Vikan


Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 12
TÓmstundir ÞaS er alltaf gaman að hafa til- tæka leiki í þau skipti, þegar margt er samankomið og eitthvað þarf um að vera. T.d. er anzi skemmtilegur leikur, sem er í því fólginn, að hver skrifar eina ljóðlínu á blað og lætur svo næsta hafa það og sá á að bæta við einni Ijóðlínu og þannig koll af kolli, þangað til að allir hafa skrifað á öll blöðin. Þá er sá fenginn til að lesa skáldskapinn upp, sem hæfastur til þess er talinn. Það er nokkurn- veginn öruggt, að það verða skemmti- leg kvæði. Annar leikur sem getur verið mjög skemmtilegur er þannig að öllum er fengið blýant og blað og þeir látnir skrifa lýsingarorð, sem getur átt við mann. Síðan er blaðið brotið yfir nafnið og blaðið er látið til þess sem situr á hægri hönd. Þá eiga allir að skrifa mannsnafn og enn brjóta blaðið. Og þannig koll af kolli þangað til að eftirfarandi hef- ur verið skrifað á blaðið. 1. Lýsingar- orð sem á við karlmann. 2. Kven- mannsnafn. 5. Staðarheiti. 6. Dagsetn- ing 7. Lýsingarorð sem á við hlut. 8. Hlutur. 9. Hvað á að gera við það. 10 Hvers vegna? Að því loknu eru blöðin látin i ilát og þeim ruglað saman og svo er þeim deilt út á ný. Þá er fólk látið lesa upp af blöðunum og verður að bæta inn í það sem á skortir til Þess að gera setningarnar heillegar liljdmplötur Hér er platan „Hamp's BIG Band“ með tuttugu manna hljómsveit Lionel Hamptons. Lionel hefur verið með á blaði síðan 1930 þegar hann lék með Louis Armstrong í Les Hite hljóm- sveitinni. Seinna lék hann með Benny Goodman. Uppúr 1940 var hann ein- göngu með eigin hljómsveitir og hef- ur farið víða um heim í hljómleika- ferðir. Af þeim tólf lögum, sem á plötunni eru má nefna Flying Home og Air Mail, ennfremur Night Train og Le Chat Noir. brdfc.viðskipti Hanna S. Jóhannsdóttir, Suðurgötu 51 Akranesi óskar eftir að komast í samband við pilta og stúlkur 15 til 17 ára. Ösk Ásgeirsdóttir, Naustakoti, Vatnsleysuströnd og Þórdis Símonar- dóttir N-Brunnastöðum, Vatnleysu- strönd óska eftir bréfasambandi við pilta eða stúlkur 14 til 15 ára. Erla Ragnarsdóttir vill komast í bréfasam- band við pilta á aldrinum 17 til 20 ára. Kristbjörg Ólafsdóttir við pilta 15 til 17 ára. Ásta Alfreðsdóttir við pilta 17 til 19 ára og Jónína Ketils- dóttir við pilta 15 til 17 ára. Enn- fremur Bergljót Hólmgeirsdóttir við pilta 18 til 20 ára. Allar að héraðs- skólanum Laugum, Reykjadal. Eftir- farandi stúlkur óska eftir bréfasam- bandi við pilta og stúlkur 19 til 23 ára og óska að mynd fylgi. Helga Friðriksdóttir, Anna Kristinsdójttir, Ragnhildur Lýðsdóttir, Aðalbjörg Hjartardóttir og Sigríður Jónsdóttir, allar í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, Sólvallagötu 12. Hrefna Jónsdóttir, Nesjavöllum, Grafningi, Árnessýslu, vill komast í bréfasamband við pilta á aldrinum 16 til 19 ára. Einar Jak- obsson, Dúki, Sæmundarhlíð, Skaga- firði óskar eftir bréfasambandi við stúlkur 16 til 17 ára, mynd fylgi. Eymundur Jóhannsson, Sólheimum, Sæmundarhlíð við stúlkur 16 til 18 ára. Og Sigurður D. Skarphéðinsson, Dúki, Sæmundarhlíð við stúlkur 13 AUDIO FIDELITY, til 14 ára. Heimir Baldvinsson óskar að komast í bréfasamband við stúlkur 23 til 25 ára og Elín Baldvinsdóttir við pilta 16 til 18 ára. Bæði að Arnar- stöðum, Bárðardal, S-Þing. Ingunn Ingimundardóttir, Hæli, Flókadal vill komast í bréfasamband við pilta og stúlkur 13 til 15 ára. Ellen Péturs- dóttir, Klöpp, Vogum, Vatnsleysu- strönd óskar eftir bréfasambandi við pilt eða stúlku, mynd fylgi. Gagn- fræðaskólastúlkan í Reykjavík, sem vill komast í bréfasamband við brezka pilta hefur liklegast eitthvert gagn af eftirfarandi klausu. Anton Kristensen, Hellerupvej 54 Kaupmannáhöfn, Dan- mörk gefur ókeypis upplýsingar varð- andi bréfaviðskipti um allan heim. Dönsk kona, Anne Lise Lund Nielsen að nafni til heimilis Tordenskjoldsgade 4, Köge, Sjálandi, óskar eftir að kom- ast í samband við íslenzkan frímerkja- safnara. 16 ára gömul kanadisk stúlka, Linda Murkas, óskar eftir bréfasambandi við lslending|. Hún hefur áhuga á sígildri tónlist, íþrótt- um og sögu. Heimilisfang hennar er: 210 Wolsely Street, Peterborought, Ontario, Kanada. kvilcniyndir Við skulum hafa smá yfirlit í þetta skipti yfir bandarískar kvikmyndir, gerðar á síðastliðnu ári. Einhver skemmtilegasta bók sem gefin hefur verið út á undanförnum árum er sag- an um Mame frænku. Nú hefur hún verið kvikmynduð með Rosalind Russel í aðalhlutverki og ef að líkum lætur, þá gerir hún þvi sjálfsagt góð skil. Sagan er í stuttu máli á þá leið að Edwin nokkur Dennis gerir erfða- skrá sem meðal annars tekur fram, að að honum látnum skuli systir Mame Dennis taka við syni hans. En þar sem hún er í meira lagi sérvitur og tekur upp á öllu mögulegu, sem enginn heið- Mame frænka og gestir hennar. arlegur faðir kærir sig um að hafi of mikil áhrif á son sinn, þá skal ákveð- inn banki hafa umsjón með fjárhag drengsins og tilnefna mann til þess að líta eftir því að systir sín skemmi drenginn ekki. Að því loknu gengur hann til feðra sinna. Nema nú upp- hefst merkilegt tímabil i ævi Patricks Dennis. Allskyns stórfurðulegt fólk heimsækir frænku hans á öllum tím- um sólarhrings og smá saman lærir hann einmitt allt það sem faðir hans vildi ekki að hann einu sinni vissi að væri til. Of langt mál væri að telja fleira upp, en það er víst óhætt að hlakka til þessarar myndar. Hér er svo njósnamynd með Cary Grant og Eva Marie Saint, auk James Mason, í aðalhlutverkunum. Þetta er ein af Hitchcock myndunum, svo mað- ur þarf ekki að vera i neinum vafa um það, að myndin er bæði skemmtileg og spennandi. Cary leikur mann, sem af einhverjum dularfullum ástæðum lendir í því að vera sífellt skotmark ýmissa aðila, sem allir virðast vera jafnsannfærðir um ágæti þess að punda blýi i hann eða kála honum á annan hátt. Auðvitað er kvenmaður með í spilinu, en eins og vera ber, er vel óljóst alla myndina út í gegn hverjum hún er hliðholl. En Hitch- cock hefur ekki ennbá svikið fólk um að láta hlutina enda bærilega. Cary Grant og Eva Marie Saint. 1 nýjustu mynd Frank Sinatra hvað: hann vera með gat I hausnum, ef nokkuð er að marka kvikmyndaheit- ið. Jæja, myndin fjallar um það, að Tony (Frank) nokkur rekur hótel í Florida, sem ekki er nema I meðal- lagi gott fyrirtæki. Satt að segja er hann á kúpunni og til þess að bjarga málunum við hringir hann í bróður sinn i New York, sem ekki er alveg á flæðiskeri staddur, og biður hann að bjarga sér og punga út með svona nokkur hundruð Þúsund krónur. Ekki er það fengið og reyndar segir bróð- urinn honum, að ef hann fari ekki Þar fór seinasti skildingurinn. að vinna heiðarlega vinnu, þá skuli hann ekki gera sér vonir um að fá að halda syni sínum. Því, svo segir bróðurinn, þú átt enga peninga, ekk- ert heimili, sem sagt, þú ert róni. Og þess vegna, vinur kær getum við hjón- in tekið af þér drenginn, nema . . . Og með þetta fer Tony á stúfana til þess að bjarga peninga og fjölskyldu- málunum. E7x auðvitað tekst honum ekki betur en það, að hann eyðir öll- um peningunum í veðreiðar og nú er honum ekkert að vanbúnaði að leggja upp laupana. En það er ekki öll nótt úti enn, því forsjónin á svolítið í pokahorninu handa honum og kann- ski fleirum. Það er eins og Cary Cooper verði aldrei þreyttur á að vera hetja. En í þetta skipti er það nú á dálitið ann- an hátt en venjulega. Bandarikja- menn eiga í striði við mexikanska bófaflokka og í þeim viðureignum standa fimm hermenn sig með slíkri prýði að ákveðið er að veita þeim orður fyrir frammistöðuna. Og til þess að koma þeim heilum á ákvörð- unarstað til að taka við þeim, eru þeir látnir hætta öllum hernaði og fenginn herforingi eða slikt til að koma þeim á réttan stað. Og þeir þurfa að fara um eyðimörk til þess að komast á áfangastað. Ennfremur eru þeir með konu eina í hópnum, sem leiða á fyrir herrétt fyrir föður- landssvik. Þeir lenda í bardaga við leyniskyttur. Þeir verða matarlausir og vatnslausir og það líður að því, að þeir missa heldur betur áhugann á öllum orðum og tignarmerkjum. En foringinn Thorn (Gary) er staðráð- 12 VIKAM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.