Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 26
MARKAÐURINN 2. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
B A N K A B Ó K I N
Samanburður á
vaxtatöflum bankanna.
Miðað við 250.000 króna innlegg.
*Bundnir í 12 mánuði **Úttektargjald hjá gjaldkera - 0,25%
Árshækkun neysluverðs í löndum
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar (OECD) nam 0,2 prósentum,
samkvæmt samantekt talna frá
því í október síðastliðnum. Þetta
er fyrsta hækkunin síðan í maí.
Milli mánaða nam hækkunin 0,1
prósenti, en í september stóð verð-
lag í stað.
Milli ára lækkaði orkuverð um
9,2 prósent í október og hafði fall-
ið um 13,9 prósent í september. Þá
lækkaði verð matvæla um 1,0 pró-
sent, miðað við 0,4 prósent í fyrra
mánuði. Án tillits til orku og mat-
væla hækkaði hins vegar neyslu-
verð um 1,6 prósent milli ára í
OECD-löndunum í október og um
1,5 prósent í september.
Í evrulöndunum var 0,1 pró-
sents verðhjöðnun í október og
hefur þá heldur hægt á verðlækk-
unum milli mánaða, en hjöðnun-
in var 0,3 prósent í september.
Milli mánaða mældist hins vegar
0,2 prósenta verðbólga.
12 mánaða verðbólga í Banda-
ríkjunum lækkaði um 0,2 pró-
sent í október, miðað við 1,3 pró-
senta lækkun í september. Í Japan
mældist svo 12 mánaða verðhjöðn-
un í október upp á 2,5 prósent.
Í október var ársverðbólga 1,5
prósent í Bretlandi, 0,3 prósent á
Ítalíu og 0,1 prósent í Kanada. Í
Þýskalandi stóð verðlag í stað og í
Frakklandi var 0,2 prósenta verð-
hjöðnun. Á sama tíma var verð-
bólga hér á landi 9,7 prósent.
- óká
Fyrsta hækkun innan
OECD síðan í maí
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Fjárfestar eiga að halda í hlutabréf sín í stoðtækja-
fyrirtækinu Össuri og má gera ráð fyrir að mark-
gengi bréfanna verði 146 krónur á hlut. Það jafn-
gildir tæplega tólf prósenta hækkun miðað við gengi
þeirra í dag.
Þetta kemur fram í nýju og uppfærðu verðmati
IFS Greiningar á Össuri sem kynnt var á fjárfest-
ingakynningu í höfuðstöðvum fyrirtækisins síðustu
viku.
Í verðmatinu segir jafnframt að efnahagur Össur-
ar sé sterkur, sjóðstreymið traust auk þess að vænta
megi að meðaltali 4,3 prósenta tekjuvexti næstu þrjú
ár.
Hins vegar sé vænt hækkun á hlutabréfaverðinu
takmörkuð þar sem hluthafar fyrirtækisins hreyfi
sig almennt lítið.
Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins,
tók undir þetta og sagði tilgang hlutafjáraukningar
í Danmörku í nýliðnum mánuði einmitt til þess fall-
inn að fjölga bréfum á markaðnum. Þá bætti hann
við að sala fyrirtækisins hafi verið með besta móti
á síðasta fjórðungi. Salan nam 84,2 milljónum dala
á þriðja fjórðungi samanborið við tæpar 86,5 millj-
ónir á sama tíma í fyrra. Jákvæðu fréttirnar sagði
hann þær að erfið samþætting söludeilda vestanhafs
hafi skilað góðum árangri.
Valdimar Halldórsson hjá IFS kynnti verðmatið
auk þess sem Sigurður Gunnar Gissurarson, vöru-
stjóri Össurar, fór yfir sögu Rheo-gervihnjáa fyr-
irtækisins.
Hann kynnti jafnframt nýjustu kynslóð rafdrif-
inna Power-hnjáa, sem áætlað er að komi á markað
á næsta ári. - jab
JÓN SIGURÐSSON Forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar segir stöðu fyrirtækisins góða og síðasta ársfjórðung með þeim betri sem
sést hafi. MARKAÐURINN/VILHELM
Staða Össurar styrk
Fjárhagurinn góður og nýtt og rafknúið gervihné á leiðinni.
Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán
innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja
Markaðsreikningur
4,80%
15,35% 15%
Sparireikningur
7,05%*
14,5% 14,5%
Vaxtasproti
6,10%
14,75% 14,5%
Netreikningur
6,60%**
17,40% 17,20%
MP 12 13,40 til
7,80%*
14,90% 14,90%
Helstu hrávöruverðsvísitölur hafa hækkað undan-
farið. Að því er fram kemur í fréttabréfi IFS ráð-
gjafar þá hafa merki um meiri hagvöxt í Kína og
aukin framleiðsla í heiminum stutt við hrávöru-
verð. „Skiptar skoðanir eru á meðal greinenda um
hvort verð á einstaka hrávörum sé orðið of hátt,
til dæmis áls, sykurs og mjöls,“ segir í fréttabréf-
inu.
Fram kemur að vísbendingar séu um frekari hækk-
anir á gulli og að gull muni hækka níunda árið í röð.
Frá árinu 2000 hefur það hækkað um ríflega 338
prósent. Verð á únsu af gulli er um þessar mund-
ir 1192 dollarar.
Mjölverð er í hæstu hæðum, er í 1.480 dollara tonn-
ið og hefur hækkað um 75 prósent frá áramótum.
Takmarkað framboð frá Perú og Chile og stöðug
eftirspurn eftir mjöli frá fiskeldi í heiminum hefur
leitt til þessa segir í fréttabréfinu. Verð á hráolíu,
korni og áli hefur einnig hækkað á milli mánaða
en verð á sykri stendur í stað.
Hrávöruverð hækkar
GULL SEM GLÓIR Verð á gulli hækkar líklega níunda árið í röð.
• Hagstæðar afborganir
• Söluaðilar geta valið um lán með breytilegum vöxtum eða vaxtalaus
• Söluaðilar greiða ekkert þjónustagjald af Kortalánum
• VALITOR greiðir út til söluaðila annan virkan dag eftir að sala fer fram
FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is
Til leigu Bæjarlind 6, 201 Kópavogi
Gott 545 fm. verslunarhúsnæði á jarðhæð, góð staðsetning, góðir sýningar-
gluggar. Steinteppi á gólfi, afstúkuð skrifstofa, kaffihorn og salerni. Laust strax!
Nánari upplýsingar veitir Helgi Már í s. 897-7086 / 534-1024,
hmk@atvinnueignir.is
Helgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA,
löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali
Ólafur Jóhannsson, rekstarfræðingur,
löggiltur leigumiðlari
Matið Gengi á hlut
Sjóðsstreymismat 1,4 dalir (171 ISK / 6,99 DKK)
Markgengi 1,2 dalir (146 ISK/5,9 DKK)
Núverandi gengi* 1,09 dalir (133 ISK/5,2 DKK)
* Miðað við gengi hlutabréfa Össurar á föstudag.
Ú R V E R Ð M A T I N U