Vikan


Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 21

Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 21
Þau höfðu lagt undir sig svefnherbergi foreldra hennar, og það fyrsta sem hún gerði er þangað kom, var að snúa myndinni af móður sinni við, hærri vexti en hann, hún virtist óttaslegin og reyndi að fá hann til að koma inn í salinn, en hann svaraði henni illu einu. Þrátt fyrir klæðn- aðinn og stuttklippt hárið var hún áberandi kven- leg. Fædd til að vera öðrum að bráð ... „Þekkirðu Gérard ekki?“ spurði Guy, sem sat á gólfinu. „Gérard Savory. Það er sagt að hann hafi ekki náttúru til kvenmanns!" „Bíddu nú hægur . . . er það ekki hann, sem Þykist vera flugmaður?" „Já, og læzt kenna ensku. En auðvitað gerir hann ekki annað en að spá. Hann býr i kytru, þar sem allt er samdauna fýlunni af kerlingunni móður hans og köttunum hennar. Eg skil ekki hvað aumingja Francoise getur séð við slíkan lúsablesa." „Komdu nú inn, Gérard“, bað stúlkan. „Þú getur slasað þig.“ „Þegiðu,“ drafaði lávaxni pilturinn. „Ég er búinn að fá meira en nóg af nöldrinu i mömmu heima.“ Francoise svaraði honum engu. Hún kom inn fyrir. Gúy reis á fætur og reikaði til Lou. „Jæja, þú ert þá hérna. Og drekkur jafnt og þétt?“ „Á meðan ég missi ekki ráð og rænu eins og Gérard. Seztu. Luc er hérna líka eins og þú sérð.“ Gérard heyrðist kalla úti á svölunum: „Franco- isa — í herrans nafni, komdu með eitthvað handa mér að drekka! Ég er orðinn þurr í kverkunum." Lou hélt áfram samtalinu við náungann, sem hann hafði kynnt fyrir Guy. „Þeir tóku mig fastan vegna þess að ég gekk með sítt hár. Klipptu af þér þessa löngu lokka sögðu þeir, og Þá geturðu farið frjáls ferða þinna! Ég get svarið að þetta er satt. „Þú verður að ganga I flokkinn og hefja bar- áttu gegn slíkri afskiptasemi," sagði Lou. „Fáist þið lika við stjórnmál? 1 alvöru talað?" „Ertu gengin af göflunum! Nei, ég er bara að þessu til að striða karli föður mínum.‘ Brothljóð heyrðist inn í salinn. Það var Gérard, sem í reiðikasti grýtti glasinu, sem Francoise færði honum, af öllu afli í gólfið. „Svona getur enginn leyft sér að móðga flug- mann!“ öskraði hann. „Ég er ekki neinn hug- leysingi. Mér stendur fjandann á sama á hverju gengur. En ég drekk ekki vatn. Komdu með viský og það tafarlaust, annars skal ég sýna þér hvernig ég tek á kerlingunni, móður rninni." „Þú hefur drukkið meira en þú hefur gott af,“ maldaði Francoise í móinn. „Þessi heimska kvíga!" varð Guy að orði. „Hvers vegna grýtir hún ekki glasi I hann á móti?“ „Ég fæ gæsahúð af svona verndarenglum,“ öskraði flugmaðurinn. „Þetta endar á einhverjum ósköpum," sagði sú bolluleita við Alain. ,yHeldurðu það, Sofía? Það færi betur!" Gérard slagaði inn i salinn og endurtók eins og leikið væri á bilaðri hljómplötu. „Kerling móð- ir mín . . . flugið . . . áfengi . . . kvenfðlk . . . drósir . . . viðbjóður . . .“ Hann slagaði að skenkn- um. Lou rak upp hlátur. „Hafið þið nokkurntíma vitað slíkan ræfil? Einu sinni, þegar mama hans brá sér eitthvað að heiman, bragðaði hann ekki mat í heilan sólar- hring, þar sem honum fannst það ekki samboðið virðingu sinni að kaupa dýran mat. Farðu heim að spá I spilin, skepnan þin. . .“ Francoise grét. „Þá er úti það ævintýrið," varð Lou að orði. Um leið brá hann fæti hægt og rólega fyrir Gér- ard, svo að hann féll flatur á gólfið. „Gott afrek í grindahlaupi," hrópaði Luc hrif- inn. Gérard reis á fætur og var nú ofsareiður. Hann gerði sig líklegan til að ráðast á Lou, en hikaði þó við. Francoise vissi ekki sitt rjúkandi ráð. „Hann er óvanur áfengi," kjökraði hún. „Hann gengur fram af sér við enskukennsluna. Hann. . ." Gættu þess sjálf að ganga ekki fram af þér. Hvar komst hann yfir peninga til að fara i sumar- leyfi, ha?“ Luc og Guy risu á fætur, reiðubúnir að koma Lou til aðstoðar. Sofía, sem hafði hlammað sér í hnén á Alain, sagði: „Nú byrjar ballið! Nú verður slegist!" „Ekki með mínum vilja," svaraði Alain og reis á fætur, ákveðinn á svipinn. í sama bili hafði unglingur tekið undir við hvatningarorð Sofiu í verki. „Bravó, strákar, nú skal verða fjör við leggjum allt i rúst! meira fjör!" Hann var farinn að sópa niður glösum og flösk- unum, þegar Alain greip föstu taki um úlnlið hon- um. Hann gnæfði eins og tröll upp úr þvögunni. ,Engar óspektir hérna," mælti hann festulega. „Vertu ekki svona leiðinlegur," sagði Sofía. „Við skulum skemmta okkur . . „Komdu ef þú þorir!“ hrópaði unglingurinn. Hann var lægri vexti, en mun harðari af sér en Gérard, sem lét nú hallast upp að veggnum. Unglingurinn, sem virtist til i tuskið, hélt áfram að ögra honum drafandi röddu. Alain mælti, hátt og skipandi: „Ég fyrirbýð ykkur að snerta þetta úrþvætti. Þetta er eina húsið í allri Parísarborg, þar sem okkur er veitt af slíkri rausn, bæði í mat og drykk." „Hvað um það?“ Það skein í hvitar tennur Alains. Hann dró hrammstórar hendurnar hægt og rólega upp úr vösunum. „Viljið þið kannski að ég sýni ykkur það?“ ,Komdu bara! Ég er ekki hræddur við Þig!“ Framhald i næsta blaði. VIKAM 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.