Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 26
MARKAÐURINN 2. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna. Miðað við 250.000 króna innlegg. *Bundnir í 12 mánuði **Úttektargjald hjá gjaldkera - 0,25% Árshækkun neysluverðs í löndum Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) nam 0,2 prósentum, samkvæmt samantekt talna frá því í október síðastliðnum. Þetta er fyrsta hækkunin síðan í maí. Milli mánaða nam hækkunin 0,1 prósenti, en í september stóð verð- lag í stað. Milli ára lækkaði orkuverð um 9,2 prósent í október og hafði fall- ið um 13,9 prósent í september. Þá lækkaði verð matvæla um 1,0 pró- sent, miðað við 0,4 prósent í fyrra mánuði. Án tillits til orku og mat- væla hækkaði hins vegar neyslu- verð um 1,6 prósent milli ára í OECD-löndunum í október og um 1,5 prósent í september. Í evrulöndunum var 0,1 pró- sents verðhjöðnun í október og hefur þá heldur hægt á verðlækk- unum milli mánaða, en hjöðnun- in var 0,3 prósent í september. Milli mánaða mældist hins vegar 0,2 prósenta verðbólga. 12 mánaða verðbólga í Banda- ríkjunum lækkaði um 0,2 pró- sent í október, miðað við 1,3 pró- senta lækkun í september. Í Japan mældist svo 12 mánaða verðhjöðn- un í október upp á 2,5 prósent. Í október var ársverðbólga 1,5 prósent í Bretlandi, 0,3 prósent á Ítalíu og 0,1 prósent í Kanada. Í Þýskalandi stóð verðlag í stað og í Frakklandi var 0,2 prósenta verð- hjöðnun. Á sama tíma var verð- bólga hér á landi 9,7 prósent. - óká Fyrsta hækkun innan OECD síðan í maí Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Fjárfestar eiga að halda í hlutabréf sín í stoðtækja- fyrirtækinu Össuri og má gera ráð fyrir að mark- gengi bréfanna verði 146 krónur á hlut. Það jafn- gildir tæplega tólf prósenta hækkun miðað við gengi þeirra í dag. Þetta kemur fram í nýju og uppfærðu verðmati IFS Greiningar á Össuri sem kynnt var á fjárfest- ingakynningu í höfuðstöðvum fyrirtækisins síðustu viku. Í verðmatinu segir jafnframt að efnahagur Össur- ar sé sterkur, sjóðstreymið traust auk þess að vænta megi að meðaltali 4,3 prósenta tekjuvexti næstu þrjú ár. Hins vegar sé vænt hækkun á hlutabréfaverðinu takmörkuð þar sem hluthafar fyrirtækisins hreyfi sig almennt lítið. Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins, tók undir þetta og sagði tilgang hlutafjáraukningar í Danmörku í nýliðnum mánuði einmitt til þess fall- inn að fjölga bréfum á markaðnum. Þá bætti hann við að sala fyrirtækisins hafi verið með besta móti á síðasta fjórðungi. Salan nam 84,2 milljónum dala á þriðja fjórðungi samanborið við tæpar 86,5 millj- ónir á sama tíma í fyrra. Jákvæðu fréttirnar sagði hann þær að erfið samþætting söludeilda vestanhafs hafi skilað góðum árangri. Valdimar Halldórsson hjá IFS kynnti verðmatið auk þess sem Sigurður Gunnar Gissurarson, vöru- stjóri Össurar, fór yfir sögu Rheo-gervihnjáa fyr- irtækisins. Hann kynnti jafnframt nýjustu kynslóð rafdrif- inna Power-hnjáa, sem áætlað er að komi á markað á næsta ári. - jab JÓN SIGURÐSSON Forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar segir stöðu fyrirtækisins góða og síðasta ársfjórðung með þeim betri sem sést hafi. MARKAÐURINN/VILHELM Staða Össurar styrk Fjárhagurinn góður og nýtt og rafknúið gervihné á leiðinni. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 4,80% 15,35% 15% Sparireikningur 7,05%* 14,5% 14,5% Vaxtasproti 6,10% 14,75% 14,5% Netreikningur 6,60%** 17,40% 17,20% MP 12 13,40 til 7,80%* 14,90% 14,90% Helstu hrávöruverðsvísitölur hafa hækkað undan- farið. Að því er fram kemur í fréttabréfi IFS ráð- gjafar þá hafa merki um meiri hagvöxt í Kína og aukin framleiðsla í heiminum stutt við hrávöru- verð. „Skiptar skoðanir eru á meðal greinenda um hvort verð á einstaka hrávörum sé orðið of hátt, til dæmis áls, sykurs og mjöls,“ segir í fréttabréf- inu. Fram kemur að vísbendingar séu um frekari hækk- anir á gulli og að gull muni hækka níunda árið í röð. Frá árinu 2000 hefur það hækkað um ríflega 338 prósent. Verð á únsu af gulli er um þessar mund- ir 1192 dollarar. Mjölverð er í hæstu hæðum, er í 1.480 dollara tonn- ið og hefur hækkað um 75 prósent frá áramótum. Takmarkað framboð frá Perú og Chile og stöðug eftirspurn eftir mjöli frá fiskeldi í heiminum hefur leitt til þessa segir í fréttabréfinu. Verð á hráolíu, korni og áli hefur einnig hækkað á milli mánaða en verð á sykri stendur í stað. Hrávöruverð hækkar GULL SEM GLÓIR Verð á gulli hækkar líklega níunda árið í röð. • Hagstæðar afborganir • Söluaðilar geta valið um lán með breytilegum vöxtum eða vaxtalaus • Söluaðilar greiða ekkert þjónustagjald af Kortalánum • VALITOR greiðir út til söluaðila annan virkan dag eftir að sala fer fram FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is Til leigu Bæjarlind 6, 201 Kópavogi Gott 545 fm. verslunarhúsnæði á jarðhæð, góð staðsetning, góðir sýningar- gluggar. Steinteppi á gólfi, afstúkuð skrifstofa, kaffihorn og salerni. Laust strax! Nánari upplýsingar veitir Helgi Már í s. 897-7086 / 534-1024, hmk@atvinnueignir.is Helgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali Ólafur Jóhannsson, rekstarfræðingur, löggiltur leigumiðlari Matið Gengi á hlut Sjóðsstreymismat 1,4 dalir (171 ISK / 6,99 DKK) Markgengi 1,2 dalir (146 ISK/5,9 DKK) Núverandi gengi* 1,09 dalir (133 ISK/5,2 DKK) * Miðað við gengi hlutabréfa Össurar á föstudag. Ú R V E R Ð M A T I N U
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.