Veðrið - 01.04.1977, Page 4

Veðrið - 01.04.1977, Page 4
verjahreppi að gera veðurathuganir, og hefur hann þegar þetta er ritað haustið 1977 gert veðurathuganir í rúmlega 45 ár og er enn að starfi. í tilefni 50 ára starfs við veðurathuganir þykir vel til fallið að birta í tíma- ritinu Veðrinu myndir af þeint Klemenzi og Snæbirni og geta nokkurra æviatriða þeirra. Snœbjörn J. Thoroddsen fæddist í Kvígindisdal í Rauðasandshreppi í Vestur- Barðastrandarsýslu 15. nóvember 1891. Foreldrar hans voru Jón Árnason Tlior- oddsen bóndi þar og kona hans Sigurlína Sigurðardóttir frá Vesturbotni. í nokkra vetur stundaði Snæbjörn nánt hjá síra Þorvaldi Jakobssyni í Sauð- lauksdal, sem er næsti bær við Kvígindis- dal, en gekk síðan í Verzlunarskóla ís- lands og brautskráðist þaðan 1912. Þegar Sparisjóður Rauðasandslirepps var stofnaður 1. marz 1913 gerðist Snæ- björn framkvæmdastjóri hans og gegndi því starfi til sama dags 1977 eða nákvæm- lega 1 64 ár. Munu þess fá eða engin dærni, að sami maður liafi gegnt slíku starfi svo langan tíma. Snæbjörn tók við búi í Kvígindisdal 1922 og hefur búið þar síðan með reisn og í vinfengi við sveitunga sína. Sat hann í hrcppsnelnd í yfir þrjá áratugi og odd- viti Rauðasandlirepps var hann frá 1943 til 1970. 1 sýslunefnd átti Snæbjörn sæti um mjög langt skeið og í yfirskattanefnd Barðastrandarsýslu árin 1940—1951. Hcr eru ekki tök á að gera ítarlega grein fyrir afskiptum Snæbjarnar af opinberum mál- um og félagsmálum sveitunga sinna, en geta má þess Jró, að liann liafði sem odd- viti og formaður skólanefndar forgöngu um að reistur var myndarlegur heima- vistarbarnaskóli í Örlygshöfn. Ennfremur má nefna, að hann var einn af stofn- endum slysavarnadeildarinnar Bræðrabandsins og í stjórn fyrslu 15 árin. Snæ- björn var gerður heiðursfélagi Slysavarnafélags íslands 1958. Kvæntur er Snæbjörn Þórdísi Magnúsdóttur frá Tálknafirði. Er mér enn minnisstæð stórmannleg gestrisni jreirra hjóna, er ég lieimsótti Jjau fyrir rúmum tveimur áratugum. Var ég þá í eftirlitsferð til veðurstiiðva í Barðastrandarsýslu. Einstakt mannval var þá á veðurstöðvum sýslunnar og heimsótti ég auk Snæbjarn- ar, hins trausta bændahöfðingja, Sigurð Elíasson tilraunastjóra á Reykhólum, Daníel Eggertsson símstöðvarstjóra á Hvallátrum og hinn aldna en hjartahlýja og gáfaða Ólaf Sveinsson bónda á Lambavatni á Rauðasandi. Sncebjörn ]. Thoroddsen flytur rceðu við opnun fluguallarins i Patreksfirði. 4 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.