Vikan


Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 2

Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 2
Tlöni auðveldar hárlagninguna Hárið verður glæsilegt á erlendum Ungfrú Island I hlýtur verðug verðlaun i , , j „Ungfrú Island“ fær að verðlaun- um ferð til Bandaríkjanna til þátt- töku í keppninni Miss International á Langasandi, — þriggja vikna uppi- hald að kostnaðarlausu og skotsilfur, er samsvarar 100 Bandaríkjadölum. Þar að auki fylgir kvöldkjóll og und- irfatnaður. Ferðinni verður hagað þannig: Farið verður með flugvél Loftleiða til New York, staðið þar við í tvo daga og síðan farið með þotu frá TWA og flogið með viðkomu í Pittsburg, Chicago og Las Vegas til Los Angles. Þaðan er flogið til Long Beach, sem er klukkutímaferð. Með- an á dvölinni á Langasandi stendur, verður farið í heimsókn í kvikmynda- ver Twentieth Century Fox og Columbia, og sú heimsókn stendur yfir í tvo daga. Einkabill með nafni stúlkunnar verður til táks allan tím- ann. Það er nýjasta „módelið" af Dodge, og einkabílstjóri fylgir að sjálfsögðu. Dvalizt verður á bezta hóteli borgarinnar, Lafayette. HÁRIÐ HELDUR SÉR MJÖG YEL MILLI ÞYOTTA ^LLAR VILJUM við að hárið verði eins og það er lagt og haldist þannig milli þvotta. Ef við breytum hárgreiðslu, þá þarf nýja greiðslan að endast vel. Þess vegna er nauosynlegt að fá sér perm og það er TONI sem leysir galdurinn. EVEN-FLO hár- liðunarvökvinn er það eina, sem gerir lagninguna auðvelda. Setur glæsibrag á hárið. Svo auðvelt. Fylgið aðeins hin- um einföldustu leiðbeiningum, sem eru á íslenzku, og hárlagningin verður fullkomin, og endingargóð. Gentle fyrir auðliðað hár. Super fyrir erfitt hár. Regular fyrir venjulegt hár. Númer tvö til Parísar og Flórída önnur verðlaun: Ferð til Miami í Flórída og þátttaka í keppninni Miss Universe 1961. Ókeypis dvöl í hálf- an mánuð, skotsilfur, er samsvarar 100 Bandaríkja-dölum. Ferðinni verð- ur hagað þannig: Farið með íslenzkri flugvél til Evrópu og síðan til Paris- ar og dvalizt á Hótel Napóleon í París í þrjá til fjóra daga, síðan far- ið með Boeing 707 þotu frá Air France til New York og staðið þar við í þrjá daga. Þaðan verður folgið suður til Miami 1 Flórída.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.