líða þá verði ársins 2009 ekki eingöngu minnst sem árs kreppu, hruns og erfiðleika á Íslandi. Ég spái því að 2009 verði sérstaklega minnst sem upphafsárs mikilla umbreyt- inga. 2009 verði minnst sem ársins þegar Íslendingar tóku ákvarðan- ir um að breyta stjórnarháttum sínum og lífsgildum. Höfundur er forsætisráðherra. Upphafsár umbreytinga JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR UMRÆÐA | Sókn til betra samfélags UMRÆÐAN Eggert Karvelsson skrifar um brunavarnir Flugstoðir ohf., með aðstoð samgönguráðuneytis (skv. við- tali við upplýsingafulltrúa flug- stoða í Mbl. 13.11.) hyggjast reka Reykjavíkurflugvöll án sérþjálf- aðra slökkviliðsmanna. Flugstoðir hafa auglýst eftir flugvallarvörð- um þar sem reynsla af slökkvistörfum er kostur. Forsaga þessa máls er uppsögn samnings Flugstoða við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um slökkvi- og björgunarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli sem byggir á túlkun samgönguráðuneytisins á lögum um brunavarnir nr. 75/2000, og reglugerðar um flugvelli nr. 464/2000. Brunamálastofnun ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa gert alvarlegar athugasemdir við túlkun samgönguráðuneytisins á þessum lögum og m.a. bent á að ráðuneytið sniðgangi vilja Alþingis, sem birtist í skýringum með frumvarpi að lögum nr. 75/2000: „Frumvarpið tekur til starfsemi allra slökkviliða í landinu þ.m.t. starfsemi slökkviliða flugvalla.“ Flugstoðir og samgönguráðherra ætla sér að þvinga fram breytingar á grunnþjónustu neyð- arvarna með því að leggja niður slökkvilið flug- vallanna í núverandi mynd og ráða þess í stað starfsmenn sem eiga svo að sinna þessari mikil- vægu þjónustu í íhlaupum. Þessi „hagræðing“ er á kostnað öryggis flugfarþega og viðskiptavina flug- vallarins. Nái þessar hugmyndir fram að ganga er líklegt að næst verði auglýst eftir flugvallarvörðum á Keflavíkurflugvelli, þar sem reynsla af slökkvi- störfum verður kostur en ekki krafa. Flugvallar- slökkvilið er í eðli sínu ólíkt hefðbundnu slökkvi- liði. Alþjóðlegar kröfur til flugvallarslökkviliða eru strangar og miða að því að brugðist sé við eldsvoða í flugvél hratt og örugglega, en til þess þarf sérþjálfaða slökkviliðsmenn sem eru ávallt í viðbragðsstöðu. Tilraunir samgönguráðuneytis- ins og Flugstoða til að sniðganga lög og reglugerð- ir eru þeim til minnkunar og gætu komið í bakið á þeim síðar með hörmulegum afleiðingum. Það er álit slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli að fyr- irætlanir Flugstoða og samgönguráðuneytis um skerðingu neyðarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli séu stórhættulegar. Flugfarþegar og viðskiptavin- ir Reykjavíkurflugvallar og annarra flugvalla á Íslandi hljóta að gera þá kröfu að lögum sé fram- fylgt og að sérþjálfaðir slökkviliðsmenn séu til stað- ar komi til neyðarástand á flugvelli. Höfundur er formaður deildar Landssambands slökkviliðsmanna, Keflavíkurflugvelli. Flugvöllur án slökkviliðs EGGERT KARVELSSON Vel af sér vikið Það er hart í ári á Íslandi, hafi það farið framhjá einhverjum, og hefur verið frá því að bankakerfið hrundi fyrir rúmu ári. Fyrirtækin og heim- ilin lepja dauðann úr skel, eins og stjórnarandstaðan hefur verið ólöt að benda á. Það kemur því óneitanlega ánægjulega á óvart að þrátt fyrir þessa erfiðu tíma tókst frambjóð- endum Sjálfstæðisflokksins að nurla saman 45 milljónum króna í styrki frá einstakling- um og fyrirtækjum fyrir prófkjör flokksins í vor. Það er vel af sér vikið á tímum þar sem enginn má sjá af krónu. Fjarverandi Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi ætlaði að leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í gær um að Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segði af sér fyrir spillingu. Tillögunni var aftur á móti ekki hleypt á dagskrá fundarins. Ólafur gat ekki mót- mælt því þar sem hann var ekki á fundinum. Sjálfsagt hefur hann haft gildar og góðar ástæður fyrir fjarveru sinni, en hefði ekki verið ráð fyrir Ólaf að bíða með jafn afdrifaríka tillögu þar til hann gæti fylgt henni sjálfur eftir af festu? Ekkert svar Stefán Jón Hafstein Malavíkrati sendi Katrínu Júlíusdóttur, flokkssystur sinni og iðnaðarráðherra, tóninn í opnu bréfi í Fréttablaðinu. Tilefnið var fyrirhugað álver í Helguvík. Stefán Jón lagði þrjár spurningar fyrir Katrínu: Hvaða virkjanir ættu að sjá álverinu fyrir orku?; hversu mikið afl yrði eftir á suðvesturhorninu fyrir aðra stóriðju?; og hversu mörg fjöregg Katrín teldi rétt að hafa á einni körfu. Enn hefur ekki heyrst bofs frá Katrínu út af þessari grein. Sennilega vill hún undirbúa svarið vel. bergsteinn@frettabladid.isS ú niðurstaða að kröfuhafar eignist 87 prósent hlutafjár í Arion banka er ánægjuleg. Íslenski hluti gamla Kaupþings er þar með kominn að langstærstum hluta í eigu kröfuhafa bankans, eins og gildir einnig um íslenska hluta gamla Glitnis, Íslands- banka, sem kröfuhafar hafa samið um að eignast í 95 prósenta hlut. Ríkið er því í þann mund að losna við ábyrgðina á þessum tveimur bönkum, sem það axlaði síðasta haust, þegar það tók yfir rekstur stóru bankanna með neyðarlögunum. Eftir sem áður situr ríkið uppi með svarta Péturinn í stokknum, Landsbankann með Icesave innanborðs, um ófyrirséða framtíð. En það er önnur og sorglegri saga. Örlög hinna bankanna vekja vonir um að hér sé loks að skapast skilyrði til að afgreiða ýmis mikilvæg mál. Hafi einhver talið að ríkið væri rétti aðilinn til að reka banka, þá ætti reynslan undanfarna mánuði að vera upplýsandi kennslu- stund um annað. Stjórnendur bankanna hafa hikstað frammi fyrir ýmsum snún- um úrlausnarmálum. Þar á meðal eru ákvarðanir um afskrift- ir skulda, mögulegar yfirtökur og endursölu á skuldsettum en góðum félögum, eða hvort eigi að senda þau í gjaldþrot sem ekki eru lífvænleg. Þetta hik bankastjórnendanna er skiljanlegt. Þeir hafa hvorki haft bakland né skýra pólitíska leiðsögn um hvernig á að halda á málum. Hættan í þessari stöðu er að allsherjar doði leggist yfir athafnalífið, líkt og gerðist í Japan á hinum svokallaða týnda áratug í kjölfar kreppunnar þar fyrir um tuttugu árum. Íslenskt athafnalíf hefur verið í raunverulegri hættu með að verða sömu örlögum að bráð. Rekstur banka á að byggjast á viðskiptalegum forsendum. Þegar ríkið á í hlut er hins vegar hættan á að forsendurnar verði pólitískar, eins og við Íslendingar höfum beiska reynslu af frá fyrri tíð. Aðkoma kröfuhafa að rekstri Arion banka og Íslandsbanka dregur úr þessari hættu. Það skiptir einnig verulegu máli að útlend fjármálafyrirtæki eru fyrirferðarmikil í báðum tilvik- um. Þessir erlendu aðilar eiga mikilla hagsmuna að gæta að hag- kerfi landsins taki sem fyrst við sér því þar með eykst verðmæti þeirra í bönkunum. Innkoma útlendinganna ætti að sama skapi að efla traust á íslensku bönkunum. Þeir eru ekki hluti af okkar þéttriðna sam- félagi, ættmenna, vina og fjandmanna. Fyrir þeim vakir að ná sem mestum heimtum af eignum sínum hér á landi. Í því ljósi og engu öðru mun þurfa að skoða þær ákvarðanir sem verða teknar innan bankanna. Það verður hressandi nýbreytni. Kröfuhafar taka við stjórn Arion banka. Viðskiptalegar forsendur JÓN KALDAL SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.