Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 28
Líklega seint séð.
Trúið
mér!
Hér er blaöiö,
sem húöin finnur
ekki fyrir
t*ér hafið aldrei fengið slíkan rakstur sem petta nýja blað gefur yður. Það er ótrúlegt
hve skeggið hverfur án pess að pér vitið af. Með pví að nota nýja Bláa Gillette Extra blaðið
er sem ekkert blað hafi verið í vélinni. 5 blöð aðeins Kr. 18.50
pér verðið að reyna pað !
■ w
m tfe
Blátt Gillette
®
Gillette er skrásett vörumerki
PÓSTURINN.
Framhald af bls. 22.
að hafa auglýsingu á bakhlið hans, en það er
auðvelt að sjá svo um, að þar sé mynd og
verður það gert í framtiðinni.
Hvenær gildir stjörnuspáin.
Kæra Vika.
Mig langar til að forvitnast um eitt í sam-
bandi við stjörnuspána, en það er, hvort hún
á að gilda frá fimmtudeginum, sem blaðið
kemur út og til næsta fimmtudags, eða hvort
miðað er við sunnudag og laugardag.
Með fyrirfram þökk.
Ein forvitin úti á landi.
Það skal tekið skýrt og greinilega fram, að
stjörnuspáin í Vikunni gildir — og hefur
alltaf gilt frá þeim fimmtudegi, sem blaðið
kemur út og til nœsta fimmtudags.
Blessaðir sveitamennimir.
Hvenær farið þið að skipuleggja umbrotið á
blaðinu betur? Hafið auglýsingu á bak við
krossgátuna, — eða er ekki ætlunin að klippa
hana úr og senda?
Rannveig Ágústsdóttir, Kleppsvegi 48.
Virðulega heimskona.
Það er sannarlega ómetanlegt að hafa f
næsta nágrenni svo glöggskyggnan gagnrýn-
anda sem yður og að fá þvílíkar bendingar
frá þeim, sem raunverulega vita — en ekki
halda — verður ekki metið til fjár. Ef við
megum eiga von á fleiri álíka skraplegum
leiðbeiningum, þá skulum við reyna að
gleyma því, þótt yður hafi skjöplast núna.
Það hefur nefnilega aldrei verið á það
minnst, að lesendur eigi að klippa krossgát-
una út úr blaðinu, þegar lausnir eru sendar.
Margir gera það að vísu, en hitt er álíka al-
gengt, að fólk skrifi lausnirnar á sérstakt
blað og það er jafnt tekið til greina.
Kæri Póstur.
Getur þú sagt mér, hvernig ég á að snúa
mér i að komast til Svíþjóðar?
Fyrir um mánuði var auglýst í Mbl. eftir
fóiki til að leika i erlendri kvikmynd. Gætir
þú sagt mér, hvert ég á að senda umsókn?
Bye-bye.
.Tóna.
Til þess afí komast til Svíþjóðar er ein-
faldasta ráðifí að taka sér far með skipi
eða flugvél il Kaupmannahafnar og siðan
áfram yfir til Svíþjóðar. Það er furðulega
auðvelt og skemmtilegt ferðalag. — Þar
sem þú dagsetur ekki bréf þitt, get ég ó-
mögnlega vitað, í hvaða tbl. Mbl. þessi
auglgsing er. Og trnlega er líka orðið of
seint að sækja um þetta, Ar þvi að þú
greipst ekki guð í fótinn, um leið og hann
flaug hjá, því að eins og þú veizt, eru
10000 um boðið, þegar smá-hlutverk er
aughjst i kvikmgndum.
Fylgist með tíman-
um, kynnist Kína.
Á rúmum tfu árum hefir Kína breyst úr
kúgaðri hálfnýlendu í eitt af voldugustu
ríkjum jarðar. Framfarir á öllum sviðum,
bæði á því menningarlega og tæknilega,
hafa þar verið örari en dæmi eru til
í mannkynssögunni. Landið hefir nálægt
700 milljónir íbúa og er í tölu elztu
menningarþjóða heims. Kínversk mynd-
list er að fornu og nýju í hávegum höfð
meðal vestrænna þjóða. — Þér eigið kost
á að fylgjast með framförum landsins og
kynnast fornri og nýrri kínverskri list
með því að halda mánaðarritið
China Reconstructs (á ensku).
Ritið er hið vandaðasta, rnikið mynd-
skreytt og verð árgangsins er aðeins kr.
50.00, — 12 stór hefti — (kr. 95.00 tveir
árg.)
Pantið ritið strax í dag.
Ég óska að gerast áskrifandi að mán-
aðarritinu China Reconstructs og fylgir
áskriftarverðið ................. í póst-
ávisun.
Nafn:....................................
Heimilisfang: ...........................
Til Kfnversk rit, pósthólf 1272, Reykjavík
2B VIKAN