Vikan


Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 15
ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG Dr. Matthías Jónasson Móöir eðii valhyrja! Heimili fortíðarinnar var framar öllu fæðingarheimili, verkstöð og skóli. Heimilis framtíðarinnar bíður annað hlutverk: Verndun á persónuleika barnanna gegn tærandi áhrifnm tækni- menningarinnar. MÓÐIR EÐA VALKYRJA? Vaggan verður meginvandamál konunnar í framtíðinni. Með þeirri staðhæfingu lauk síð- ustu grein þessa þáttar. Hún er rökrétt ályktun af þeirri aðstöðu, sem samfélagsbylting nútím- ans býr konunni. Samfélagsmenning nútímans gerir kröfur til konunnar, sem stangast á við eðli hennar sjálfrar, eins og það befur þróazt um tugi alda. Eg leiddi rök að því í síðustu grein, að eðlis- greind og geðró konunnar gerðu hana hæfari en karlmanninn til ýmissa starfa, sem eru mik- ilvæg í nútímasamfélagi. En um leið og karl- maðurinn verður að þoka fyrir henni á ýmsum atvinnusviðum, sem hann taldi sér áður einka- rétt á, þröngvar hann henni til athafna, sem eru andstæðar eðli hennar og raunar orðnar honum sjálfum ofurefli. Ég á hér einkum við viðleitni hervæðingarsinna að vopna konur og þjálfa þær til mannvíga. í síðustu heimsstyrjöld tóku konur beinan þátt í hernaði. Styrjaldaraðiljar gáfu þessu fyrirbæri ófögur heiti hver hjá öðrum, en í eigin liði var vopnaðri herkonu líkt við valkyrj- ur goðsagnanna. Blöðin birta við og við myndir af kvennahersveitum, vopnuðum vélbyssum og handsprengjum. Enginn vafi leikur á því, að konan verður neydd til þátttöku í hinni blóð- ugu handiðn, ef draga skyldi til vopnaðra úr- slitaátaka um heimsyfirráðin. Hernaði fram- tíðarinnar ræður svartigaldur tækninnar, þar sem maðurinn er að vísu hlekkur i sjálfgeng- um véltæknikeðjum, en hlutverk hans þó eink- um það að farast. Inn í þessa véltækni er nú- tímakonan einmitt að vaxa; cinmitt þar hefur skapazt þörf fyrir létta og örugga hönd hennar. Hún les jafnörugglega af sjálfvirkum miðunar- tækjum og karlmaður og er ekki siður við- hragðssnögg að þrýsta á þann rofa, sem spýr tortímingu og dauða yfir óvinina. Áróður framtiðarinnar mun reyna að sann- færa konuna um, að vopnuð standi hún trygg- astan vörð um vöggu barns sins. En getur vopn- uð kona nokkru sinni nært brjóstmylking eða veitt hvítvoðungi líkn og vernd? ÁHERZLUBREYTING í MÓÐURHLUTVERKI. Að ala afkvæmi og veita því fyrstu næringu við brjóst sér hefur fram á okkar daga verið talinn meginþáttur móðurhlutverksins. Meðan barnsfæðing var óhjákvæmileg afleiðing af samförum við karlmann og meðan fjöldi barna dó á brjóstmylkingsaldri, var þetta mat rétt. Hversu mikla þjáningu hefur konan mátt þola, hvilíkri orku sóaði hún i sorg yfir lágu leiðil Hlaut henni ekki að sýnast, að margt barn væri getið í þeim tilgangi einum, að hún þyldi tvö- falda kvöl: að fæða það og að hjúfra því dauðu? Úr þessum álagafjötri er hún nú að losna. Áður en langt um liður, kunnr. allar konur að takmarka frjóvgun. Jafnframt mun síbætt heilsugæzla útrýma ungbarnadauðanum. Af auknu lífsöryggi afkvæmisins leiðir þá nauð- syn að takmarka frjóvgun, og þar með léttir af konunni því þunga oki að ala börn handa dauðanum. Við það losnar í eðli hennar sál- ræn orka, sem mun leita sér nýrra viðfangs- efna. Enginn fær spáð, hvaða brevtingum á eðli og atferli konunnar þessi lausn úr dróma kann að valda. Hún hættir áreiðaúlega ekki að ala hörn, og liklega sleppir hún sér aðeins um skeið út í jafntrylltan flaum kynnautnarinnar og karl- maðurinn hefur velzt i um aldir. Umhyggjan fyrir afkvæminu og hinu nýja menningarhlut- verki skapar henni aðhald, sem er siðlegra og göfugra en einbert líkamslögmálið gat orðið. Hinn erfiði þ'áttur móðurhlutverksins í fram- tíðinni verður sú kvöð, að afkvæmið njóti full- komins uppeldis frá frumbernsku til fuilþroska. Sú krafa vcrður miklu strangari og fullnæging hennar örlagaríkari en nú er. Við lifum á ár- degi heilsugæzlunnar, en fyrir degi almennrar geðverndar og uppeldisgæzlu bjarmar varla enn þá. Samt er öll gerð menningarinnar þannig, að það verður sifellt meiri vanda bundið að (Framhald á bls. 26.) Vinsælasta leikrit á íslenzku leiksvibi K A M 0 M M U Æ N N Þegar þetta blað kemur út, munu um 43 þúsund áhorfendur hafa séð Karde- mommubæinn i Þjóðleikhúsinu, en sýn- ingar á leikritinu eru orðnar 68. Þetta er algjört met í aðsókn og vinsældum á leikriti, hvort heldur er 1 Þjóðleikhúsinu eða á öðrum stöðum hérlendum, þar sem leikrit hafa verið sett á svið. Varla mun til það barn frá fimm ára aldri til fermingar, sem ekki hefur séð Kardemommubæinn og kann þar að auki talsvert af lögunum úr leiknum. En það merkilega er, að fullorðnir virðast hafa af því hina mestu ánægju og jafnvel engu siður en börnin, enda þótt höfundurinn, Torbjörn Egner, hafi sniðið það við barna hæfi. Ræningjarnir þrír verða eftirminnileg- astir og Soffía frænka er lika ákaflega lit- rík persóna. Efni leiksins og andi er sá, að þau hin góðu öflin sigra og allir eru ánægðir í leikslok, — ræningjarnir meira að segja hættir við rán og myrkraverk og orðnir mektarhorgarar í Kardemommu- bæ. Falleg leiktjöld og skemmtileg lög eiga ekki hvað sízt þátt í vinsældum leiksins, sömuleiðis búningar og talsverður mann- fjöldi á sviðinu. Aðalleikarar eru átján, þar að auki ballettflokkur og margir auka- leikarar, eða samtals um fjörutíu manns. Klemenz Jónsson er leikstjóri og leikur sjálfur Berg kaupmann í Kardemommu- bæ. ★ Soffía frænka er aðsópsmikil og ræningjun- um finnst vissara að hafa sig hæga. Hér er hún að skipa þeim að taka til. Ræningjarnir þrír, talið frá vinstri: Jesper (Baldvin Halldórsson), Kasper (Ævar R. Kvaran) og Jónatan (Bessi Bjarnason). Fjórir seppar úr Karde- [> mommubæ. Ræningjarnir læðast inn í hús Sofffu frænku og ræna henni sofandi. Berg kaupmaður í Kardimommubæ. Klemenz Jónsson, leikstjóri, leikur hann sjálfur. Kardimommubær er mikið [> menningarpláss — hefur meira að segja eigin hljóm- sveit. Hér eru tveir snili- ingar úr henni: Sævar Helgason og Jón Sigur- björnsson, sem raunar er rakarinn Sörensen þar í bæ. Hugfangnir áhorfendur — flestir af ungu kynslóðinni. <] Kardemommubær er mikið slappar af á milli atriða. Það er Róbert Arnfinns- son, sem leikur hann. D B E R I R 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.