Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 38
38 5. desember 2009 LAUGARDAGUR
A
ugu heimsins hafa
síðustu vikuna
beinst að arabíska
smáríkinu Dúbaí
við Persaflóa. Það
er nákvæmlega
eins og Rashid bin Saeed Al Makt-
oum, sjeikinn í Dúbaí og fyrrver-
andi leiðtogi Sameinuðu arabísku
furstadæmanna og einvaldur yfir
ríkinu, sá fyrir sér eftir að svarta
gullið fannst þar við upphaf sjö-
unda áratugar síðustu aldar. Synir
hans fjórir unnu að því hörðum
höndum að uppfylla drauma föður
síns að honum gengnum. Þá komu
tengsl furstadæmisins við aðrar
konungsfjölskyldur á Arabíuskaga
til við að gera draumsýn sjeiksins
að veruleika en tengdafaðir dótt-
ur hans var emírinn af Katar. Sá
mokaði olíuauði yfir í ýmis verk-
efni í Dúbaí. Önnur ríki á Arabíu-
skaganum hjálpuðu til, svo sem
Kúvæt.
Hraður uppgangur
Á fyrstu valdaárum föðurins í
kringum seinni heimsstyrjöld var
Dúbaí fremur lítið og hefðbundið
eyðimerkurhérað sem hafði tekj-
ur af milliríkjaverslun og viðskipt-
um. Þegar olían fannst var það eitt
fyrsta verk sjeiksins að byggja upp
hafnaraðstöðu, flugvelli og önnur
samgöngumannvirki.
Olían í Dúbaí var hins vegar í
mun minni mæli en nágrannarík-
in stærðu sig af, ekki nema brot
af gullinu sem Sádi-Arabar sátu
á. Þrátt fyrir villta drauma í kjöl-
far skyndigróða var sjeikinn raun-
sær. Honum var ljóst að olían væri
ekki endalaus og sárafáir áratugir
kynnu að líða þar til síðasti drop-
inn yrði uppurinn. Því taldi hann
nauðsynlegt að byggja upp nokkr-
ar stoðir undir efnahag fursta-
dæmisins.
Frá sjöunda og fram á níunda
áratug síðustu aldar var allt sett
á fullt. Með fjármögnun tryggða
frá vinum og nánum ættingjum í
valdastétt nágrannaríkjanna risu
verslunarmiðstöðvar og nokkur af
fyrstu frísvæðum Dúbaí litu dags-
ins ljós. Þeim átti eftir að fjölga
eftir því sem á leið. Þá eru ótaldar
hafnirnar. Þeirra stærst er Jebel
Ali-höfnin, ein sú stærsta mann-
gerða í heimi.
Eftir fráfall sjeiksins árið 1990
tók uppbygging furstadæmisins
kipp í höndum sona hans. Upp-
gangurinn var öðru fremur keyrð-
ur áfram af olíutekjum og ódýru
lánsfé sem streymdi til Dúbaí. Slík
hefur uppbyggingin verið að nú er
hlutfall olíutekna aðeins um sex til
átta prósent af landsframleiðslu en
bygginga- og framkvæmdageirinn
í kringum áttatíu prósent.
Rithöfundurinn og blaðamað-
urinn Jim Krane segir í nýlegri
bók sinni um furstaveldið að sjeik
Mohammed bin Rashid al-Makt-
oum, sem tók við valdasprotan-
um af föður sínum, hafi séð fyrir
sér að saxa á markaðshlutdeild
Grikklands og Spánar og gera
furstadæmið að heitasta áfanga-
stað Evrópubúa yfir vetrartím-
ann. Í kjölfarið tóku manngerðar
eyjar að líta dagsins ljós, hæstu
skýjakljúfar heims teygðu sig til
himins og eyðimerkurlandið tók á
sig blæ fjölþjóðlegrar heimsborg-
ar þar sem íbúar af Arabíuskaga
voru rétt um fimmtungur íbúa.
Draumur verður martröð
Sólin reis hæst í Dúbaí um svipað
leyti og heimsmarkaðsverð á hrá-
olíu snerti hæsta verð í sögunni í
júlí 2007 en þá stóð olíufatið í 147
Bandaríkjadölum. Þegar tak fjár-
málakreppunnar tók að þrengja
að efnahagslífi heimshagkerfis-
ins lækkaði verðið. Það kom illa
við furstaveldið, sem hafði keyrt
áfram uppbygginguna á vænt-
um framtíðarhagnaði. Svo virð-
ist sem hvorki hafi verið gert ráð
fyrir lækkun olíuverðsins né að
skuldadagar myndu nokkru sinni
renna upp.
Draumurinn breyttist í martröð
til skamms tíma fyrir rúmri viku
þegar stjórnendur fyrirtækjasam-
stæðunnar Dubai World, hjartað í
uppbyggingu furstadæmisins og í
eigu furstaveldisins líkt og mörg
grunnfyrirtæki Dúbaí, óskaði eftir
greiðslufresti á erlendum lánum.
Ekki liggur ljóst fyrir hver skulda-
byrði fyrirtækisins í erlendri mynt
er nákvæmlega en undir fyrir-
tækið heyrir fjöldi dótturfélaga.
Skuldir Dubai World og tengdra
félaga eru taldar nema á bilinu 60
til 100 milljörðum dala, jafnvirði
allt að rúmra tólf þúsund milljarða
króna.
Rætt hefur verið um það í vik-
unni að Dúbaí sé „Nýja Ísland“,
það er, að það geti ekki staðið við
skuldbindingar og muni hugsan-
lega lýsa yfir þjóðargjaldþroti.
Sjeik Mohammed bin Rashid al-
Maktoum vísaði því hins vegar á
bug í samtali við breska viðskipta-
blaðið Financial Times í vikunni
og sagði umræðu fjölmiðla um
fjárhagsstöðu Dubai World bera
vott um skilningsleysi. Furst-
inn hefur neitað að ríkið gangist
í ábyrgð fyrir þau fyrirtæki sem
berjast í bökkum enda verði að
gera greinar mun á skuldum fyrir-
tækja og ríkisins. Skuldir ríkis-
ins eru agnar smáar í hlutfalli við
skuldir fyrirtækjanna og í heima-
myntinni.
Þrátt fyrir það lækkaði alþjóðlega
matsfyrirtækið Standard & Poor’s
lánshæfismat sex fyrirtækja fursta-
dæmisins í ruslbréfaflokk ásamt
fjórum bönkum sem þeim tengjast.
Alla jafna mun þetta leiða til þess
að fyrirtækin munu vart geta fjár-
magnað sig á erlendum vettvangi í
allra nánustu framtíð.
Hlutabréfamarkaðir í Evrópu
titruðu af þessum sökum í vikunni,
ekki síst í Bretlandi, en bankar
þar hafa verið viljugri en aðrir að
veita þangað fjármagn. Það skýrist
ekki síst af náinni tengingu land-
anna fram á áttunda áratug síð-
ustu aldar.
Markaðirnir hafa jafnað sig að
mestu síðan þá, stjórnendur Dubai
World sögðu í vikunni viðræður
standa yfir við lánardrottna á um
þriðjungi af erlendum skuldum
fyrirtækisins. Að hluta er það talið
fela í sér að skuldum verður breytt
í dirham, sameiginlega mynt Sam-
einuðu arabísku furstadæmanna.
Einangruð kreppa
Stórvesírar í alþjóðlegum fjár-
málaheimi telja titringinn á mörk-
uðum fyrr í vikunni hafa verið
yfirskot. Það megi bæði réttlæta
með því að lítið þurfi til að hreyfa
við taugastrekktum mönnum eftir
efnahagskreppuna.
Hollenski hagfræðingurinn og
Íslandsvinurinn Willem Buiter
bendir á það í pistli sínum á vef
breska dagblaðsins Financial
Times í vikunni að titringsins
hafi ekki síst gætt á helstu mörk-
uðum af þeirri einföldu ástæðu að
vandræðin hafi komið upp á yfir-
borðið á sama tíma og tvær hátíðir
sköruðust; múslimar fögnuðu Eid
al-Fitr-hátíðinni sem markar lok
föstunnar á sama tíma og Banda-
ríkjamenn héldu þakkargjörð-
arhátíð. Hlutabréfamarkaðir og
fjármálafyrirtæki voru lokuð í
báðum heimsálfum í nokkra daga
og fengu menn takmarkaðar upp-
lýsingar yfir matseldinni. Það eitt
hafi valdið titringi þegar markað-
irnir opnuðu á nýjan leik að hátíða-
höldum loknum.
Ósennilegt sé að áhrifa af fjár-
hagsvandræðum fyrirtækja í
Dúbaí muni smita frekar út frá sér
á aðra markaði, hvað þá að áhrifa
muni gæta hér.
Sól skín enn í
eyðimerkurparadís
Hlutabréfamarkaðir hafa titrað beggja vegna Atlantsála vegna fjármála-
vandræða í olíuríkinu Dúbaí. Gríðarleg uppbygging hefur staðið yfir í
furstadæminu í kringum þrjátíu ár. Þegar verð á olíu tók að lækka, fast-
eignaverð að hrapa og lánsfé þurrkaðist upp þrengdi að fyrstadæminu og
var það talið ramba á barmi þjóðargjaldþrots. Flestir telja þó að skotið hafi
verið yfir markið. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson kynnti sér ástandið.
Bandaríska stórblaðið New York Times segir ráðamenn í Dúbaí ekki hafa
greint sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum satt og rétt frá stöðu lands-
mála um nokkurra mánaða skeið um slæma fjárhagsstöðu fyrirtækjasam-
stæðunnar Dubai World og kenndra fyrirtækja í eigu ríkisins sem á stundum
eru nefnd Dubai Inc.
Þetta kunni að vera ástæða þess að furstinn hefur upp á síðkastið brugð-
ist einkennilega við váfréttum og vísað þeim á bug þegar hann hefur verið
inntur eftir viðbrögðum við þeim, jafnvel hugsanlegu greiðsluþroti landsins.
Þó er fjarri því að furstinn loki augunum fyrir ástandinu en í síðustu viku
sparkaði hann þremur af fjórum nánustu stjórnarmönnum í eignarhalds-
félagi sem fer með yfirstjórn helstu fyrirtækjasamstæðna landsins. Í þeirra
stað hafa nú sest nánir ættingjar furstans og eru þá allar stjórnir ríkisfyrir-
tækjanna skipaðar vandamönnum, að sögn dagblaðsins.
Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér en staða fyrirtækjasamstæðu
landsins sem staðið hefur fyrir uppbyggingunni er slík að ómögulegt er að
ráða hvað gerist. Fjöldi fasteignaþróunarverkefna hefur verið sett í salt og
óvíst er um mörg þeirra.
VAR FURSTINN BLEKKTUR?
BLÖÐIN SKOÐUÐ Í KAUPHÖLLINNI Fjárfestar í Kúvæt voru uggandi yfir fjármálavandræðum vina sinna í
Dúbaí í vikunni. Fjármálaspekúlantar eru sammála um að vinaþjóðirnar í Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum muni standa saman og styðja hver aðra þegar kreppi að. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HEIMSINS STÆRSTA BYGGING Dúbaí-turninn, eða Burj Dubai, er hæsta bygging
heimsins. Turninn er dæmigerður fyrir þá ævintýralegu uppbyggingu sem hefur átt
sér stað í Dubai. Honum er ekki lokið að fullu en stefnt er að því að fyrstu íbúarnir
geti flutt í hann snemma á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FURSTINN HYLLTUR Íbúar Dúbaí sýna stuðning sinn við sjeik Mohammed bin Rashid Al Maktoum og
ættingja hans á þriðjudag í skugga fjármálavandræða fyrirtækjasamsteypu landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FURSTINN EINRÁÐI Myndir af sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum má sjá
víða um Dúbaí. Frá mánaðamótum hafa ættingjar hans tögl og hagldir í öllum
ríkisfyrirtækjum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP