Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 32

Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 32
32 5. desember 2009 LAUGARDAGUR T ímabundin ráðning Finns Sveinbjörnsson- ar í starf bankastjóra Arion banka (sem þar til fyrir skömmu hét Nýja Kaupþing) renn- ur út um áramót. Finnur segir framtíðina óráðna, en sér þó fyrir sér starf í fjármálageiranum. „Ekki vantar verkefnin á þeim vettvangi,“ segir hann. Ólíkt þeim bankastjór- um sem kallaðir voru til starfa á undan honum, Elínu Sigfúsdóttur í Nýja Landsbankanum og Birnu Ein- arsdóttur í Íslandsbanka, voru ekki ákvæði í ráðningarsamningi Finns um greiðslur á uppsagnarfresti. „Þetta er búið um mánaðamótin,“ segir hann glaðbeittur. Eftir endurreisn bankanna í fyrrahaust segir Finnur í raun hafa komið sér þægilega á óvart hversu mikill friður hafi fengist fyrir væng stjórnmálanna. Eigendavald- ið hafi legið hjá ríkisstjórninni og þótt handhafi eignarhlutarins hafi verið í fjármálaráðuneytinu þá heyri málefni bankanna undir fleiri ráðuneyti. „Efnahags- og viðskipta- ráðuneytið fer með málefni fjár- málamarkaðarins og félagsmála- ráðuneytið kemur að íbúðalánum. Þessir aðilar hafa ekki beitt valdi sínu en ég átti satt að segja von á því þegar ég tók að mér þetta starf að ég myndi heyra miklu meira í þingmönnum og ráðherrum þar sem þeir væru að biðja um eitthvað fyrir sína umbjóðendur, en það hefur ekki verið,“ segir hann og telur stjórnmálamenn kannski orðna meðvitaða um að slík afskipti séu óæskileg. „Einhverjar sögusagnir sem verið hafa á kreiki um að ráð- herrar hafi verið á vappi og beitt sér í 1998/Haga-málinu eru bara rangar. Við Gylfi Magnússon [við- skiptaráðherra, innsk. blm.] höfum talast við í örfá skipti og alls ekki um einstök mál, heldur fremur að við höfum verið að kynna almennt fyrir honum hvernig við ætluðum að fara í þessi skuldavandamál fyrir tækja og heimila. Sama gildir um fjármálaráðuneytið og enginn þrýstingur á einn eða annan veg.“ Bankarnir eiga þátt í hruninu Um leið segir Finnur að stjórnir bankanna þriggja sem kosnar voru á Alþingi og áttu framan af að endur- spegla einhvern pólitískan vilja, hafi í raun ekki fengið mjög skýr- ar leiðbeiningar um til hvers væri ætlast af bönkunum. „Eftir því sem ég kemst næst var jú talað um að starfrækja ætti bankana á viðskipta- legum forsendum og að helsta verk- efnið væri að endurvinna traust á bönkunum meðal þjóðarinnar. Og þetta voru eiginlega einu leiðarljósin sem stjórnirnar fengu.“ Finnur segir hins vegar líka ljóst að bankarnir hafi ekki átt sterkt bakland í pólitík- inni. „Þegar bankarnir hafa lent í deilumálum þá hafa stjórnmála- menn annaðhvort farið í hóp gagn- rýnenda, eða þagað þunnu hljóði. Bankarnir hafa því lítinn stuðning átt í stjórnmálunum.“ Gylfi Magnús- son viðskiptaráðherra og Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Finnur þó að hafi gætt sín í umfjöllun um bankana. „En sumir stjórnmálamenn hafa stundum verið mjög glannalegir í yfirlýsing- um, og horfi ég þar til mála á borð við lögbannsmálið og Hagamáls- ins,“ segir hann, en hörð viðbrögð vakti í sumar þegar Nýja Kaupþing fór fram á lögbann á fréttaflutn- ing upp úr lánagögnum bankans sem lekið hafði verið á WikiLeaks- vefinn og þá hafa allnokkrir orðið til að tjá sig um hvernig bankinn ætti helst að haga málum vegna skulda- mála félags Jóhannesar Jónssonar (í Bónusi), 1998, sem á Haga. „Ég held að þessi banki verði ekki sak- aður um að læðast með veggjum. Við höfum verið reiðubúin að taka okkar ákvarðanir og vindhviðurn- ar í kjölfarið. Það hefði alveg verið hægt að fara í felur og taka sem fæstar ákvarðanir. Það höfum við ekki gert.“ Almennt segir Finnur hins vegar að vinnuumhverfi bankanna sé erfitt. „Alveg ljóst er að stór hluti almennings telur að bankarnir eigi mjög stóran þátt í því hvernig hér fór. Og af því fólk er að glíma við erfiðar afleiðingar hrunsins þá er tilhneiging til að kenna öðrum um eigin ófarir eða erfiðleika sem við er að glíma. Í gangi er því einhver beiskja og vantraust og trúnaðar- traust milli fólks og banka hefur beðið skaða,“ segir hann og bætir við að vitanlega sé erfitt fyrir banka, líkt og hvaða fyrirtæki sem er, að starfa í slíku umhverfi. Finnur segist um leið hafa fulla samúð með sjónarmiðum sem þess- um. „Auðvitað er deginum ljósara að bankarnir eiga sinn þátt í hrun- inu, en um leið tel ég jafnljóst að fleiri eiga þar sinn þátt. Þar eru stjórnmálin, eftirlitsstofnanirnar og aðstæður á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum. Það spilar því ýmislegt þarna inn í.“ Bankarnir fái hins vegar ekki hlaupist undan eigin ábyrgð á peningamarkaðs- sjóðum, erlendum lánum og upp- lifun fólks á stöðutöku þeirra gegn krónunni og því geri ýmislegt að verkum að almenningur telji bank- ana bera mikla sök. „Og það er erf- itt fyrir fólk að starfa í fyrirtæki og finna fyrir slíku vantrausti og beiskju.“ Vinna í Högum/1998 Neikvæðar tilfinningar í garð bankanna segir Finnur hins vegar hreint ekki algildar. Víða úti á landi þar sem efnahagssveiflan hafi verið minni en á höfuðborgar- svæðinu, bæði þensla og niður- sveifla, sé fólk afslappaðra. „Þetta hef ég fundið í heimsóknum í útibúin og í viðræðum við útibús- stjórana. Það gekk minna á og því minna rof núna.“ Tilfinningahiti og reiði í garð bankanna segir Finnur hins vegar að hafi haft ýmsar afleiðingar. Þannig hafi bæði hann og aðrir yfirmenn bankans fengið hótanir og mörg dæmi séu um að stutt sé í kveikiþræðinum hjá viðskiptavin- um. „Ég held það endurspeglist í erfiðri stöðu fólks sem sér kannski fáar bjargir fram undan og upplifir bankana sem ósveigjan lega í kröf- um sínum. Það er ljóst að einhver hópur í þjóðfélaginu telur eðli- legt að einhver hluti skulda verði afskrifaður. Að þessi tvöföldun gengislánanna sé bara ósanngjörn og fólk hafi alls ekki mátt reikna með þessu og jafnvel að bank- arnir hafi átt sök á þessu og þess vegna sé réttlæti í afskriftum. Býsna margir eru harðir í þessari afstöðu. En síðan er sem betur fer TEKINN TALI Á SKRIFSTOFUNNI Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, sem áður hét Nýja Kaupþing, segir banka oft liggja vel við höggi í umræðunni því bankaleynd geri þeim ekki fært að bera hönd fyrir höfuð sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bankarnir hafa ekki átt sterkt bakland í pólitíkinni Gremja og beiskja almennings í garð bankanna er eðlileg að mati Finns Sveinbjörnssonar, fráfarandi bankastjóra Arion banka. Óli Kristján Ármannsson tók Finn tali í tilefni starfslokanna. Finnur segir úrvinnslu Arion banka vegna stórra fyrirtækja í greiðslu- vanda klárast í vetur, en lengur taki að vinna úr málum þeirra smærri. Tímaspursmál sé hvenær stórum bönkum fækki í tvo. Við sjáum fyrir okkur að öll stærstu málin ættu að klárast í vetur, en það taki langt fram á árið 2010 að klára mál smærri og meðalstórra fyrirtækja, einfaldlega vegna þess að fjöldinn er meiri. FRAMHALD Á SÍÐU 34 Eitt mál sem undir hefur kraumað allt frá hruni bankanna er spurningin um hvernig verði farið með lán sem starfsfólk Kaupþings hafi fengið vegna kaupa á hlutabréfum í bankanum. Finnur vill þó ekki meina að ákvarðanafælnin ein liggi að baki því að ekki sé búið að taka á þeim málum. „Það er alveg ljóst að þetta mál verður erfitt, á hvorn veginn sem það endar. Málið snýr þó með dálítið mismunandi hætti að starfs- mönnum. Í sumum tilvikum ber fólk einhverja persónulega ábyrgð, stundum eru bara bréfin að veði og í öðrum málum eru það bréfin og aðrar ábyrgðir. En að verulegu leyti snýst þetta um þessa niðurfellingu á persónulegum ábyrgðum sem stjórn gamla Kaupþings ákvað í september í fyrra,“ segir hann og telur að verði það niður- staðan að sú ákvörðun standi þá geti komið til skattskylda vegna eftirgjafar þessara tekna sem gæti því orðið fólkinu fjárhagslega þungbær. Málið segir Finnur því að sé erfitt bæði inn á við og út á við fyrir bankann og það geti auðvitað valdið ákveðnu hiki í að taka á því. Við bætist svo að bankinn hafi viljað fá skorið úr um mögulegar skattalegar afleiðingar fyrir bankann vegna ákvörðunarinnar sem tekin verður. Því hafi verið ákveðið að óska eftir bindandi áliti frá Ríkisskattstjóra um þau mál. „Fyrir mig sem stjórnanda þessa fyrirtækis skiptir máli að fá þær upplýsingar og vonandi fæst niðurstaða sem fyrst. Síðan kom líka upp að hluthafi í gamla Kaupþingi vísaði því til sérstaks saksóknara hvort ákvörðun stjórnarinnar um niðurfellingu persónulegu ábyrgðanna stæðist lög. Þar er því óvissa uppi líka og ómögulegt að segja um hve- nær embættið kemst að einhverri niðurstöðu,“ segir Finnur en kveðst um leið meðvitaður um að allur málatilbúnaðurinn líti út eins og bankinn vilji fresta því sem lengst að taka ákvörðun. „En þarna eru ákveðnar skýringar og sjónarmið sem skýra afstöðu bankans.“ ENN ER ÓVISSA UM PERSÓNULEGAR ÁBYRGÐIR VEGNA LÁNA TIL STARFSMANNA Finnur Sveinbjörnsson var banka- stjóri Sparisjóðabankans, sem síðar var breytt í Icebank. Þar var honum óvænt sagt upp störfum milli jóla og nýárs árið 2007. Finnur hafði þá starfað hjá bankanum frá árinu 2002. Í ársbyrjun 2008 hóf Finnur störf fyrir forsætisráðuneytið sem nokkurs konar tengiliður ráðuneytis ins við fjármálaheiminn. Unnið var að samræmingu aðgerða vegna alþjóðlegu lausa- fjárkreppunnar. Stjórnvöld vildu leggjast á árar vegna slæmrar stöðu á mörkuðum, lausafjárskorts og hás skuldatryggingarálag íslenskra banka. 22. október í fyrra var Finnur svo ráðinn bankastjóri Nýja-Kaupþings. STUTT ÁGRIP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.