Vikan


Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 25
SELUR YÐUR CARABELL A KLÆÐIR YÐUR LAUGAVEGI 19 Ijcfaiu^ttaK se6L HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Það verður ó- venjumikið um að vera á vinnustað í vikunni. Hætt er við að Þú verður fyrir óréttlátum ásökunum af vini þínum, en annar vinur þinn verður til þess að sýna honum fram á hið sanna. Miðvikudagurinn er heilladagur. Þá gefst þér færi á að gera Þá breytingu á högum þínum, sem þig hefur lengi langað til að gera. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Þú ættir að reyna að endurnýja kunningskapinn við gamlan félaga þinn, vegna þess að þið getið hagnazt mjög á gagn- kvæmum samskiptum. Einkum gæti þetta orðið til þess að þið vinnið ykkur inn aukið fé. Varaztu að endurtaka tilraun þá, er misheppnaðist fyrir nokkrum vikum. Það er mjög hætt við því að allt fari á sama veg. TviburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þú skalt ein- vörðungu reiða þig á eigin dómgreind í þvi máli, sem á hug þinn þessa daganna. Einn vinur þinn er fús til þes að gefa þér hollráð, en hætt er við að hann geri sér ekki næga grein fyrir því hvernig málin standa, þú verður fyrir miklu láni í vikunni, en ekki skaltu samt búast við að þetta heppnist enn ef þú reynir að nýju. Þú kynnist skemmtilegri konu í vikunni. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Hætt er við að þú misskiljir velvilja eins kunningja þíns og fyll- ist tortryggni í hans garð. E'f þú athugar málið ör- lítið betur, kemst þú að því, að nahn vill þér ekkert annað en gott. Þér verður boðið út í vikunni. Að vísu verður þetta allskemmtilegt heimboð, en þó ekki nærri eins skemmtilegt og þú gerðir ráð fyrir. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Konur virðast nokk- uð varasamar í vikunni, einkum þó fyrir kynsystur þeirra. Líklega verður lögð fyrir þig gildra í vik- unni, til þess að kanna einn eiginleika í fari þinu. Að öllum líkindum stenzt þú þetta próf með miklum ágætum, og það verður til þess að þú hækkar í áliti meðal nokkurra kunningja þinna. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þú ættir um- fram allt að forðast einveru í vikunni, þvi að þér hættir dálítið við sjálfsvorkunn þessa dagana. Ein- veran gæti orðið til þess að þú álitir þig einmana og vinasnauðan. Sem auðvitað er mesti misskiln- ingur. Þú skalt sinna einu áhugamáli þínu — því áhugamáli sem þú hefur unnið að undanfarið — félagi með kunningja þinum, sem á sér sama áhugamál. Heillalitur bleikt. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.K Þú hefur verið mjög umburðarlyndur gagnvart einum félaga þin- um undanfarið — full umburðarlyndur. Nú er tími kominn til þess að Þú segir honum til syndanna. Hann mun verða þér í hjarta sínu þakklátur síðar meir. Segðu engum frá því, sem þér var trúað fyrir í fyrri viku, það gæti komið sér afar illa — ekki sízt fyrir þig. Þú færð furðulega hugmynd, sem þú skalt ekki hrinda í fram- kvæmd. Drekamerkiö (24. okt—23. nóv): Vikan verður frem- ur tilbreytingarlítil, Þó mun fimmtudagurinn skera sig úr hvað það snertir. Því að þann dag gerist dá- litið, sem varðar framtið þína, enda þótt það sé ekki Ijóst í fljótu bragði. Mundu að efna það lof- orð, sem Þú gafst vini Þínum fyrir svo sem mánuði. Þú hefur gagnrýnt dálítið í fari kunningja þíns en sannleikurinn er sá, að þetta er einmitt þinn stærsti galli. .Bogamaðurinn (23. nóv.—21. des.): Þú skalt ekki gera neit, sem stríðir á móti samvizku þinni, þótt freistandi sé. Það sækja að þér ýmsar freistingar, sem þú færð aðeins sigrazt á með einstakri skap- stillingu. Þú hefur farið heldur illa með peningana undanfarið og eytt þeim í einskisnýta hluti •— og nú færð þú rækilega að finna fyrir því. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þér býðst einstakt tækifæri i vikunni, en þú verður að hafa augun opin, ef þú vilt ekki missa af þessu tækifæri. Maður, sem þú þekkir lítið sem ekkert kemur talsvert við sögu þína í þessarri viku. Verða afskipti hans öli hin jákvæðustu og þér til heilla. Amor er mikið á ferðinni í vikunni, einkum meðal fólks undir tvítugu. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þú hefur keppt að því undanfarið að ná settu marki, og einmitt nú þykist þú vera að ná því. En ef þú hugsar þig vel um, þá er þetta alls ekki það mark sem þú settir þér, og er það miður. Þú skalt vanda allt það sem þú sendir frá þér skriflega i vikunni, ellegar gætir þú komizt í mesta klandur. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Líklega mun flest fara eftir þínu höfði i vikunni. Þetta verður til þess að skapið bætist til muna, en þú mátt samt varast að fyllast ekki hroka og ofmetnaði. Ef þú fellur í vissa freistingu á föstudag, er hætt við að allt snúist á móti Þér. Vertu þvi vel á verði. Loksins færð þú þessa heimsókn, sem þú hefur verið að bíða eftir —- og ekki verður þú fyrir vonbrigðum. Heillalitur grátt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.