Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 38
38 5. desember 2009 LAUGARDAGUR A ugu heimsins hafa síðustu vikuna beinst að arabíska smáríkinu Dúbaí við Persaflóa. Það er nákvæmlega eins og Rashid bin Saeed Al Makt- oum, sjeikinn í Dúbaí og fyrrver- andi leiðtogi Sameinuðu arabísku furstadæmanna og einvaldur yfir ríkinu, sá fyrir sér eftir að svarta gullið fannst þar við upphaf sjö- unda áratugar síðustu aldar. Synir hans fjórir unnu að því hörðum höndum að uppfylla drauma föður síns að honum gengnum. Þá komu tengsl furstadæmisins við aðrar konungsfjölskyldur á Arabíuskaga til við að gera draumsýn sjeiksins að veruleika en tengdafaðir dótt- ur hans var emírinn af Katar. Sá mokaði olíuauði yfir í ýmis verk- efni í Dúbaí. Önnur ríki á Arabíu- skaganum hjálpuðu til, svo sem Kúvæt. Hraður uppgangur Á fyrstu valdaárum föðurins í kringum seinni heimsstyrjöld var Dúbaí fremur lítið og hefðbundið eyðimerkurhérað sem hafði tekj- ur af milliríkjaverslun og viðskipt- um. Þegar olían fannst var það eitt fyrsta verk sjeiksins að byggja upp hafnaraðstöðu, flugvelli og önnur samgöngumannvirki. Olían í Dúbaí var hins vegar í mun minni mæli en nágrannarík- in stærðu sig af, ekki nema brot af gullinu sem Sádi-Arabar sátu á. Þrátt fyrir villta drauma í kjöl- far skyndigróða var sjeikinn raun- sær. Honum var ljóst að olían væri ekki endalaus og sárafáir áratugir kynnu að líða þar til síðasti drop- inn yrði uppurinn. Því taldi hann nauðsynlegt að byggja upp nokkr- ar stoðir undir efnahag fursta- dæmisins. Frá sjöunda og fram á níunda áratug síðustu aldar var allt sett á fullt. Með fjármögnun tryggða frá vinum og nánum ættingjum í valdastétt nágrannaríkjanna risu verslunarmiðstöðvar og nokkur af fyrstu frísvæðum Dúbaí litu dags- ins ljós. Þeim átti eftir að fjölga eftir því sem á leið. Þá eru ótaldar hafnirnar. Þeirra stærst er Jebel Ali-höfnin, ein sú stærsta mann- gerða í heimi. Eftir fráfall sjeiksins árið 1990 tók uppbygging furstadæmisins kipp í höndum sona hans. Upp- gangurinn var öðru fremur keyrð- ur áfram af olíutekjum og ódýru lánsfé sem streymdi til Dúbaí. Slík hefur uppbyggingin verið að nú er hlutfall olíutekna aðeins um sex til átta prósent af landsframleiðslu en bygginga- og framkvæmdageirinn í kringum áttatíu prósent. Rithöfundurinn og blaðamað- urinn Jim Krane segir í nýlegri bók sinni um furstaveldið að sjeik Mohammed bin Rashid al-Makt- oum, sem tók við valdasprotan- um af föður sínum, hafi séð fyrir sér að saxa á markaðshlutdeild Grikklands og Spánar og gera furstadæmið að heitasta áfanga- stað Evrópubúa yfir vetrartím- ann. Í kjölfarið tóku manngerðar eyjar að líta dagsins ljós, hæstu skýjakljúfar heims teygðu sig til himins og eyðimerkurlandið tók á sig blæ fjölþjóðlegrar heimsborg- ar þar sem íbúar af Arabíuskaga voru rétt um fimmtungur íbúa. Draumur verður martröð Sólin reis hæst í Dúbaí um svipað leyti og heimsmarkaðsverð á hrá- olíu snerti hæsta verð í sögunni í júlí 2007 en þá stóð olíufatið í 147 Bandaríkjadölum. Þegar tak fjár- málakreppunnar tók að þrengja að efnahagslífi heimshagkerfis- ins lækkaði verðið. Það kom illa við furstaveldið, sem hafði keyrt áfram uppbygginguna á vænt- um framtíðarhagnaði. Svo virð- ist sem hvorki hafi verið gert ráð fyrir lækkun olíuverðsins né að skuldadagar myndu nokkru sinni renna upp. Draumurinn breyttist í martröð til skamms tíma fyrir rúmri viku þegar stjórnendur fyrirtækjasam- stæðunnar Dubai World, hjartað í uppbyggingu furstadæmisins og í eigu furstaveldisins líkt og mörg grunnfyrirtæki Dúbaí, óskaði eftir greiðslufresti á erlendum lánum. Ekki liggur ljóst fyrir hver skulda- byrði fyrirtækisins í erlendri mynt er nákvæmlega en undir fyrir- tækið heyrir fjöldi dótturfélaga. Skuldir Dubai World og tengdra félaga eru taldar nema á bilinu 60 til 100 milljörðum dala, jafnvirði allt að rúmra tólf þúsund milljarða króna. Rætt hefur verið um það í vik- unni að Dúbaí sé „Nýja Ísland“, það er, að það geti ekki staðið við skuldbindingar og muni hugsan- lega lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Sjeik Mohammed bin Rashid al- Maktoum vísaði því hins vegar á bug í samtali við breska viðskipta- blaðið Financial Times í vikunni og sagði umræðu fjölmiðla um fjárhagsstöðu Dubai World bera vott um skilningsleysi. Furst- inn hefur neitað að ríkið gangist í ábyrgð fyrir þau fyrirtæki sem berjast í bökkum enda verði að gera greinar mun á skuldum fyrir- tækja og ríkisins. Skuldir ríkis- ins eru agnar smáar í hlutfalli við skuldir fyrirtækjanna og í heima- myntinni. Þrátt fyrir það lækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s lánshæfismat sex fyrirtækja fursta- dæmisins í ruslbréfaflokk ásamt fjórum bönkum sem þeim tengjast. Alla jafna mun þetta leiða til þess að fyrirtækin munu vart geta fjár- magnað sig á erlendum vettvangi í allra nánustu framtíð. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu titruðu af þessum sökum í vikunni, ekki síst í Bretlandi, en bankar þar hafa verið viljugri en aðrir að veita þangað fjármagn. Það skýrist ekki síst af náinni tengingu land- anna fram á áttunda áratug síð- ustu aldar. Markaðirnir hafa jafnað sig að mestu síðan þá, stjórnendur Dubai World sögðu í vikunni viðræður standa yfir við lánardrottna á um þriðjungi af erlendum skuldum fyrirtækisins. Að hluta er það talið fela í sér að skuldum verður breytt í dirham, sameiginlega mynt Sam- einuðu arabísku furstadæmanna. Einangruð kreppa Stórvesírar í alþjóðlegum fjár- málaheimi telja titringinn á mörk- uðum fyrr í vikunni hafa verið yfirskot. Það megi bæði réttlæta með því að lítið þurfi til að hreyfa við taugastrekktum mönnum eftir efnahagskreppuna. Hollenski hagfræðingurinn og Íslandsvinurinn Willem Buiter bendir á það í pistli sínum á vef breska dagblaðsins Financial Times í vikunni að titringsins hafi ekki síst gætt á helstu mörk- uðum af þeirri einföldu ástæðu að vandræðin hafi komið upp á yfir- borðið á sama tíma og tvær hátíðir sköruðust; múslimar fögnuðu Eid al-Fitr-hátíðinni sem markar lok föstunnar á sama tíma og Banda- ríkjamenn héldu þakkargjörð- arhátíð. Hlutabréfamarkaðir og fjármálafyrirtæki voru lokuð í báðum heimsálfum í nokkra daga og fengu menn takmarkaðar upp- lýsingar yfir matseldinni. Það eitt hafi valdið titringi þegar markað- irnir opnuðu á nýjan leik að hátíða- höldum loknum. Ósennilegt sé að áhrifa af fjár- hagsvandræðum fyrirtækja í Dúbaí muni smita frekar út frá sér á aðra markaði, hvað þá að áhrifa muni gæta hér. Sól skín enn í eyðimerkurparadís Hlutabréfamarkaðir hafa titrað beggja vegna Atlantsála vegna fjármála- vandræða í olíuríkinu Dúbaí. Gríðarleg uppbygging hefur staðið yfir í furstadæminu í kringum þrjátíu ár. Þegar verð á olíu tók að lækka, fast- eignaverð að hrapa og lánsfé þurrkaðist upp þrengdi að fyrstadæminu og var það talið ramba á barmi þjóðargjaldþrots. Flestir telja þó að skotið hafi verið yfir markið. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson kynnti sér ástandið. Bandaríska stórblaðið New York Times segir ráðamenn í Dúbaí ekki hafa greint sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum satt og rétt frá stöðu lands- mála um nokkurra mánaða skeið um slæma fjárhagsstöðu fyrirtækjasam- stæðunnar Dubai World og kenndra fyrirtækja í eigu ríkisins sem á stundum eru nefnd Dubai Inc. Þetta kunni að vera ástæða þess að furstinn hefur upp á síðkastið brugð- ist einkennilega við váfréttum og vísað þeim á bug þegar hann hefur verið inntur eftir viðbrögðum við þeim, jafnvel hugsanlegu greiðsluþroti landsins. Þó er fjarri því að furstinn loki augunum fyrir ástandinu en í síðustu viku sparkaði hann þremur af fjórum nánustu stjórnarmönnum í eignarhalds- félagi sem fer með yfirstjórn helstu fyrirtækjasamstæðna landsins. Í þeirra stað hafa nú sest nánir ættingjar furstans og eru þá allar stjórnir ríkisfyrir- tækjanna skipaðar vandamönnum, að sögn dagblaðsins. Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér en staða fyrirtækjasamstæðu landsins sem staðið hefur fyrir uppbyggingunni er slík að ómögulegt er að ráða hvað gerist. Fjöldi fasteignaþróunarverkefna hefur verið sett í salt og óvíst er um mörg þeirra. VAR FURSTINN BLEKKTUR? BLÖÐIN SKOÐUÐ Í KAUPHÖLLINNI Fjárfestar í Kúvæt voru uggandi yfir fjármálavandræðum vina sinna í Dúbaí í vikunni. Fjármálaspekúlantar eru sammála um að vinaþjóðirnar í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum muni standa saman og styðja hver aðra þegar kreppi að. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEIMSINS STÆRSTA BYGGING Dúbaí-turninn, eða Burj Dubai, er hæsta bygging heimsins. Turninn er dæmigerður fyrir þá ævintýralegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Dubai. Honum er ekki lokið að fullu en stefnt er að því að fyrstu íbúarnir geti flutt í hann snemma á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FURSTINN HYLLTUR Íbúar Dúbaí sýna stuðning sinn við sjeik Mohammed bin Rashid Al Maktoum og ættingja hans á þriðjudag í skugga fjármálavandræða fyrirtækjasamsteypu landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FURSTINN EINRÁÐI Myndir af sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum má sjá víða um Dúbaí. Frá mánaðamótum hafa ættingjar hans tögl og hagldir í öllum ríkisfyrirtækjum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.