Vikan


Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 3
MILLJONIR KRONA í VEROLAUN og innlendum vettvangi, þar sem íslenzku Langisandur er ekki mjög stór borg, en einstaklega yndisleg, segja þeir, sem séð hafa. Hér sjáum við endilanga strandlengjuna. í borginni búa allmargir Islendingar. stúlkurnar keppa. Stórkostleg verðmæti og margvíslegur frami bíða stúlknanna, sem fá verðlaun í fegurðarsamkeppninni ★ “Ungfrú Reykjavík 1961“ og “bezta ljósmynda- fyrirsætan“ verða kjörn- ar um leið og úrslita- keppnin fer fram ★ Tillögumiði er á bls. 25 ★ Frestur til að skila ábendingum rennur út 31. marz Jafnvel þriðju verðlaun Hin þriðja í röðinni fær að verðlaunum ferð til þátttöku í keppninni Miss Evrópa 1962, sem haldin verður í Beirut í Líbanon, — ókeypis dvöl þar í hálf- an mánuðl. Fejrðinni verður hagað þannig: Farið verður í flugvél til Glagow og þaðan til Kaupmanna- hafnar, síðan með Caravelle'-þotu til Diisseldorf og áfram til Frankfurt am Main með sólarhrings við- dvöl þar. Þá verður flogið með Middle East Airlines til Vínarborgar og staðið þar við í hálfan dag, síðan haldið til Aþenu, stutt viðdvöl þar og flogið þaðan til Miklagarðs og dvalizt þar hálfan dag. Að lokum verður flogið þaðan til Beirut. Þar verður dvalizt á stærsta og nýjasta hóteli borgarinnar, sem heitir Casino of Libanon. Og þau fjórdu — Fjórðu verðlaun eru dragt og skór. Þar að auki er hugsanlegt, að stúlkan, sem hafnar í þessu sæti, fái tækifæri til þátttöku í keppninni Miss World, sem haldin er í Lycium Ballroom í London. Þá yrði flogið beint þangað og dvalizt þar hálfan mánuð. En þessi för verður því aðeins farin, að dómnefnd keppninnar telji stúlkuna, sem í lilut á, hafa verðleika til þess. Fimmtu verðlaun eru vandað kvenarmbandsúr Oteljandi möguleikar Auk allra þessara verðlauna, sem nú hafa verið talin, mun þeim stulkum, er þau hljóta, veitast margháttuð tækifæri til ýmiss konar atvinnu. Flugfélögin sækj- ast eftir slíkum stúlkum, og þær geta orðið „fótómódel“ eða tízkusýningarstúlkur fyrir utan líkur á kvikmyndasamningum. Eru jafnvel dæmi þess, aði stúlkur hafi krækt sér í kvikmyndasamninga, enda þótt þær hafi ekki komizt í úrslit, samanber Evy Nordlund hina dörisku, sem nú er orðin fræg kvikmyndastjarna. Það er líka fullvíst, að íslenzkum stúlkum er veitt eftirtekt sökum ágætrar frammistöðu full- trúa okkar að undanförnu. Ein mesta hátíð á Langasandi er sú, er kjörin er Boat Queen — Bátadrottning. Sigríður Geirsdóttir var meðal keppenda í fyrra og var svo snjöll að hreppa titilinn. Hér er ungfrúnum ekið um sýningarsvæðið í afar skrautlegum vagni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.