Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 65

Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 65
LAUGARDAGUR 5. desember 2009 3 Gömlu hrekkjóttu jólasveinarnir heimsækja Árbæjarsafn á morg- un en auk þess verður margt skemmtilegt í boði á jólasýningu Árbæjarsafns. Nú er tækifæri til þess að sýna börnunum hvernig jólaundirbún- ingurinn og jólin voru í gamla daga en hin árlega jólasýning Árbæjarsafns hefst nú á sunnudag- inn. „Á jólasýningunni gefst fólki færi á að rölta á milli húsanna á safninu og fylgjast með undir- búningi jólanna eins og hann var í gamla daga,“ segir Guðbrand- ur Benediktsson, sagnfræðingur á Árbæjarsafni. „Margt mun án efa rifja upp góðar minningar hjá eldri kynslóðinni og vekja athygli þeirra yngri eins og matargerð og matarhefðir. Þá verður handverks- fólk við vinnu, svo sem við útskurð á jólaskrauti, kertasteypu og gerð jólakorta. Loks má nefna sérsýn- inguna „Af grænni grein“ þar sem sjá má jólaskraut frá um 1950,“ segir Guðbrandur. En gestir fá ekki bara að horfa, þeir geta líka tekið þátt. „Gest- um jólasýningarinnar gefst kost- ur á að föndra en umsjón með því hefur Krambúðin sem verður að sjálfssögðu opin og í Dillonshúsi verða til sölu ljúffengar veiting- ar og meðlæti.Í gömlu torfkirkj- unni verður guðsþjónusta klukk- an 14 og jólatrésskemmtun verður síðan á torginu klukkan 15, þar sem gengið verður í kringum jóla- tréð, dansað og sungin jólalög. Þá eru ónefndir gestirnir sem börnin hlakka mörg hver mest til að hitta en það eru gömlu jólasveinarnir. Þeir eru pínulítið hrekkjóttir en samt góðir.“ Jólasýningar Árbæjarsafns verða sunnudagana 6., 13. og 20. desember. - uhj Jólin í Árbæjarsafni Kertagerð er eitt af því sem sýnt er á jólasýningu Árbæjarsafnsins en einnig er þar matargerð og föndur ásamt jólaskemmtun og guðþjónustu. MYND/ÚR EINKASAFNI Með tilkomu stafrænna myndavéla varð nokk- uð tilgangslaust að framkalla myndir dýrum dómum eins og í gamla daga fyrst hægt var að skoða þær í tölvu. Óneitan- lega er tölvuskjár ekki jafn rómantískur og útprentuð mynd og myndamappan á harða disknum ekki jafn áþreifanleg og sú gamla uppi í hillu. Ljósmynda- og prent- fyrirtæki hafa þó fundið tóm í þessum bransa sem þurfti greinilega að fylla því margt annað stendur nú til boða en hefð- bundin framköllun. Vert er að minnast á möguleikana. Maður getur búið til sína eigin ljós- myndabók. Fyrirtæki eins og Oddi, Hans-Petersen, Samskipti og fleiri bjóða upp á slíka þjónustu á heimasíð- um sínum. Uppsetning ljósmyndabókar er á flestra færi sem hafa einhvern tíma kom- ist í kast við tölvu. Í raun er þetta eins og að raða myndum í gamaldags ljósmyndamöppu nema allt fer þetta fram í rafreikninum. Svo er bókin prentuð út og verður hún ekkert síðri að gæðum en gengur og gerist með ljósmynda- bækur almennt. Á sama hátt getur maður hannað sitt eigið tækifæriskort til að senda ástvinum. Á sér- sniðið dagatal má velja eina mynd fyrir hvern mánuð ársins og hengja upp á vegg. Og sé ein- hver orðinn leiður á veggspjöldum af rokk- stjörnum er hægt að búa til sitt eigið og gera rokkstjörnu úr mömmu sinni. Virkilega veg- legt væri líka að prenta afa sinn á striga og hengja ættföðurinn upp á vegg um ókomin ár. Eru nú upptaldir vænlegustu kostirnir en það má halda áfram að telja upp fyndna hluti sem hægt er að prenta á eins og spila- stokka, segulmottur, músamottur, púsl og bolla. Ljósmyndatómið sem fylltist sýnir glögglega að tæknin leysir ekki aðeins af hólmi gamlar hefðir heldur skapar um leið nýjar. niels@frettabladid.is Myndaalbúm eru yfirleitt vegleg og með harðspjöldum. Ljósmyndir öðlast nýtt líf utan tölvunnar Margt er hægt að gera við stafrænar ljósmyndir svo hægt sé að þreifa á þeim og horfa. Útprentun er ekki dauð úr öllum æðum þótt tölvuskjáir séu nú vinsælustu myndamöppur samtímans. Persónuleg dagatöl eru skemmtilegar jólagjafir. Ljósmynda- bók er nýlegur kostur sem vert er að kynna sér. Þeir sem skrá sig á síðuna facebook.com/Drangey.Napoli og verða í tengslaneti okkar geta dottið í lukkupottinn. Heppinn vinur gæti hreppt gjafabréf fyrir kr. 40.000. Dregið verður laugardagskvöld 5. des. Opið til kl. 10 í kvöld Jól í Napoli Fallegir skór og töskur frá Ítölsk gæði Smáralind - 557 1414
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.