Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 40

Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 40
40 5. desember 2009 LAUGARDAGUR Þ etta kom ánægju- lega á óvart,“ segir Guðmundur, sólar- hring eftir að til- kynnt var að hann hefði verið tilnefnd- ur til íslensku bókmenntaverð- launanna. „Það var að vísu lítil geðshræring, ég lét mömmu það alveg eftir. Ég er fyrst og fremst ánægður fyrir hönd útgefand- ans.“ Bankster er þriðja bók Guð- mundar, sem er liðlega þrítugur og hefur verið skrifstofumaður hjá Landsbanka Íslands um nokk- urra ára skeið. Fyrir tveimur árum kom út örsagnasafnið Vax- andi nánd og í fyrra skáldsagan Hola í lífi fyrrverandi golfara. Þótt Guðmundur hafi verið í fullu starfi í Landsbankanum í nokkur ár lítur hann á ritstörfin sem sitt aðalstarf. Hann ákvað að verða rithöfundur árið 2003 en fjögur ár liðu þar til hans fyrsta bók kom út. „Maður þarf alltaf að stíga yfir ákveðinn þröskuld áður en maður byrjar af fullum krafti. Undanfarin þrjú ár hef ég stillt því þannig upp að skriftirnar eru númer eitt. Ég vinn í bankanum á daginn til að eiga fyrir íbúðarlán- inu en skriftirnar verða að vera í forgangi. Öðruvísi er ekki hægt að taka þetta alvarlega, þá verður þetta bara föndur. Og ég er ekki mikið fyrir föndur, nema kannski núna rétt fyrir jólin.“ Agi er frumforsenda Þetta vinnufyrirkomulag útheimt- ir talsverðan aga. „Það er frum- forsendan. Ég skrifaði Bankster til dæmis á einu ári. Frá nóvem- ber fram í apríl gengu dagarnir þannig fyrir sig að ég kom heim úr vinnu og sat við skriftir til eitt eða tvö á nóttunni og lagði upp drögin að bókinni. Síðan þurfti ég að liggja yfir textanum. Maður verður að vera reiðubúinn að leggja á sig vinnu. Hæfileik- ar verða aldrei meira en ónýtt- ir möguleikar ef maður er ekki reiðubúinn að leggja sig fram.“ Guðmundur segist muna vel hvenær hann ákvað að leggja skriftirnar fyrir sig. „Það var nóttin sem ég kláraði að lesa Bréfbátarigninguna eftir Gyrði Elíasson. Ég hafði áður tekið mitt Þórbergs-tímabil og stutt Laxness-tímabil, en það var hjá Gyrði sem ég sá hvernig er hægt að skapa visst andrúmsloft með því að raða orðum smekklega saman. Þetta var nokkuð sem ég vildi gera líka. Gyrðir er tví- mælalaust einn af mínum mestu áhrifavöldum. En það er líka partur af þessum þröskuldi sem maður verður að komast yfir, sem ég minntist á áðan – að leyfa sér að meðtaka áhrifin en um leið láta þau ekki gegnsýra sig heldur að finna sína eigin rödd.“ Svo vill til að Gyrðir er líka til- nefndur til íslensku bókmennta- verðlaunanna í ár. „Já, og ég saknaði hans þegar tilnefning- arnar voru tilkynntar, það hefði verið gaman að standa við hlið- ina á honum – en ég gerði mér útgefanda hans að góðu í stað- inn.“ Hann er lítið farinn að velta því fyrir sér líkunum á að hreppa hnossið. „Ég kem ekki sérstaklega grimmur inn í fimm manna úrslitin, ég er að minnsta kosti ekki búinn að skrifa neina ræðu. Ég er ennþá svo þakk- látur. Maður verður að vera það í garð þeirra sem gleðja móður manns.“ Saga hins venjulega bankamanns Í Bankster sækir Guðmundur í eigin reynsluheim úr bankanum. Bókin fjallar um Markús, starfs- mann í ónefndum banka, sem missir vinnuna þegar bankarnir hrynja. Unnusta hans er í sömu sporum. Til að drepa tímann í atvinnuleysinu ákveður Markús að halda dagbók og er bókin sögð í gegnum hana. Guðmund- ur segist hafa viljað skrifa um hlutskipti hins venjulega banka- manns. „Mér fannst það áberandi til- hneiging þegar ósköpin gengu yfir að draga upp eina mynd af bankamönnum, ákveðna staðal- mynd, sem passaði ekkert sér- staklega vel við mína upplifun. Það hefði alveg verið hægt að skrifa bók um gosana; þeir eru vissulega til. En fólkið sem sem ég vann með var að mestum hluta venjulegt fólk, sem brást jafn illa við hruninu og aðrir. Mig lang- aði að draga það fram í aðalpers- ónunni. Ég hjó líka sérstaklega eftir hvað fólk brást misjafn- lega við. Sumir voru fljótir að ná sér, söðluðu um og fundu sér annað að gera; aðrir bara meik- uðu þetta ekki. Þessi bók varð til sem eins konar viðbragð við því. Fyrir marga hrundi heimsmynd- in með bönkunum og mig langaði að draga það fram í gegnum sögu einstaklings. Vinnutitill bókar- innar var Framtíðarmissir og ég gætti mín á að missa ekki sjón- ar á því.“ Spurður hvort það sé mikið af honum sjálfum í persónu Mark- úsar, kveðst Guðmundur ekki geta neitað því. „Ég var að vísu ekki í sambandi þegar ég skrifaði bókina og er ekki utan af landi, heldur úr Grafarvoginum. Við Markús eigum það kannski sam- eiginlegt að við hefðum ef til vill getað endað allt annars staðar en að vinna í banka. Það er stundum talað um að bankarnir hafi „rænt“ heilli kynslóð. Ætli Markús sé ekki í þeim hópi; hann er rit- hneigður og daðraði við að fara í íslensku, en valdi þessa leið út af starfsmöguleikunum og vegna þess að svo margir aðrir fóru hana. Viðbrögð hans við hruninu eru að byrja að skrifa; þar með er hann ef til vill kominn á braut sem hann átti alltaf að vera á.“ Gjörbreytt stemning Bókin er skrifuð svo til á raun- tíma. Guðmundur hóf skriftir strax í nóvember í fyrra, þegar Hola í lífi fyrrverandi golfara var enn í prentsmiðju. „Allar veðurlýsingar og þvíumlíkt eru til dæmis réttar. Ég sótti mér líka mikinn efnivið í bankann, reyndi að fanga andrúmsloftið eins og það var og birtist meðal annars í tungutakinu – á fundum var reiðufé til dæmis alltaf kall- að „kassmó“.“ Guðmundur segir merkilegt hversu mikið áhyggjuleysi hafi verið í bönkunum í aðdraganda hrunsins. „Það er erfitt að botna í því, þetta var næstum eins og stefnulaus skutla á fullri ferð út í geim. Það hefur orðið mikil breyt- ing á andrúmsloftinu hvað þetta varðar; það er erfitt að festa fing- ur nákvæmlega á það en stemn- ingin er breytt. Menn eru alveg hættir að reyna að stytta sér leið, eins og bar stundum á.“ Hann segist þó ekki hafa lagt upp með það að gagnrýna banka- kerfið sérstaklega né taka hansk- ann upp fyrir það. „Ég vildi fara einhvern milliveg og gefa ein- staklingunum svigrúm. Það er búið að skrifa gagnrýnar bækur um bankana og það verða skrif- aðar fleiri. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að láta frásögnina byggjast á sambandi tveggja ein- staklinga sem eru í sömu spor- um, en bregðast ólíkt við. Úr því verður togstreita sem speglar samfélagið að vissu leyti, eða verður að minnsta kosti loftvog á það hvernig spennan eykst.“ Svigrúm fyrir lesandann Guðmundur segir að vilji einhver túlka bókina sem einhvers konar varnarrit, sé sjálfsagt auðvelt að gera það. „Ég hef að vísu ekki fengið þau viðbrögð, ekki enn að minnsta kosti. Sumum finnst að afstaða höfundar eigi að birtast eins og lesandinn sitji í kirkju eða á fundi þar sem höfundurinn heldur þrumandi ræðu. Ég á ekki gott með að setja mig í slíkar stellingar; ég vil að það sé svigrúm fyrir lesandann til að skilja og upplifa og taka afstöðu eftir því. Það eru vissu- lega menn sem verðskulda gagn- rýni fyrir sinn hlut í aðdraganda hrunsins. Þessi bók er hins vegar ekki um það. Ég vona að minnsta kosti að þegar við lítum um öxl verði aðdragandi hrunsins hinn raunverulegi dökki blettur, en ekki viðbrögðin við því – að þau skyggi ekki á allt sem á undan er gengið.“ Er ekki mikið fyrir föndur Í Guðmundi Óskarssyni búa tveir menn. Annar er skrifstofumaður í Landsbankanum, hinn er rithöfundur. Bók rithöfundarins um atvinnulausan bankamann er tilnefnd til Bókmenntaverðlaunanna. Bergsteinn Sigurðsson spjallaði við Guðmundana tvo. ÚR REYNSLUBANKANUM „Mér fannst það áberandi tilhneiging þegar ósköpin gengu yfir að draga upp eina mynd af bankamönnum, ákveðna staðalmynd, sem passaði ekkert sérstaklega vel við mína upplifun.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég kem ekki sérstaklega grimmur inn í fimm manna úrslitin, ég er að minnsta kosti ekki búinn að skrifa neina ræðu. Ég er ennþá svo þakklátur. Maður verður að vera það í garð þeirra sem gleðja móður manns. „En hafiði heyrt það nýjasta strákar, ha? Ég heyrði það í vikunni og það er helvíti gott, gott og satt. Þið kannist náttúrulega við orðið gangster, ha, þetta gamla og góða? En hafiði heyrt um bankster? Nei? Jæja, en það þýðir auðvitað það nákvæmlega sama. Helvíti gott! En þessi yfir- gengilega vitleysa öll strákar og ...“ Ég stóð upp eins rólega og ég gat til að velta ekki borðinu og trufla ekki sessunaut minn á meðan hann saup á kaffinu sínu. Það hafðist, en reiðin var farin af stað og þess tvö stuttu skref sem voru í manninn komu ekki í veg fyrir að hún gysi, nægðu ekki til að ég gæti hugsað mig um. Hendur hans hvíldu á borðinu og fingurnir mynduðu enn tvær guttaskambyssur sín hvorum megin við kaffibollann þegar ég stóð yfir honum án þess að hafa hugmynd um hvað ég ætlaði að gera. BANKSTER
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.