Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 28
MARKAÐURINN 2. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Styrkleiki japanska jensins kemur ekki bara niður á íslenskum lántakendum, heldur einnig fyrirtækj- um og almenningi í Japan. Þar í landi er engin verðbólga, heldur verðhjöðn- un sem hefur staðið yfir samfleytt í átta mánuði og virðist ætla að versna enn eftir því sem jenið styrk- ist meira. Þegar saman fer sterkt jen og verðhjöðnun má búast við alvarlegum vandræðum í efnahagslífi landsins, sem er með næststærsta hagkerfi heims. Þótt verðhjöðnun þýði lægra vöruverð í búðum þýðir hún einnig að rekstrarafkoma fyrirtækja hefur versnað, sem þýðir að laun hafa lækkað og skuldir aukast. Hagnaður útflutningsfyrirtækja dregst einn- ig saman, sem gerir ástandið enn verra. „Í miðri verðhjöðnun er svona mikil hækkun jens- ins mjög alvarlegt vandamál sem gæti komið sér illa fyrir efnahagslífið,“ segir Fujito Mitari, forstjóri stærstu viðskiptasamsteypu Japans, Nippon Keid- anren. „Ég vona svo sannarlega að stjórnin bregð- ist við með neyðarráðstöfunum.“ Japönsk stjórnvöld hafa ekki gripið inn í gjald- eyrismarkaðinn síðan 2004, en nú virðast líkur auk- ast á því að gripið verði til einhverra aðgerða til að sporna gegn frekari verðhjöðnun. Ofursterkt jenið til vandræða í Japan VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI Í JAPAN Sterkur gjaldmiðill og verð- hjöðnun þykir ekki góð blanda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kínversk stjórnvöld hafa undan- farið óspart látið fyrirtækjum í té bæði rausnarlega styrki og ódýrt lánsfé til þess að örva efnahags- líf landsins í miðri heimskrepp- unni. Þetta gæti þó reynst varhuga- verð stefna. Í síðustu viku varaði viðskipta- ráð Evrópusambandsins við því að afleiðingarnar gætu komið jafnt Kínverjum sem heimsbyggðinni allri í koll. Þrátt fyrir litla eft- irspurn má búast við straumi af ódýrum vörum frá Kína, sem líkur eru til að kalli á verndar- viðbrögð í öðrum heimshlutum. „Þessi stöðugi þrýstingur útflutn- ings frá Kína leiðir sennilega til aukinnar verndarstefnu í fram- tíðinni,“ sagði Jörg Wuttke, for- seti ráðsins. Ekki er þó að sjá að nein stefnu- breyting verði hjá kínverskum stjórnvöldum á næstunni. Á föstudaginn kom leiðtoga- sveit Kommúnistaflokksins saman til að ræða efnahags- mál. Þar ákváðu leiðtogarnir að halda ótrauðir áfram við að örva efnahagslífið með frekari ríkis- styrkjum og lánveitingu til fyr- irtækja. Í Kína jukust fjárfestingar á fyrri helmingi þessa árs um 40 prósent frá fyrra helmingi síð- asta árs. Stærstur hluti fjár- stuðnings frá ríkinu hefur farið í nýja flugvelli og aðrar opinber- ar framkvæmdir. - gb Offjárfesting í Kína kallar á verndarstefnu ÞOKA Í PEKING Búast má við flóði af ódýrum varningi frá Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FRÁ SÓMA ER KOMINN NÝTT FYRIR JÓL IN Hamborgarahryggur og kartöflusalat Dönsk lifrakæfa, sveppir og beikonJólasíldarsalat Til leigu Kringlan 5, 103 Reykjavík Glæsilegt 653 fm. skrifstofuhúsnæði á 5. hæð í lyftuhúsnæði. Opið skrifstofu- rými að stórum hluta. Björt og rúmgóð móttaka með flísum og parketi á gólfi. Sameiginleg móttaka og mötuneyti fyrir allt húsið. Aðgangur að kennslusal sem rúmar um 50-60 manns og líkamsræktarsal mögulegur. Næg bílastæði. Nánari upplýsingar veitir Helgi Már í s. 897-7086 / 534-1024 , hmk@atvinnueignir.is Helgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali Ólafur Jóhannsson, rekstarfræðingur, löggiltur leigumiðlari Auglýsingasími – Mest lesið Pétur Gunnarsson skrifar Sjeik Mohammed bin Rashid al- Maktoum, fursti í Dúbaí, segir að staða furstadæmisins sé sterk. Viðbrögð markaða við greiðslu- stöðvun eignarhaldsfélagsins Dúbaí World beri vott um skiln- ingsleysi. „Þeir skilja ekki neitt,“ sagði furstinn þegar hann ræddi við blaðamenn í gær, samkvæmt vef- útgáfu Financial Times. Dúbaí World er eignarhaldsfé- lag í eigu opinberra aðila í Dúbaí. Það er talið skulda um 60 millj- arða bandaríkjadala. Fyrirtækið tilkynnti á miðvikudag að það gæti ekki greitt af skuldum sínum. Rætt hefur verið um Dúbaí sem „nýja Ísland“ í erlendum fjölmiðl- um og hruni hefur verið spáð í landinu. Fréttir af erfiðleikum Dúbaí World komu fram í lækk- andi hlutabréfaverði um allan heim. Fyrirtækið hefur verið um- svifamikið í alþjóðaviðskiptum og merkisberi þeirrar stefnu stjórn- valda í furstadæminu að breyta furstadæminu í alþjóðlega fjár- málamiðstöð. Sjeik Mohammed bin Rashid al- Maktoum fursti beindi líka spjót- um að fjölmiðlum vegna umfjöll- unar undanfarna daga og sagði: „Fyrirtækið er sjálfstætt og óháð ríkisstjórninni. Þetta fjölmiðlafár hefur engin áhrif á einbeitta af- stöðu okkar. Það er ekki nema eðlilegt að við tökum til varna þegar þessi aðför er gerð og þetta mikla fár verður í fjölmiðlum.“ Í gærmorgun rufu stjórnendur Dúbaí World sex daga þögn og til- kynntu að fyrirtækið ætti í við- ræðum við lánardrottna um end- urfjármögnun 26 milljarða dala skulda. Við þær fréttir þokuð- ust hlutabréfavísitölur í London og Frankfurt, París og New York upp á við á ný. Gengi hlutabréfa í bresku bönkunum, Royal Bank of Scotland, Barclays og HSBC sem eru meðal stærstu lánardrottna Dúbaí World, fór hækkandi á ný. Sérfræðingar, sem rætt var við á vefútgáfu Daily Telegaph, sögðu að markaðurinn hefði talið að 60 milljarða dala skuldir væru í upp- námi Dúbaí World. Því hafi yfir- lýsing fyrirtækisins í gær dreg- ið úr áhyggjum af alvarleika ástandsins. Verð á skuldatryggingum Dúbaí lækkaði einnig í gær. „Markaðirnir eru að viður- kenna að Dúbaí-kreppan er bund- inn við þann heimshluta,“ sagði Heino Ruland, sérfræðingur hjá Ruland Research í Frankfurt, í samtali við vefútgáfu breska dag- blaðsins Daily Telegraph. Dregur úr ótta um afdrif Dúbaí Dúbaí-fursti kvartar undan skilningsleysi markaðarins og fjölmiðlafári. Áhyggjur markaðarins vegna furstadæmisins virðast vera að dvína. FURSTI Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, fursti í Dúbaí, reyndi í gær að fullvissa fjölmiðla um að efnahagur furstadæmisins væri traustur og sagði að heimurinn skildi ekki stöðu mála í ríkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP-NORDICPHOTO
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.