Fréttablaðið - 02.12.2009, Side 52
36 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
Leikarinn Alec Baldwin heldur því fram að hann muni
segja endanlega skilið við leiklistina þegar samning-
ur hans við framleiðendur sjónvarpsþáttarins 30 Rock
rennur út árið 2012. „Ég hef ekki áhuga á leiklist leng-
ur. Kvikmyndir eru hluti af fortíð minni. Ég hef
verið í þessum bransa síðastliðin þrjátíu ár, ég
er ekki ungur en ég hef enn tíma til að gera eitt-
hvað annað,“ sagði leikarinn í nýlegu blaðavið-
tali. „Mér finnst erfitt að halda þessu fram, en
ég trúi þessu sjálfur. Ég lít á kvikmyndafer-
il minn sem klúður vegna þess að kvikmyndir
mínar hafa aldrei fengið góða dóma.“
HÆTTUR Alec Baldwin ætlar að hætta þegar samningur
hans við sjónvarpsþáttaröðina 30 Rock rennur út.
Alec hættir að leika
Tilnefningar til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna
voru kynntar í gær í Lista-
safni Reykjavíkur. Verð-
launin sjálf eru veitt í lok
janúar í flokki skáldverka
og flokki fræðibóka, en að
þessu sinni var einnig til-
nefnt til Íslensku þýðinga-
verðlaunanna.
Fátt kemur raunar á óvart í þess-
um tilnefningum ef undanskil-
in eru kannski tvö nöfn. Annars
vegar er það Guðmundur Ósk-
arsson, sem er tilnefndur í flokki
skáldverka fyrir bók sína Bank-
ster, og hins vegar Þórdís Elva Þor-
valdsdóttir en hún fær tilnefningu
í flokki fræðibóka fyrir bók sína Á
mannamáli, sem fjallar um ofbeldi
á Íslandi. „Það sem ég fagna mest
varðandi þessa tilnefningu er að
þetta vekur athygli á málstaðnum
og bókinni og mun mögulega koma
málaflokknum aftur inn í umræð-
una,“ segir Þórdís Elva sem var að
vonum ánægð með tilnefninguna.
„Þessi bók var alltaf skrifuð í
þeim tilgangi að upplýsa þjóðina og
almenning um stöðu mála. Það var
svo eindregin hugsjón hjá mér að
ég hugsaði aldrei út í þennan raun-
verulega bókmenntaheim þar sem
það eru viðurkenningar og verð-
laun. Það hljómar kannski hógvært
og klisjukennt, en ég spáði ekkert í
það. Það var ástríða sem dreif mig
áfram frekar en faglegur metnað-
ur,“ útskýrir Þórdís.
Spurð um kveikjuna að bókinni
segist hún hafa lesið um dóma í
kynferðisabrotamálum með mikl-
um hryllingi og fundist þeir út í
hött. „Mér ofbauð bara einn dag-
inn og ætlaði að skrifa bréf í blað-
ið, en endaði með 267 blaðsíður á
borðinu. Það var því aldrei með-
vituð ákvörðun að skrifa bók held-
ur vatt þetta upp á sig,“ segir Þór-
dís sem hefur í mörgu að snúast
um þessar mundir. „Ég hef verið
með fyrirlestra og er að leggja
upp í ferðalag um framhaldsskól-
ana. Mér finnst mikilvægt að ná
til ungs fólks því það er í mestum
áhættuhópi,“ segir hún, en þess má
geta að nú stendur yfir sýning á
myndum úr bók Þórdísar í Smára-
lind. Sýningunni lýkur 10. desem-
ber en hún er haldin í tengslum við
sextán daga átak gegn kynbundnu
ofbeldi. - ag
Tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna
EFNILEG Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverðlaun-
anna í flokki fræðirita og rita almenns
efnis fyrir sína fyrstu bók, Á mannamáli,
sem fjallar um ofbeldi á Íslandi.
FRÆÐIRIT OG RIT ALMENNS EFNIS:
Helgi Björnsson: Jöklar á Íslandi,
Opna.
Kristín G. Guðnadóttir: Svavar
Guðnason, Veröld.
Árni Heimir Ingólfsson: Jón Leifs líf
í tónum, Mál og menning.
Jón Karl Helgason: Mynd af Ragn-
ari í Smára, Bjartur.
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir: Á
mannamáli. Ofbeldi á Íslandi, JPV
útgáfa.
FAGURBÓKMENNTIR:
Böðvar Guðmundsson: Enn er
morgunn, Uppheimar.
Guðmundur Óskarsson: Bankster,
Ormstunga.
Gyrðir Elíasson: Milli trjánna,
Uppheimar.
Steinunn Sigurðardóttir: Góði
elskhuginn, Bjartur.
Vilborg Davíðsdóttir: Auður, Mál
og menning.
ÍSLENSKU ÞÝÐINGAVERÐLAUNIN:
Elísa Björg Þorsteinsdóttir: Mála-
vextir eftir Kate Atkinson, Bjartur.
Guðbergur Bergsson: Öll dagsins
glóð, safn portúgalskra ljóða 1900-
2008, JPV útgáfa.
Kristján Árnason: Ummyndanir
eftir Ovid, Mál og menning.
María Rán Guðjónsdóttir: Kirkja
hafsins eftir Ildefonso Falcones, JPV
útgáfa.
Sigurður Karlsson: Yfir hafið og
í steininn eftir Tapio Koivukari,
Uppheimar.
TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNANNA
Tónlist ★★★★
Vetrarsól
Gunnar Þórðarson
Á Vetrarsól eru tónleikar Gunn-
ars Þórðarsonar frá því í októb-
erbyrjun á hljóð- og mynddiski.
Innileg og góð kvöldstund með
einum af meisturum íslenskrar
poppsögu.
Vetrarsól hefur að geyma tónleika
með Gunnari Þórðarsyni sem fram
fóru 2. október síðastliðinn Í Borg-
arleikhúsinu. Í pakkanum er 17
laga geisladiskur og svo tónleik-
arnir í heild sinni á DVD-diski, 26
lög ásamt kynningum, spjalli og
sögum. Útsetningarnar eru frek-
ar einfaldar. Á fyrri hluta tónleik-
anna er Gunni að stærstum hluta
einn með kassagítarinn, en á síð-
ari hlutanum fjölgar á sviðinu.
Uppstillingin minnir á Storytell-
ers-tónleikaröð VH1
sjónvarpsstöðvar-
innar, en helstu ein-
kenni hennar eru
einmitt nálægð við
áheyrendur, fá hljóð-
færi og spjall á milli
laga.
Eins og alþjóð veit
er Gunnar Þórðar-
son einn af öflug-
ustu lagasmiðum
íslenskrar poppsögu og þess vegna
var vitað mál að hann færi létt með
að fylla svona tónleikadagskrá með
snilldarlögum. Það sem var meiri
spurning var hvernig það kæmi út
að hann syngi lögin sjálfur og svo
hvernig lög sem voru mikið útsett
og hlaðin í frumútgáfunum kæmu
út svona næstum berstrípuð. Og
jú, hvortveggja gengur ágætlega
upp. Gunni er liðtækur söngvari
þótt hann sé enginn flauelsbarki
og það er líka gaman að heyra lög
eins og Lífsgleði og
Við saman í einföld-
um kassagítarútgáf-
um. Gestasöngvar-
ar (Svavar Knútur
og Buff) standa sig
líka vel og það sama
má segja um hljóm-
sveitina sem birtist á
sviðinu upp úr miðj-
um tónleikum. Það
sem fæst með svona
tónleikum er líka nálægðin. Gunni
kann alveg að segja skemmtilegar
sögur og fer oft á kostum í kynn-
ingum og svo heyrast allir textar
sérstaklega vel við þessar aðstæð-
ur. Upplifunin verður hjartnæm og
innileg.
Þar með er ég auðvitað ekki að
segja að útsetningarnar hér slái
við frumgerðunum, en það er
gaman að fá að kynnast þessum
lögum upp á nýtt með þessum
hætti. Trausti Júlíusson
Góð stund með Gunna
Tékknesku Klaufabárðarnir eru vinsælir. Í vik-
unni er von á öðrum skammti af ævintýrum þess-
ara seinheppnu félaga, en fyrsti diskurinn kom út í
fyrra.
„Ég seldi hlutabréfin mín fyrir hrun af því mér
var hætt að lítast á það sem bankarnir voru að gera.
Ég notaði peningana til að kaupa réttinn að Klaufa-
bárðunum,“ segir Einar Árnason, útgefandi. Hann
fer frumlega leið til að kynna útgáfuna.
„Börn vilja alltaf fara inn í hugarheim sögu-
hetja sem þau hafa gaman af. Þá er oft dóti haldið
að þeim. Ég held að Ísland þurfi ekki á því að halda
að það sé flutt inn fullt af Klaufabárðadóti. Það er
mikil vakning í prjónamennsku og miklu skemmti-
legri tilhugsun að foreldrar og ættingjar prjóni
húfur á börnin til að þau geti leikið Klaufabárðana.
Svo þarf ekki nema pappakassa til að koma ímynd-
unaraflinu í gang.“ Prjónauppskriftirnar eru á
netinu (filmus.is/klaufabardar) og liggja frammi í
búðum. - drg
Klaufabárðar í prjónamennsku
SELDI HLUTABRÉFIN OG KEYPTI KLAUFABÁRÐANA Einar Árna-
son er pabbi tékknesku Klaufabárðanna á Íslandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þín undirskrift skiptir máli!
Farðu á www.isci.is
Mænan er ráðgáta –
en saman getum við leyst hana.
Skrifum öll undir samnorræna áskorun
til WHO um að láta til sín taka.
Norðurlöndin skora á WHO!
www.kvikkfix.is
Vesturvör 30c
Störtum deginum og
bílnum hjá KvikkFix
Rafgeymar frá Kr. 14.166.-
Ferð á Kársnesið borgar sig!
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/STEFÁ
N