Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 116

Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 116
84 5. desember 2009 LAUGARDAGUR Andlitsdrættir samtíðarinn- ar heitir ný bók eftir Hauk Ingvarsson, bókmennta- fræðing og útvarpsmann. Þar rýnir hann í síðustu þrjár skáldsögur Halldórs Laxness, Kristnihald undir Jökli, Guðsgjafarþulu og Innansveitarkróniku. Hann segir að þótt þær tvær síðar- nefndu hafi fengið minni athygli en fyrri skáldsögur höfundarins sýni þær að Halldór hafi verið í stöðugri endurnýjun. Tilurð bókarinnar má rekja aftur til 2002 þegar Haukur vann að rannsókn á viðtökum verka Hall- dórs Laxness í Danmörku: „Ég einbeitti mér fyrst og fremst að sjötta og sjöunda áratugnum og skoðaði veitingu Sonning-verð- launanna sérstaklega. Mótmælin í tengslum við þau sýndu að lesend- ur Halldórs gerðu til hans strang- ar siðferðilegar kröfur. Þeir ósk- uðu eftir höfundi Sölku Völku en hittu fyrir annan höfund sem var kominn á aðrar slóðir. Ég fékk í kjölfarið áhuga á þremur síðustu skáldsögum Halldórs: Kristnihaldi undir Jökli, Innansveitarkróniku og Guðsgjafarþulu sem komu út á árunum 1968, 1970 og 1972.“ Verk sem lágu óbætt hjá garði Haukur kveðst hafa fengið áhuga á seinni hluta ferils Halldórs, þar sem hann hafi fengið minni athygli en sá fyrri. „Talað hefur verið um taóismann og annað í þeim dúr, en menn hafa ekki lagt sig mikið eftir því að greina þá umræðu sem fer fram í þessum bókum um til dæmis tungumál, sögu og árekstur skáldskapar og raunveruleika svo dæmi séu nefnd.“ Í takt við það sem var að gerast Haukur nefnir það sem sameigin- legt einkenni á bókunum þremur sem hann fjallar um að þær séu fyrstu persónu frásagnir. „Kristni- haldið er auðvitað þekktast þess- ara bóka, þar er sögupersónan ekki nafngreind með sérnafni heldur ávallt kölluð Umbi. Það sem er til dæmis merkilegt við hinar tvær, Innansveitarkróniku og Guðsgjafar þulu, er að þær daðra við sjálfsævisagnaformið. Þær hafa því hingað til gjarna verið afgreiddar sem dulbúnar sjálfs- ævisögur; millispil milli skáld- sagna og endurminningabókanna sem fylgdu í kjölfarið. Mér hefur aftur á móti þótt spennandi hversu margt í síð- ustu tveimur skáldsögum Hall- dórs er í takt við það sem hefur verið að gerast í skáldsagnagerð á seinni árum, þar sem menn hafa verið að leika sér á mörkum skáldskapar og sjálfsævisagna. Ég nefni sem dæmi Andra-bækur Pét- urs Gunnars sonar. Þar má finna ævisögulegar tengingar en slíkur lestur hefur ekki freistað manna þegar hann er annars vegar. Pétur er höfundur af annarri kynslóð og því koma lesendur auga á það sem er nýtt, ekki það sem er kunnug- legt. Halldór er kominn á sjötugs- aldur þegar þarna er komið sögu og lesendur hans eru fastheldnir á þær hugmyndir sem þeir hafa gert sér um hann.“ Guðsgjafarþula minnti á Zelig Bókin skiptist í þrjá kafla, þar sem Haukur rýnir í verkin frá ólíkum sjónarhornum. „Í fyrsta kaflanum fjalla ég um það hvaða augum rit- dómarar litu bækurnar þegar þær komu út. Í ritdómunum er gjarnan dregin upp mynd af Halldóri og ég flokka dómana í þrennt eftir þeim: þjóðskáldið, þjóðfélagsskáldið og bókmenntamaðurinn. Í öðrum kafla fjalla ég meira um hvað Hall- dór gengur í gegnum á sjöunda áratugnum og hvað hann er að spá. Þar er ítarleg umfjöllun um ritgerðina „Persónulegar minnis- greinar um skáldsögur og leikrit“ og endur minningabókina Skálda- tíma. Skáldatími hefur fram að þessu verið afgreiddur sem pólit- ískt uppgjör. Ég reyni aftur á móti að draga fram hugleiðingar Hall- dórs um bókmenntir í því verki og tilraunir sem hann gerir með frá- sagnarhátt sem vísa veginn til síð- ustu skáldsagnanna þriggja. Í þriðja hlutanum rýni ég í skáld- sögurnar þrjár og túlka þær. Ég skoða Kristnihaldið í tengslum við glæpasögur og hrollvekjur, Innansveitarkróniku í tengslum við Íslendingasögur, helgisögur og aðrar bókmenntagreinar, og Guðsgjafarþulu í tengslum við til dæmis kvikmyndir. Sú bók minnir mig mjög á Zelig eftir Woody Allen en hún er gjarnan nefnd sem dæmi um kvikmynd þar sem gætir póst- módernískra áhrifa svo veifað sé hugtaki sem margir hata.“ Höfundur í stöðugri endurnýjun Haukur segir brýnt að fólk fái ekki afmarkaða og lokaða mynd af Hall- dóri Laxness: „Á forsíðu bókarinn- ar er mynd sem Ari Sigvaldason ljósmyndari tók á bar að nóttu til. Á henni faðmar ungur maður að sér stúlku. Aftan á jakkann hans er prentuð mynd af Halldóri Lax- ness. Halldór er einn af andlits- dráttum samtíðarinnar og það þarf hver ný kynslóð að gera af honum sína mynd.“ bergsteinn@frettabladid.is Höfundur í stöðugri þróun HAUKUR INGVARSSON Segir Halldór einn af andlitsdráttum samtíðarinnar. „Hver ný kynslóð þarf að gera af honum sína mynd.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Laddi eftir Charles Dickens 6. desember kl. 14 & 17 Örfá sæti laus 13. desember kl. 14 Laus sæti 20. desember kl. 14 Laus sæti Miðaverð er 1.500 kr. Miðasala á midi.is SÍÐUSTU SÝN INGAR! Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í dansi Laust er til umsóknar starf háskólakennara í dansi við leiklistardeild með stöðuheiti lektors, dósents eða prófessors. Umsækjandi skal vera skapandi listamaður, s.s. dans- höfundur eða dansari, og hafa kennt við viðurkennda listaskóla. Gerð er krafa um meistaragráðu á sviði dans- listar eða sambærilega háskólagráðu, eða jafngilda þekkingu og reynslu. Starf háskólakennara skiptist í kennslu, stjórnun, og listsköpun / rannsóknir. Í starfinu felst að háskólakennari er fagstjóri á dansbraut. Háskólakennari er sjálfstæður listamaður og er það hluti af hans starfi við skólann að þróa áfram verkefni sín og rannsóknir og miðla afrakstri þeirra og niðurstöðum til samfélagsins. Umsóknum og meðfylgjandi gögnum skal skila ekki síðar en mánudaginn 4. janúar næstkomandi til Listaháskóla Íslands, aðalskrifstofu, Skipholti 1, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.lhi.is 3. PRENTUN VÆNTANLEG Barna- og unglingabæ kur 29.11 A ug lý si ng as ím i – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.