Fréttablaðið - 02.12.2009, Side 58
42 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
KÖRFUBOLTI Kvennalið KR í Iceland
Express-deildinni hefur unnið níu
fyrstu leiki sína á tímabilinu og
marga þeirra með miklum mun.
KR-liðið hefur ekki fundið fyrir
því að missa bandaríska bakvörð-
inn Jenny Pfeiffer-Finora í meiðsli
því Margrét Kara Sturludóttir
hefur séð til þess að enginn sakn-
ar Jennyar í KR.
Margrét Kara varð tvítug á
þessu ári og hefur stærstan hluta
síns ferils lagt mest til síns liðs í
varnarleik, vinnusemi og fráköst-
um. Kara hefur hins vegar stigið
stórt skref í að verða meiri skor-
ari í vetur og þetta hefur verið sér-
staklega áberandi eftir að KR-liðið
missti Jenny Pfeiffer-Finora.
Liðið vann fimm fyrstu leiki sína
með Jenny innanborðs en lenti svo
í því að hún meiddist daginn fyrir
toppleikinn á móti Hamri. Kara
skoraði 23 stig í mikilvægum
sigri í Hveragerði og hefur síðan
gert enn betur í tveimur af síð-
ustu þremur leikjum. Kara kórón-
aði frábæran nóvember með því að
skora 34 stig á móti Íslandsmeist-
urum Hauka á þeirra eigin heima-
velli.
Hafði burði til að skora meira
„Þegar ég tek við liðinu í sumar þá
sest ég niður með Köru og sýndi
henni hvað ég vildi fá frá henni.
Hún hafði þessa burði til þess að
verða meiri skorari en hún hefur
verið,“ segir Benedikt Guðmunds-
son, þjálfari KR-liðsins en hann
segist vera aðeins búinn að breyta
hlutföllunum innan liðsins.
Kara hefur hækkað stigaskor
sitt og framlag sitt nánast um það
sem Jenny Pfeiffer-Finora skilaði
í fyrstu fimm leikjunum. Kara er
að skora 11,6 stigum meira í leik
(Jenny var með 12,8 stig í leik) og
hefur hækkað framlag sitt um 9,0
(Jenny var með 9,4 í framlagi í
leik) síðan Jenny meiddist.
Áfram í stóru varnarhlutverki
„Þetta hefur þróast þannig að hún
hefur verið að gera meira í þess-
um leikjum síðan Jenny meiddist.
Þó að Kara sé að skora meira þá
er hún ekki að skora af því að hún
sé orðin eitthvað eigingjörn. Þetta
er allt innan rammans og í flæð-
inu og hún er enn þá í stóru hlut-
verki varnarlega,“ segir Benedikt
og bætir við:
„Kara er búin að vinna sér inn
fyrir þessu og hún tekur leiðbein-
ingum vel. Maður þarf ekki að
segja eitthvað nema einu sinni við
hana og þá grípur hún það,“ segir
Benedikt.
Kara skoraði 23 stig að meðaltali
í fjórum leikjum KR-liðsins í nóv-
ember en hún hækkaði sig líka upp
í 3,8 stoðsendingar og 3,3 stolna
bolta í leik. „Hún er því komin
með stærra vopnabúr. Kara er líka
farin að lesa vörnina miklu betur,
hún er farin að lesa það betur hve-
nær hún á skjóta og hvenær hún
á að keyra upp að körfunni og
hvenær hún á að gefa hann,“
segir Benedikt.
„Sjálfstraustið hjá henni er
líka orðið það gott að henni
finnst hún vera orðin virkilega
góð,“ sem er greinilega enn að
vinna með hana.
„Við vitum það alveg að
hún er að fara að spila svona
í hverjum leik. Það má alls
ekki gerast hjá henni eða
öðrum að hún fari að finna
þessa pressu að hún verði
að skora. Þá fer þetta að snú-
ast í höndunum á leikmönn-
um,“ segir Benedikt en hann
er mjög ánægður með liðið.
Allir mjög óeigingjarnir
„Allt liðið er þannig að
það eru allir mjög óeig-
ingjarnir og það geta allir
unað þeim næsta að vera
að skora mikið einhvern
leikinn. Svo er röðin komin
að öðrum í næsta leik á
eftir og svo koll af kolli,“
segir Benedikt.
KR-liðið á leik í kvöld á
heimavelli á móti Grindavík
en Grindavíkurstúlkur hafa
unnið fjóra síðustu leiki sína.
Það fer fram heil umferð í deild-
inni en þá mætast líka Hamar-
Njarðvík, Snæfell-Haukar
og Keflavík-Valur.
ooj@frettabladid.is
Margrét Kara sér til þess að KR
saknar ekki Kanans síns
KR-ingurinn Margrét Kara Sturludóttir átti frábæran nóvember með toppliðinu
í Iceland Express-deildinni og hækkaði framlag sitt og stigaskor um það sem
liðið missti þegar bandaríski bakvörðurinn Jenny Pfeiffer-Finora meiddist.
Á FLEYGIFERÐ Margrét
Kara Sturludóttir skoraði
23 stig að meðaltali í
nóvember.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fyrir meiðsli Jenny
Leikir 5 (28,4 mín í leik)
Stig í leik 11,4
Fráköst í leik 6,8
Stoðsendingar í leik 2,8
Stolnir í leik 2,8
Varin skot í leik 0,8
3ja stiga körfur í leik 1,2
Víti fengin í leik 3,6
Skotnýting 35,1%
Vítanýting 61,1%
Framlag í leik 13,8
Eftir meiðsli Jennyar
Leikir 4 (31,0 mín í leik)
Stig í leik 23,0
Fráköst í leik 4,8
Stoðsendingar í leik 3,8
Stolnir í leik 3,3
Varin skot í leik 1,5
3ja stiga körfur í leik 2,5
Víti fengin í leik 6,0
Skotnýting 47,8%
Vítanýting 75,0%
Framlag í leik 22,8
KÖRFUBOLTI Bikarmeistarar
Stjörnunnar hafa unnið sig til
baka inn í toppbaráttu Iceland
Express-deildar karla með sigr-
inum á Njarðvík og KR í síðustu
tveimur umferðum eftir að hafa
tapað á undan tveimur leikjum í
röð.
Það er einkum góður varn-
arleikur Garðabæjarliðsins í
fjórða leikhluta leikjanna sem
hefur lagt grunninn að sigrin-
um. Stjörnuliðið vann lokaleik-
hlutann í leikjunum á móti KR
og Njarðvík samanlagt 34-14 en
liðið var undir eftir þrjá fyrstu
leikhlutana í báðum þessum leikj-
um. Liðsmenn KR og Njarðvík-
ur nýttu hins vegar aðeins 5 af 27
skotum sínum í þessum úrslita-
leikhlutum leikjanna og urðu að
sætta sig við að missa sigurinn til
Stjörnunnar.
Justin Shouse hefur einnig
spilað vel á úrslitastundu í þessu
leikjum því auk þess að stýra lið-
inu vel þá skoraði hann tveimur
stigum meira en KR og Njarðvík
í fjórða leikhluta á þessum leikj-
um.
Stjarnan vann fjórða leikhlut-
ann á móti Njarðvík 16-8 og þar
með leikinn 82-75. Stjarnan vann
síðan lokaleikhlutann í DHL-
höllinni 18-6 og þar með leikinn
með fimm stigum, 78-73. Í báðum
leikjum enduðu Stjörnumenn
langa sigurgöngu. Njarðvík hafði
unnið 7 fyrstu leiki tímabilsins og
KR-ingar höfðu ekki tapað deild-
arleik á heimavelli í að verða tvö
ár. - óój
Stjörnumenn í körfunni:
Flottir í fjórða
STÝRIR SKÚTUNNI Justin Shouse er
frábær í lok leikjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KARA BÆTIR SINN LEIK Í FORFÖLLUM KR-KANANS
Solidea sokkabuxur
sameina tísku, vellíðan og
heilbrigði
Solidea býður upp á breiða vörulínu fyrir
konur og þjónar þannig þörfum þeirra
• Micromassage magic - vinnur á appelsínuhúð
• Labyrinth & Babylon - er sniðin að útliti og tísku
• Personality - er sniðin að sérþörfum kvenna
• Selene, Naomi, Venere - hentar öllum konum
• Magic maman og Wonder model maman - auka
vellíðan á meðgöngu
Leyfðu þér gæði og vellíðan
með Solidea sokkabuxum
Lyfja, Lágmúla
2. og 3. desember milli kl. 16 og 19
Lyfja, Smáratorgi
4. desember milli kl. 16 og 18
KYNNING
Glaðningur fylgir öllum
seldum sokkabuxum
Sími 585 8750, biovorur@biovorur.is