Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.03.1961, Qupperneq 29

Vikan - 23.03.1961, Qupperneq 29
DRAUMARÁÐNINGAR. Framhald af bls. 24. og þú ert fyrst með, er óreglumaður og þú skilur við hann í rólegheitunum. Hinir tveir eru sómamenn eða þeir sem táknaðir eru í draumnum með snyrtilegu náttfötunum og þú ert í vafa um hvorn þú átt að taka. Verður ekki annað séð en hending ráði þv£ að þú lendir, með þeim, sem þú hafðir átt minna við að sælda. Herra draumráðandi. Mig dreymdi að ég og bróðir minn nauðlent- um í flugvél einhvers staðar i frumskógi. En í nauðlendingunni fótbrotnaði bróðir minn illa. Rétt á eftir réðist eitthvert dýr að okkur, sem var svipað að lögun eins og krókódill. Kom þá maður og réðist á dýrið og drap það, en um leið og hann var búinn gufaði hann upp. Iíona bróður mins kom þá og færði honum tvær öskjur og fór svo. Hann opnar aðra öskjuna og er þá litill demantur i henni, siðan dó hann og um ieið vaknaði ég. Hvutti. Svar til Hvutta. Þið þræðurnir eruð í arðbæru fyrirtæki saman og allt virðist ganga vel hjá ykkur, en skyndilega kemur babb í bátinn og allt fer á hausinn. Hætturnar eru alls staðar, en utanaðkomandi aðili bjargar öllu við. Af tilviljun komist þið í arðbært viðfangsefni aftur og allt gengur vel á ný. Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi aðfaranótt 15. þessa mánaðar. Draumurinn er þannig: Mig dreymdi að ég ætti að fara og sækja stúlkuna, sem ég er með heim til hennar. Ég var mjög tauga- óstyrkur, mér fannst ég knýja dyra kom þá móðir stúlkunnar fram. Var hún mjög ánægð að sjá, er ég leit inn i eitt herbergið sá ég föður hennar, sem sé stúlkunnar sitja hugsi i stól. í þvi kemur stúllcan fram og faðmar mig að sér, en setur um leið festi um háls mér og kyssir mig svo, róaðist ég þá á auga bragði. Festin fannst mér vera úr beinum og einhvers- konar trétegund, harðviðartegund. Mér var litið á móður hennar í þessu og virtist vera ham- ingjusvipur á andliti hennar. K. F. Svar til K. F. Einhvernveginn fær maður á tilfinning- una við að lesa draum þennan að dreym- anda þjái einhverjar efasemdir um það hvort stúlkan beri rétt hugarþel til hans. Þetta virðist þó ekki vera á rökum reist þar eð stúlkan setur festi um háls hans og mundi það vera merki um að dreymandi mun tengjast henni. Að vísu kemur þetta fram f draumnum, sem að stúlkan leggi festi um háls elskhuga sínum, en einhvernveginn getur maður ekki firrt sig þeirri hugsun að það sé stúlkan, sem klófestir piltinn en ekki öf- ugt. Ég spái þess vegna því að þið munuð ná saman þrátt fyrir alla erfiðleika og svo framvegis. Kæra Vika. Mér fannst ég vera búinn að hlaupa lengi undan einhverjum fullum manni, sem ég ekki þekkti. Var ég alveg að gefast upp af þreytu er ég mætti vini mínum. Fannst mér ég falla í fang hans. Tók hann þá í hönd mina og hljóp með mér áfram, þangað til mér fannst ég vera kom- inn heim. Þá hvarf þessi ókunnugi maður, en vinur minn kom með mér inn. Eftir litla stund fannst mér hann ætla að fara. Spurði ég hann hvort hann ætlaði frá mér, sagðist hann verða að fara augnablik frá, en koma aftur eftir smá- stund, sem hann gerði. Þá vaknaði ég. Pallý. Svar til Pallýar. Draumur þessi virðist benda til þess að maðnr, sem þér er ekkert um gefið sé á hæl- um þér. Drukkni maðurinn í draumnum er þér tákn um ógeðfelldann mann, sem eðlilegt er. Hinn pilturinn, sem þú segir að sé vinur þinn, er hins vegar tákn þess að þú hittir mann, sem þér fellur vel í geð og gangir að eiga. Þegar fólk dreymir að það sé að flýja undan einhverjum, er það venjulega sakir óæskilegs sambands við einhvern, sem manni er ekkert gefið um. PEYSA. Framhald af bls. 17. og prj. 2Y2 cm brugðning, 1 1. sl. og 1 1. br. Prjónið 1 umf. brugðna oa aukið út 14 1. með jöfnu millibili. Prjónið siðan mynztur. Þegar stykkið mælist 18 cm, eru felldar af fyrir hand- vegum 4 1. — 3 1. — 11., báðum megin. Þegar stykkið mælist 19j4 cm, er þvi skipt i tvennt og önnur hliðin prjónuð fyrst. (Er þetta gert til þess að mynda klauf fyrir rennilás). Þegar handv. mælist 8 cm, er aukin út 1 1. í 7. hverri umf. 3 sinnum. Þegar handvegur mælist 12% cm, er fellt af fyrir öxlum 4x7 1. handvegs megin. Lykkjurnar, sem þá eru eftir, eru felldar af í einni umferð. Ermar: Fitjið upp 50 1. með rauðu garni og prj. 2% cm brugðning, 1 1. sl. og 1 1. br. Prjónið 1 umf. brugðna, og aukið út 26 1. með jöfnu millibili. Prjónið nú mynztur. Þegar ermin mæl- ist 7 cm (æskilegt er að þá standi á sömu rönd og á fram -og bakstykki), er fellt af henni þannig: 3 1. — 2x2 1. — 12 1. — 11. — 2x2 1. og 2x3 l.báðum megin. Lykkjurnar, sem þá eru eftir, eru felldar af í einni umf. Gangið nú frá öllum endum og pressið stykk- in lauslega frá röngu. Saumið með aftursting og úrröktum ullarþræði axlar-, hliðar- og ermar- sauma. Saumið nú ermina i peysuna. Takið upp um 85 1. fyrir hálslíningu og prj. 2 cm brugðn- ing, 1 1. sl. og 1 1. br. með rauðu garni. Fellið laust af, brugðið það, sem brugðið er, og slétt, sem slétt er. Festið rennilás i klaufina að aftan. VIKAM 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.