Vikan


Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 35
KVÖLD í KLÚBBNUM. Framhald af bls. 5. fyrir Bandarikjamenn. Það kom til mála að fá hann til að skipuleggja Klúbbinn, en það voru svo svimandi fjárupphæðir, sem hann vildi fá fyrir ómakið, að ekki var talið fært. Ragnar Þórðarson, forstj. Mark- aðsins, fór utan og kynnti sér ræki- lega sambærilega skemmtistaði og kom heim með mjög ákveðnar skoð- anir, sem siðan var framfylgt. Höf- uðeinkenni hússins er það, að þvi cr skipt niður i einingar og þær innréttaðar með mjög ólfku móti, svo að menn geta farið úr einu um- liverfi f annað. Klúbburinn er til húsa í nýreistu húsi við Borgartún, og þegar bjart er, sést beint út á sundin. Skemmti- staðurinn er á tveimur efri hæðun- um, og óhætt mun að segja, án þess að varpað sé minnstu rýrð á aðra skemmtistaði, að þessi hafi upp á skemmtilegri húsakynni að bjóða en annars staðar er að finna hérlend- is. Má líka segja, að eðlilegt sé, að hinn nýjasti standi þar fremst; við lifum hvort eð er á framfaratimum. Þegar komið er inn í Klúbbinn, verður það fyrst fyrir augum, að lágt er undir loft, en innréttingar sérlega hlýlegar og fjölbreytilegar. Verður þá fyrst fyrir veggur með 'kinverskum skreytingum, en þar inn af bar með lágum borðum og laus- um stólum. Úr þessum bar er opið inn i Veiðikofann, sem er ein vin- sæalsta vistarvera Klúbbsins. Þar eru sæti meðfram veggjum, fóðruð með sútuðum gærum, og glugga- tjöld úr kálfsskinnum. Á þessari hæð er líka salur, sem 'kallaður er „italski restaurantinn“, og innan veggja hans er bar. Þess- um sal má skipta niður í smærri einingar, og er hann leigður út fyr- ir samkomur og veizluhöld. Ragnar Þórðarson sagði, að til- gangurinn með þessum sal væri sá að gera mönnum hægara um vik að taka á móti gestum og gera það óþarft fyrir efnaða menn að reisa hús upp á eina til tvær milljónir, sem einkum hefði þann tilgang að gera kleift að taka á móti gestum. Nú geta þessir menn, sagði Ragnar, byggt yfir sig fyrir 5—600 þúsund og haldið samkvæmi í Klúbbnum, þegar þeir þurfa þess með. — Það er kannski ekki nema fjórum eða sex sinnum á ári, að þessir menn halda umfangsmikil gestaboð, og þá er nokkuð dýrt að byggja rándýrar „villur" til þess eins, sagði Ragnar. — Það er enn fremur ætlunin, sagði hann, að þeir, sem þurfa að halda veizlur, geti fengið Veiðikofann og annað hliðarherbergi til þess að taka á móti gestum sinum og bjóða þeim upp á „drink“, áður en opnað er inn i salinn. — Við spurðum Birgi, hvort menn hefðu sýnt þessu áhuga, og kvað hann svo vera, — margir hefðu þegar fengið „ítalska restaurantinn“ til minni og meiri háttar veizluhalda. Þegar komið er upp á efri hæð, er mun hærra undir loft, og sú hæð er meira í einni heild. Þar verður fyrst fyrir setustofa með djúpum stólum og arni í öðru horni, en bar i hinu. Birgir sagði, að ævinlega væri þar áskipað og kannski mætti segja, að það væri vinsælasti stað- urinn i Klúbbnum. Það skal sagt forráðamönnum til hróss, að dans- gólfið þar á efri hæðinni er liklega stærra en á öðrum skemmtistöðum i Reykjavik, enda hægt við að jafn- ast. Enn er ótalinn Blómaskálinn svonefndi með japönskum tehússtil. Nokkrar afburðasnjallar skreyt- ingar prýða veggi Klúbbsins og eru þær eftir Disley Jones, sem er einn þekktasti leiktjaldamálari Breta. Það var mikið um hjónafólk í Klúbbnum þetta kvöld, og sagði Birgir, að það væri ævinlega svo og þeim líkaði það vel. Hann sagði þá halda unglingum algerlega utan dyra; það hefði verið nokkur að- sókn af þeirra hálfu í fyrstu, en nú væri það liðið. Annars virtist okkur kaupmenn og heildsalar bæjarins vera þar sérlega fjölmennir. Vikan var með ljósmyndara á ferðinni þetta kvöld, og hér birtast nokkrar myndir, sem sýna svipmót hússins betur en orð, og einnig sjást á þeim myndum nokkrir af gestum Klúbbs- ins þetta kvöld. -jc FRAMTÍÐARDRAUMUR- INN. Framhald af bls. 4. frá þessu fullur eftirvæntingar, krosslagði hún handleggina og starði undrandi á hann. — Upp í sveit, sagði hún. — Já, væna mín, svaraði hann. — Hænsni? sagði hún. — Já, væna mín. — Nú fer ég að skilja þetta, sagði hún. — Það glcð- ur mig. — Og hvað á svo að verða um mig? — Hvað áttu við, góða min? — Heldur þú, að ég hafi verið eiginkona fangavarðar í öll þessi ár til þess eins að eyða ellidögun- um 1 einhverri sveitarholu, sjá um hænsni og hirða grasblett? imynd- arðu þér, að ég hafi hlustað á allt þetta raus um kuldalega ranghala, varðbjöllur, reglur og fyrirskipanir til þess eins að verða grafin lifandi uppi i sveit? Nei, Albert, þegar þú ert kominn á eftirlaun, flytjumst við til borgarinnar. Þar erum við nær pabba og mömmu, og þar eru fleiri kvikmyndahús. Og svo ... — Ég biðst afsökunar, sagði hann. Hann fór beint til fangelsisins og bað um einkaviðtal við forstjórann. — Hr. forstjóri, sagði Albert. — Ef yður er það ekki ljóst nú þegar, langar mig til að benda yður á, að andlitið á yður er eins og vanrækt malargryfja. — Og áður en forstjór- inn hafði áttað sig á þessari yfir- lýsingu, rak Albert honum vel úti látið hnefahögg á gagnaugað og steig síðan rækilega ofan á hann, áður en honum gæfist ráðrúm til að rísa á fætur. Albert var dæmdur i tiu ára fangelsi fyrir líkamsárás. Ilann er þar ennþá, og nú fær hann sannarlega að vera i friði. Hann veit, að ef hegðun hans er til fyrir- myndar, verður honum sleppt, áður en timinn er útrunninn. Er hegðun hans þá óaðfinnanleg? Nei, þvi fer fjarril ★ IBÚÐARHUS n VERKS Ml-D JU HUS FRYSTIHÚS Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota- legri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). Lcekjargötu . Hafnarfiröi . Sími 50975. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.