Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 94

Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 94
62 5. desember 2009 LAUGARDAGUR FRAMHALD AF SÍÐU 60 VERSTA BÓKARKÁPAN: Alltaf sama sagan eftir Þórarin Eldjárn ● „Það er hvergi griðastaður fyrir augun. Ofan á óreiðu- kennda naglahrúgu er settur hlemmur í þúsund litum og ofan á hann eru svo lagðir brenglaðir og öfugir stafir. Smörrebröð Satans.“ ● „Einstaklega vond bókakápa, naglar eru ekki sexí! En ef hún er klædd úr birtist undurfögur og rómantískt útlítandi flauelsbók.“ ● „Einstaklega ljótt!“ ● „Forljótt kraðak. Þessa tætir maður strax af áður en maður nýtur snilldarinnar innan í.“ Verstu bókakápurnar 2. SÆTI Sólstjakar eftir Viktor Arnar Ingólfsson ● „Lítur út eins og prentprufa. Það er eiginlega ekki fyrr en maður er búinn með bókina sem maður áttar sig á myndefninu, þangað til eru þetta bara brúnar og gular skellur sem mann langar ekki beint að handfjatla.“ ● „Ég bara skil ekki þessa kápu. Ég hélt að augun mín væru biluð þegar ég skoðaði hana. Hún glansar öll svo skringilega og jú, þarna eru einhver kerti og allt er svo skakkt og letrið aftan á gerir ráð fyrir því að ég sjái mjög illa.“ ● „Ósmekkleg og vond teikning og leturnotkun. Fráhrindandi kápa.“ 3. SÆTI Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson ● „Ein besta bók ársins, en kápan er eitthvað svo mikil redding. Þessi vængur er pirrandi og asnalegur og svo fer hástafurinn „E“ í englanna í taugarnar á mér.“ ● „Er þetta ástarsaga eftir sjötuga kerlingu? BORING!“ ● „Sólarlag, engill, fjall. Hefði þetta getað verið væmnara? Jú, hugsan- lega með slettu af blóði á vængn- um.“ 4. SÆTI Papa Jazz eftir Árna Matthíasson ● „Sorglegt að þegar loks er skráð saga þessa snillings og það af Árna Matt tónlistarskríbenti þá gleymist að huga að kápunni. Þeir hjá bóka- útgáfunni Hólum slysast oft til að gefa út góðar bækur en ná iðulega að skemma það með ævintýralega sorglegum kápum og leturgerð!“ ● „Æ, æ. Hann á nú eitthvað betra skilið.“ ● „Kápan segir ekkert um innihaldið – eða vonandi ekki. Ég myndi aldrei í lífinu smakka þennan djús. Eða borða þetta lífs-hlaup.“ 5. SÆTI Vormenn Íslands eftir Mikael Torfason ● „Alveg einstaklega groddalegt miðað við bók sem á að vera „fynd- in og tregafull ádeila“. Þetta gæti verið box utan um tölvuleik um fjöldamorð og pungrokk.“ ● „Stundum vill brenna við að kápur eigi að vera hráar og pönkaðar vegna þess að innvolsið sé þess- legt. Hins vegar er stutt í það að þannig kápur verði bara hroðvirkn- islegar og ljótar. Þessi er dæmi þar um. Letrið klaufalega samansett og (ljósrituð) myndin í rauðu einum of mikið af hinu góða. Hefði getað bjargað þessu með því að sleppa rauða litnum. En hann á náttúru- lega að tákna hættuna og blóðhit- ann. Gefur hins vegar bara þá mynd að þarna sé á ferðinni ógurlega klisjukennd glæpasaga.“ Svörtu loft eftir Arnald Indriðason „Mikið er ég orðinn dauðþreyttur á svona photoshop-sulli sem einkennir íslenskar spennusögur. Maður vill bara lofta þessu fenjagasi út um gluggann.“ Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson „Það er alveg grátlegt hvað allar kreppubækurnar eru foxljótar.“ Hið fullkomna landslag eftir Rögnu Sigurð- ardóttur „Þessi kalda tómlega ljósmynd af litlu málverki á trönum, yfirgefið í stórri vinnustofu, á sjálfsagt að undirstrika að bókin fjalli um list öðrum þræði. En ef það er álíka áhugavert og málverkið á trönunum og álíka spennandi og þessi yfirgefna kalda vinnustofa, þá líst mér ekki á það. Á að miðla einhverju huglægu sjálfsagt en er alltof kalt og fráhrindandi og klunnalega stórt letur á titlinum.“ Núll, núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson „Kannski spilar þessi furðulegi titill einhverja rullu en hér á allt að vera eitthvað svo kúl en eins og Bo hefði sagt „samt eitt- hvað svo glatað“. Að skella mótorhjólatöffara í forgrunn með píu og gengi í bakgrunni bendir til þess að miðaldra aðstand- endur séu líklega fastir í sinni eigin unglingamenningu.“ Hjartsláttur eftir Ragnheiði Gestsdóttur „Meira svona „flatliner“. Flatlýst klippimynd sem er ekki bara tímaskekkja stíllega heldur efnislega líka. Kjánaleg meðferð á myndefninu. Það að drengur, dekkri á hörund leiði fölbleika stúlkuhendi er sem betur fer ekki jafn hrika- lega dramatískt og gefið er í skyn.“ Þvílík vika eftir Guðmund Brynjólfsson „Hér á sennilega að höfða til unglingsstráka og einhver talið það líklegt til vinsælda að nota leturgerð sem vísar í sverð og víkinga. Subbuleg útgáfa af einhvers konar Harry Potter ævintýra-kitchi.“ Það liggur í loftinu eftir Jónas Jónasson „Ævisögur eru þær bækur sem jafnan skarta verstu kápunum og hér er á ferðinni kápa sem skartar mynd af umfjöllunarefnunum á góðri stund úr fjölskyldualbúminu. Nokkrar fleiri ævisögur sem skarta óunnum myndum úr fjölskyldualbúminu eru Heimshornaflakk, Niðri á sextugu og Sá á skjöld hvítan.“ Stórskemmtilega stelpubókin „Frábær bók en kápan er fráhrindandi, flöt og alls ekki í takt við innihaldið.“ Vigdís eftir Pál Valson „Ótrúlegt virðingarleysi við innihaldið. Þetta er stórmerki- leg bók um stórmerkilega manneskju, en lítur út eins og enn ein endurminningabókin frá gömlu dögunum á Patró. (sorrý Patró). Dauf og slöpp ljósmynd, klunnalegt letur, og óskiljanlega ópersónulegt.“ Söknuður eftir Jón Ólafsson „Var Villi Vill geimvera? Við söknum hans svo mikið að hann er að hverfa af kápunni.“ Auður eftir Vilborgu Davíðsdóttur „Hver hellti appelsíni yfir bókina?“ Hyldýpi eftir Stefán Mána Það er alveg sama hver hannar kápu á bók eftir Stefán Mána. Þær eru alltaf ljótar. Jón Ólafur með dauðann á hælunum eftir Kikku „Hrikaleg kápa! Þetta er ein sú alversta. Unglingabækur eru flestar ljótar en þessi slær allt út!“ Ofbeldi á Íslandi á mannamáli „Ég skil ekki myndina framan á bókinni? Engin samsvörun. Ljótt!“ Konan sem kyssti of mikið eftir Hallgrím Helgason „Ertu að grínast? Á þetta að vera eitthvað fyndið? Kápa sem hræðir börn – og fullorðna.“ Nektarmyndin eftir Helga Jónsson „Ekki alveg að standa sig í smekklegu deildinni. Eins og plakat fyrir blautbolakeppni á Ingólfskaffi sirka 1992.“ Bókmennta- og kartöflubökufélagið eftir Mary Ann Shaffer og Annie Barrows „Ömurlegur titill og enn verri kápa. Leiðindi og þunglyndi öðlast nýja merkingu, myndi ekki vekja athygli mína þótt hún væri eina bókin á eyðieyju.“ Kynni eftir Milan Kundera „Alvarlegt slys! Litblindum hönnuði tekst fullkomlega að fela nafn vinsæls höfundar. Enn verri er fáránlegur seventísfonturinn á titlinum sem er alveg út úr kú við bæði innihaldið og annað á kápunni. Minnir helst á slæmt sýru- flassbakk frá hippaárunum, ef ekki bara tvö slæm flassbökk hvert á eftir öðru.“ „Alger grautur. Kannski er ekki ætlast til að þessi bók seljist.“ Alfreðs saga og Loftleiða eftir Jakob F. Ásgeirsson „Þessi bók hlýtur að hafa verið á útgáfuáætlun 1989 en ekki 2009, eða þeir byrjuðu þá á kápunni og huguðu svo að innihaldinu næstu 20 árin.“ Kaupalkinn í New York eftir Sophie Kinsella „Þessar skvísubækur komu út fyrst hjá öðrum útgefanda en svo tók þessi við. Kápurnar voru nýtískulegar en núna, maður lifandi?! Ég efast um að konur vilji klæða sig í Prada- skó, drekka Cosmo og flagga þessari ljótu bók á B5! Karlsvagninn eftir Kristínu Marju Baldurs- dóttur „Þetta verður ein af söluhæstum bókum þessa árs, enda er hún með endurnýttri kápu frá Arnaldi Indriðasyni síðan fyrir fáeinum árum.“ Hjá brúnni eftir Kristínu Ómarsdóttir „Lengi hef ég persónulega verið hrifinn af Kristínu, það er að segja sögunum hennar og ljóðunum. En mikið assgoti er þetta slæmur titill og enn verri mynd. Hjá brúnni er eins og nafn á lélegu amerísku raunsæisleikriti og myndin, jú svart-hvít-brún mynd af skógarbotni. Svona eins og safn minningargreina úr Mogganum.“ ÁLITSGJAFAR: Bragi Valdimar Skúlason texta- smiður Bobby Breiðholt hönnuður Dögg Hjaltalín hjá Bókabúð máls og menningar Guðmundur Oddur Magnússon hönnuður Halli Civelek hönnuður Kristján Freyr Halldórsson hjá Eymundsson Pétur Már Guðmundsson hjá Bók- sölu stúdenta Óttarr Proppé hjá Pennanum Rán Flygenring hönnuður Signý Kolbeinsdóttir hönnuður Styrmir Sigurðsson kvikmynda- gerðarmaður Svanborg Sigurðardóttir hjá Eymundsson Svavar Pétur Eysteinsson hönnuður Aðrar slæmar:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.