Veðrið - 01.04.1977, Síða 5

Veðrið - 01.04.1977, Síða 5
Snæbjörn lióf veðurathuganir fyrir Veðurstofuna og veðurskeytasendingar síðla árs 1927. Gerði hann fyrstu veðurathugun sína 11. nóvember það ár og hætti störfum 11. nóvember 1977 að loknu fullra 50 ára starfi og því sem næst 86 ára að aldri. Veðurathugunum mun þó enn um sinn verða fram haldið í Kvígindis- dal og verða þær í höndum tengdadóttur þeirra Snæbjarnar og Þórdísar. Að lokum skal þess getið, að Snæbjörn hefur í allmörg ár skráð athyglisverða dagbók með athugasemdum um veður hvers dags og merkisatburði líðandi stundar. Klemenz Kristjrín Kristjdnsson fæddist 14. maí 1895 í Þverdal i Sléttuhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu og lézt 9. maí 1977. Foreldrar hans voru Bárður Kristján Guðmundsson frá Sléttu og fyrri kona lians Júdit Þorsteinsdóttir frá Efri-Miðvik. Barnungur missti Klemenz móður sína og brá faðir hans þá búi. Eftir nokkra hrakn- inga og fóstur hjá vandalausum fluttist Klemenz suður á land með föður sínum, sem þar kvæntist seinni kona sinni Guð- rúnu Vigdísi Kristjánsdóttur. Sonur þeirra og hálfbróðir Klemenzar var Sverr- ir Kristjánsson hinn kunni sagnfræðing- ur. Snemma varð Klemenz að vinna fyrir sér og lítið var um skólagöngu, fyrr en hann komst fyrir eigin dugnað í Lýðskólann að Bergstaðastræti 3 í Reykjavík, en þaðan brautskráðist hann vorið 1916. Strax um haustið hélt liann svo til Danmerkur, Jrar sem hann vann fyrst að landbúnaðarstörf- um, en stundaði síðan nám í búnaðar- skólanum í Tune á Sjálandi 1917—1918 og í Viborggaard Græsmarkskole 1919— 1922. Lauk hann ])aðan prófi í búvísindum, einkum grasfræ- og grasrækt. Jafn- framt vann hann á dönskum tilraunastöðvum að ýmsum verkefnum. Hugur Klemenzar stóð til náms í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, en vegna ýmissa erfiðleika varð jtó ekki af því. Nám stundaði hann hins vegar í landbún- aðarháskóla Norðmanna á Ási 1922—23. Hér eru ekki tök á að rekja náið margvísleg störf Klemenzar eftir heimkom- una. Hann starfaði í fyrstu við Gróðrarstöðina í Reykjavík, en jafnframt rak hann kúabú og stundaði á eigin spýtur gras- og kornræktartilraunir í Aldamétta- görðunum í Reykjavík. Árið 1927 urðu Jtáttaskil í lífi og starfi Klemenzar, en Jtað ár var hann ráðinn tilrauna- og bústjóri á Sámsstöðum í Fljótshlíð, fyrst á vegum Búnaðarfélags ís- Klemenz Kr. Kristjánsson tilraunastjóri. VEÐRIÐ — 5

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.