Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 98
66 5. desember 2009 LAUGARDAGUR
Jólin koma í Sæborg
Jólin nálgast óðfluga og krakkarnir í leikskólanum Sæborg á Ægisíðunni eru farnir að hlakka til. Föndurstundirnar bera keim
af komandi hátíð, krakkarnir búa til skreytingar og gjafir handa mömmu og pabba. Krakkarnir spá í jólasveininn, Grýlu og svo
auðvitað gjafirnar. Dr. Gunni og Gunnar V. Andrésson ljósmyndari litu við.
VATNSLITAÐ Í MÁNAKOTI
Þuríður Þöll gerir brúnan kassa
en Eva María snjókarl.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
RIDDARA-PLAYMO Gylfi veit hvað hann vill. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GRÝLA EÐA LÍNA LANGSOKKUR? Brynja Karítas með ljómandi
fallega klippimynd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EKKERT HRÆDD VIÐ GRÝLU Jón Kristján og Sigríður teikna og teikna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EKKERT JÓLA JÓLA HÉR Sólarkots-strákarnir í tónmennt vilja bara nýbylgjurokk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Brynja Karítas, Jón Kristján og Sigríður eru að teikna á næst
elstu deildinni, Sólarkoti. „Mig langar helst í rugguhest til að
rugga upp á,“ segir Jón Kristán, fjögurra ára. Hann segist vera
að teikna Spiderman með jólasveinahúfu. Eða engil.
„Ég er búinn að velja risaeðluvélmenni handa mömmu
minni,“ segir hann. „Mamma mín heitir Elín. Ég á líka bróðir
sem heitir Ísak.“
Ertu búinn að sjá einhverja jólasveina í ár?
„Nei.“
Hvar heldurðu að þeir séu?
„Upp í fjöllum.“
Sigríður gefur ekkert uppi um það hvað henni langar í jóla-
gjöf en Brynju langar „bara í allskonar.“
Hvað þá helst?
„Í bók.“
Hvernig bók?
„Um dýrin.“
Ert þú búinn að sjá einhvern jólasvein?
„Já. Á ég að segja þér hvern ég hitti fyrst?“
Já, endilega.
„Ég sá Stekkjastaur.“
Varstu nokkuð hrædd við hann?
„Nei. Ég er ekki heldur hrædd við Grýlu heldur. Hún kemur
aldrei í bæinn.“
„Nei, hún kemur aldrei í bæinn,“ staðfestir Jón Kristján.
„Mamma mín lesti um hana í jólabók sem ég fékk á jólasafn-
inu um alla jólasveinana. Grýla kemur aldrei í bæinn. Það
stendur. Og hún leyfir jólasveinunum aldrei að fara út nema á
jólunum. Þá koma þeir til krakkanna.“
Tónmenntakennarinn Anik Todd er með gríðarlega töffara úr Sólarkoti í tíma. Það er
þó enginn jólahugur kominn í mannskapinn ennþá og ekkert jólagutl sem verið er að
syngja inn á forláta fartölvu. Nei, hér er það nýbylgjurokkið sem ræður ríkjum og strák-
arnir eru að syngja inn lagið Cars eftir hinn glerharða kuldarokkara Gary Numan.
„Here in my car / I feel safest of all / I can lock all my doors / It’s the only way to
live / In cars,“ syngja strákarnir á ensku eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þeir stilla sér
upp í rokkaragír en svo mega þeir ekki vera að því lengur að blanda geði við blaða-
snápa. Rokkið gengur fyrir.
Eva María á Mánakoti er að
vatnslita snjókarl. Er hún búin
að ákveða hvað hún vill í
jólagjöf?
„Bókina um Lubba. Það er
búið að vera að lesa hana hér.“
Þuríður Þöll er hins vegar að
vatnslita brúnan pappakassa
og gefur ekkert uppi, hvorki um
það hvað er innan í brúna kass-
anum, né hvað henni langar
helst í í jólagjöf.
Gylfi í Mánakoti er að teikna og klippa út jólamyndir. Er hann farinn að hlakka til jólanna?
„Já. Það er kominn desember.“
Ertu búinn að ákveða hvað þú vilt fá í jólagjöf?
„Já, Playmo. Riddara-playmo.“
Þú ert með jólasveinahúfu – ert þú nokkuð jólasveinn?
„Ne-hei, þetta er nú bara jólasveinahúfa. Ég er enginn jólasveinn!“
GRÝLA KEMUR ALDREI Í BÆINN
GARY NUMAN Á SÓLARKOTI ÞETTA ER NÚ BARA JÓLASVEINAHÚFA
PAPPAKASSI OG SNJÓKARL