Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 42

Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 42
42 5. desember 2009 LAUGARDAGUR Steinar Bragi Guðmundsson rithöfundur kveðst ekki vera mikið jólabarn í sér en segist þó helst muna eftir Jólasögum úr samtímanum eftir Guðberg Bergsson, sem sé skemmtileg aflestrar. „Önnur skemmtileg er The Santaland Diaries eftir David Sedaris, þar sem hann útlistar reynslu sína af að vinna sem álfur jólasveins í Macy‘s- stórversluninni. Til að fá starfið útfyllti hann eyðublöð upp á tugi blaðsíðna, fór í persónuleikapróf og röð viðtala og skilaði þvagsýni, en var svo ráðinn – ásamt dverg – af því að hann var lágvaxinn.“ Þá minnist Steinar Bragi þess að rithöfundur- inn Paul Auster hafi eitt sinn spreytt sig á jólasögu- forminu með smásögunni Auggie Wren‘s Christmas. „Auster reynir að sneiða hjá tilfinningasemi og prédikun í sögunni og tekst það, en hún líður óhjá- kvæmilega fyrir að gerast um jól,“ segir hann og bætir við að svo megi auðvitað ekki gleyma Nýja testamentinu. Jólaboðskapur í sinni allra bestu og skemmtilegustu mynd Tragískar, skemmtilegar og hlaðnar siðferðislegum boðskap. Allt eru þetta einkenni þeirra bóka sem nefndar voru til sögunnar þegar Roald V. Eyvindsson bað fjóra valinkunna áhugamenn um bókmenntir og listir að nefna uppáhaldsjólasöguna sína. MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON Sögur Charles Dickens og H.C. Andersen eru í eftirlæti hjá Magnúsi Geir Þórðarsyni, sem er í miklu jólaskapi um þessar mundir þar sem leikritið Jesú litli hefur verið sett upp í Borgarleikhúsinu. „Í stykkinu kryfja trúðarnir Barbara og Úlfar jólaguðspjallið, Stefanía Kristjáns- dóttir syngur og Benedikt Erlingsson leikstýrir.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KATRÍN JAKOBSDÓTTIR MENNTAMÁLA- RÁÐHERRA Hrífst af Jólum í Ólátagarði. Hún segir söguna búa yfir ákveðnum göldrum sem komi börnum á öllum aldri í jólaskap. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓL Í ÓLÁTAGARÐI Er búin fallegum myndskreytingum. THE SANTALAND DIARIES Skemmtileg aflestrar. JACK SKELETON Konungur Hrekkjavökulands lendir í tilvistarkreppu og ákveður að hressa sig við með því að sölsa undir sig hlutverk jóla- sveinsins. „Sögur rithöfundanna H.C. Andersen og Charles Dickens koma fyrst upp í hugann, þær eru eitthvað svo sárar og tragískar,“ segir Magnús Geir Þórðar- son, leikhússtjóri Borgarleikhússins, beðinn um að minnast þeirra jólasagna sem eru í mestu uppáhaldi. „Sögurnar sitja enn í mér síðan í barna- skóla, því þær fá mann til að hugsa um þá sem minna mega sín,“ segir hann og bætir við að í þeim séu líka ýmsar áhugaverðar persónur. „Til dæmis Skröggur úr Jóla- sögu og þá vegna þeirrar innri togstreitu sem hann á í. Lengst framan af er tvísýnt hvort hafi betur, hið góða eða illa, en í sögu- lok bendir þó flest til að hið góð sigri.“ Sögur Astrid Lindgren eru Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra hug- leiknar, einkum og sér í lagi bókin Jól í Ólátagarði. „Bókin er með litlum texta en mikið af fallegum mynd- um, sem koma mér í rosa- legt jólastuð,“ útskýrir Katrín og segist hafa endur- nýjað kynni sín við bókina þegar hún keypti eintak í Svíþjóð og ætlar að gefa það sonum sínum í jólagjöf. „Allt snýst um undirbún- inginn í sögunni, hefðirnar sem hreyfa við manni og vekja tilhlökkun,“ segir hún og bætir við að jólasagan þar sem Emil í Kattholti býður fátækrahæli í mat sé sömuleiðis frábær. „Það er stórkostleg saga og auðvitað jólaboðskapur í sinni bestu og skemmtilegustu mynd.“ SKRÖGGUR Í JÓLA- SÖGU CHARLES DICKENS Á í innri togstreitu. N O R D IC PH O TO S/G ETTY MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON KATRÍN JAKOBSDÓTTIR ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR Úlfhildur Dagsdóttir segir brúðumyndina A Nightmare Before Christmas hafa að geyma sína uppáhalds jólasögu. „Þar er á ferð samsláttur hrekkjavöku og jóla, þar sem konungur Hrekkjavökulands sölsar undir sig hlutverk jólasveinsins til að ná sér upp úr tilvistarkreppu en verð- ur loks sáttur við sitt upphaflega hlutskipti.“ Hún bætir við að vegna yfirnáttúrulegra skírskotana höfði sagan vel til Íslendinga. „Fyrir okkur eru jólin svolítið eins og hrekkjavaka í Bandaríkjunum. Á jóla- og nýársnótt á Íslandi verður einhver að gæta bús meðan aðrir fara í messu og dýrin öðlast málgetu rétt eins og yfirnáttúru- legar verur fara á kreik á hrekkjavöku. Svo á boðskapur- inn vel við í dag, þar sem Íslendingum er vonandi eins og Hrekkjavökukónginum orðið ljóst að þeir fara ekki fyrir heimsveldi.“ ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR BÓK- MENNTAFRÆÐINGUR Heldur upp á A Nightmare Before Christmas. NÝJA TESTAMENTIÐ FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R STEINAR BRAGI RIT- HÖFUNDUR Segist ekki vera mikið gefinn fyrir jóla- sögur og álítur þær hálfgerðar hunangs- gildrur fyrir börn. STEINAR BRAGI GUÐMUNDSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.