Vikan


Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 13
VatnssJcortur í fjörutíu stiga hita. inn í að koma þeim á leiðarenda, þar sem orðan bíður. Og þar sem ekki eru samhljóða atkvæði um þetta áform hans, verður kurr í liðinu og liggur við að þeir drepi hann. Ennfremur gera þeir óspart grin að honum, þar sem vitað var að hann hafði forðað sér ofan í skurð í miðjum bardaga. Sem okkur finnst reyndar það eina sem maðurinn gat gert af viti. Loks- ins þegar allir eru orðnir meira eða minna ruglaðir af hita og vatnsskorti komast þeir á leiðarenda og þeir eru þá búnir að komast að raun um, hvað búi í hverjum þeirra, þegar um það er að ræða að halda lífi í eyðimörk og mega gera ráð fyrir að deyja hægt og bítandi. skák Smávilla í byrjunarleikjunum get- ur leitt til stórvandræða í miðtafli. Gott dæmi um það er leikur þeirra Friðriks og E. Eliskases frá Argen- tínu á Mar del Plata mótinu í fyrra. Lagt var af stað með smá tilbreyt- ingu á Caro-Kann, sem einnig sást í tafli Tal — Smyslov á kandidata- móti: 1. e2—e4 c7—c6 2. d2—d3 d7—d5 3. Rbl—d2 Rb8—d7 4. Rgl—f3 Dd8 —c7 5. g2—g3 d5xe4 6. d3xe4 e7—e5 7. Bfl—g2 Bf8—c5 8. 0—0 Rg8—e7 9. b2—b3 Re7—g6. Það kemur í ljós sex leikjum seinna að þessi riddaraleikur opnaði möguleika hvíts til kröftugrar kóngs- sóknar. 10. Bcl—b2 0—0 11. a2—a3 a7—a5 12. Rf3—el b7—b6 13. Rel—d3 Bc8— a6 14. Rd2—f3 Bc5—d6 15. h2—h4! H-peðið er sett til höfuðs óláns- riddaranum Rg6, sem verður að halda til baka og það er mikið tímatap. 15. — Hf8—e8 16. h4—•h5 Rg6—f8 17. Rf3—h4 Rd7—c5 18. Rh4—f5 Rc5xd3 .19. c2xd3 Rf8—e6 20. Ddl— g4 f7—f6 21. f2—f4. Nú opnast f-linan. Hvitur þarf eng- ar áhyggjur að hafa af Ba6 x d3 vegna Hfl—dl. 21. r?— Ha8—d8 22. f4xe5 Bd6xe5 23. Rf5—h6t Kg8—f8. Sjá stöðumynd. 24. Hflxf6t! — Þessa glæsilegu hróksfórn hlýtur Friðrik að hafa skipulagt löngu áður. Sönnunina fyr- ir því er í þeirri staðreynd að finna, að annars væri staða svarts ágæt. 24. — Be5xf6. 25. Bb2xf6 g7xf6 26. Dg4—g8f Kf8—e7 27. Dg8xh7t Ke7 — d6 28. e4—e5t! 28. — Kd6xe5. 29. d3—d4t Hd8xd4. 30. Rh6—f7f Dc7xf7 31. Dh7xf7 Hd4—d8 32. Hal—elt Ke5 —d6 33. Df7xf6 Ba6—c8 34. Df6—e5t Kd6—d7 35. Bg2—h3 og svartur gefur. hl j dmlist. Síðastliðin fimm ár hefur banda- ríska ritið „Playboy" haft kosningu á meðal lesenda sinna um vinsælustu og beztu jassleikara á hverju ári. Árið 1960 var samkvæmt skoðun blaðs- ins mjög merkilegt ár og mikill áhugi á jasstónlist. Jasshátíðir voru haldnar að vanda í Newport og Chicago, enn- fremur i Madison Square Garden i Benny Goodman New York á vegum New York Daily News. Þá voru haldnir meiriháttár hljómleikar í mörgum borgum Banda- ríkjanna. Nýjar leiðir jassins hafa séð dagsins ljós bæði með breyttum hljóðfærum og eins aðrar útfærslur á jassinum byggðar á frumstæðri hljóm- list hvaðanæva að. Þeim verður varla Miles Davis að ósk sinni, sem alltaf spá jassinum stutta lífdaga, því það hefur sýnt sig að jassinn er alveg fær um að endur- nýja sig. Hitt er svo annað mál, að öðruvísi hljómlist kann að myndast og taka forustuna af jassinum sem hljómlist nútimamannsins, en sá nú- tímamaður verður varla uppi fyrstu fimmtíu árin. Niðurstaða atkvæða- greiðslunnar hjá „Playboy" var að mörgu leyti merkileg. Til dæmis var Benny Goodman með tvö- falt fleiri atkvæði heldur en næsti maður og sýnir Það að hann er ekki kominn í glatkistuna sem klarinettleikari. Miles Davis fékk helmingi fleiri atkvæði og vel Það heldur en Louis Armstrong og varð þannig fyrsti trompet. Það hefur heyrst svo lítið um Gene Krupe und- Louis Armstrong anfarin ár, að maður verður hissa að sjá hann kosinn |annan beztia trommuleikara. Stan Kenton var kos- inn bezti hljómsveitarstjórinn og þeir Count Basie og Duke Ellington næst- ir. Annars hafði „Playboy" líka at- kvæðagreiðslu meðal jassleikara sjálfra og hnykaðist útkoman dálítið. Um tvennt bar lesendum blaðsins og jassleikurunum saman og það var að Stan Getz kjósa Frank Sinatra og Ellu Fitzger- ald beztu söngvara ársins og reyndar má gera ráð fyrir því að þau haldi þeirri stöðu næstu ár. Oscar Peterson varð efstur hjá jassleikurum en sjö- undi hjá lesendum. Þrír fyrstu voru Dave Brubeck, sem fáir kannast við hér, svo Errol Garner og Þriðji Ahmad Jamal, en ein eða tvær plötur hafa sézt hérna með honum. Stan Getz vann báðar atkvæðagreiðslurnar og var því óumdeilanlega bezti tenor- saxófónistinn. . . . Af vibrafónistum urðu Lionel Hampton og Milt Jackson efstir, reyndar varð Milt á undan hjá jass- leikurunum. Dave Brubeck Kvartett- inn lét lika að sér kveða og varð fyrst- ur hjá lesendum og Þriðji hjá jassleik- urum. Hann hefur haldið toppstöð- unni hjá lesendum undanfarin fimm ár og er það vel af sér vikið. Stan Kenton VIKAN 1 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.