Vikan


Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 11
Blaðamaður Vikunnar heldur áfram frásögn sinni Við ákváðum aS byrja á vinstri bakkanum, en þaS var of snemmt til þess, aS nokkurt fjör væri orSið í kjöilurunum við Saint-Germain-des-Prés. Hins vegar fundum við einhvers stað- ar í Latinuhverfinu ágætan kjallara, sem gat státaS af skemmti- legri Dixieland-hljómsveit. ViS sátum þar til kl. tiu. Á þessum slóðum gerist framhaldssagan í Vikunni, Unglingar á glap- stigum, og lýsir mjög vel lífi þessa umkomulausa, unga fólks, sem snúið hefur bald við fjölskyldu og heimilum til þess aS lifa saman í hálfgerðu eða algeru tilgangsleysi. JÓNARNIR be-ntu okkur sérstaklega á kjallara í Rue de la Huchette, og viS komum sannarlega ekki að tómum I / kofunum þar. í þessum hálfdimma kjallara var nálega eingöngu ungt fólk, og mér fannst ég þekkja sumt af þvi úr framhaldssögunni. Það var allt saman á níð- þröngum og snjáSum kakíbuxum, stúlkurnar meS hárið í allar áttir, axlasítt. Þær voru sumar í peysum eða einhvers konar úlpum og allar á flatbotna skóm. Strákarnir voru í leður- jökkum eða peysum, i támjóum, itölskum skóm, háriS ókilppt og ógreitt fram á ennið. Allii streittust við að liafa á sér kærulausan lifsleiðasvip, eins og vildu þeir segja: Þetta er allt einskis virði fyrir mig, — það er ekkert í þessum heirni, sem ég þekki ekki eða kemur mér á óvart. Það var litiði á okkur meS fyrirlitningu; við vorum báðir sæmilega klipptir og báðir með bindi, en það er hvort tveggja megineinkenni á fyrirlitlegum betriborgurum og hámark alls hégóma. Þessi lýður kennir sig við existentialisma, sem franski rithöfundur- inn Jean-Paul Sartre er höfundur að. Ungmennin dönsuðu „tjútt“ af miklum krafti, en aldrei stökk þeim bros, og það þykir ágætt að þeyta dömunni i kringum sig til þess að vita, hvað hún þolir, slengja henni aftur á bak á sér og fram yfir höfuð og ganga siðan fyrirvaralaust út úr dansinum, eins og nm ekkert hefði gerzt. Meðan á þessu stendur, gæta þeir þess að sýna sem minnst svipbrigði. Þetta unga fólk er ekki hingað komið til þess að leita eftir ástum, — allra sízt kvenfólkið. Ástin er óviðkomandi þessum existentialistadöm- um; þeim finnst allt slíkt hlægilegt. Þó eru auðvitað til undan- tekningar, eins og bezt kemur fram í sögunni Unglingar á glapstigum. Segja má, að mannlífið geti tekið á sig allkynlegar myndir og undarlegar, og óviða munu sjást fjölskrúðugri fyrir- brigði þess en einmitt í París. Úr þessum merkilegu kjöllurum liéldum við niður á Montparnasse og komum viða við, meðal annars þar, sem aðallega héldu til listamenn. Andrúmsloftið þar var ákaflega menntað, og ég minntist þess að hafa séð afturgöngur úr þessu lifi á Laugavegi 11. Þeir voru flestallir með skegg, og yfirgnæf- andi meiri hluti reykti pípu. Klæði höfðu þeir vond. Þetta var mjög alvörugefin samkoma, enda sæmir ekki að hafa uppi glens, þar sem svo grafalvarleg málefni sem listir eru á dagskrá. Þar var einnig kvenfólk af sama sauðahúsi: Bar litið á milli um útlitið utan skeggið. Þær voru ákaflega gáf- aðar á svipinn. Þar í nándinni var heldur óhrjáleg knæpa, kölluð Knapinn. Veggir eru þar flúraðir mjög, eins og víða tíðkast á þess hátt- ar stöðum. Dansmeyjar áttu það víst að heita, sem þar sýndu listir sínar. Þær voru allar í reiðfötum og með svipur. Á einum stað var það helzt til skemmtunar, að konu einni var e-kiS fram á gólfiS, og var hún svo ferlega feit, að aldrei höfðum við séð neitt þvilikt. Gizka ég á, að hún hafi verið ekki niinna en 400 pund, enda var hún að mestu hjálparvana. Það eru annars ólíklegustu hlutir, sem menn lifa á í París. Einn vert- inn auglýsir, að hann hafi versta restaurantinn i allri borg- inni, og lætur víst nærri, að það sé satt. Samt er þar jafnan húsfyllir. Þar er hreytt ónotum í menn, og þeir verða að bjarga sér sjálfir, því að þjónarnir lireyfa hvorki legg né lið. Hins vegar hafa þeir eins konar óperu þar, sem er svo skringi- leg, að menn halda um magann af hlátri. Á öðrum stað gera gestirnir sér það til gamans að mölva diskana — og þá helzt hver á höfði annars. U/t IÐ komum á La Nouvelle Eve seint þetta kvöld. Það er líl einn feikna-kabarett með margs konar „númerum“, C/ dansmeyjum, pomp og pragt. ÞaS er þar, sem þeir hafa „taxi-girls“, það er að segja, gestir geta leigt sér stúlku til félags, og eru tiu dansar innifaldir í miðanum. Þessar stúlkur standa þar til sýnis, og menn geta valið þá, sem þeim lizt bezt á. Hún fer siðan yfir að borðinu til gestsins og tekur þátt i samræðum við hann og á að vera honum góður félagi, meðan miðinn endist. Þess er vandlega gætt, að stúlkurnar geri ekkert ósæmilegt, og vertinn, monsieur Bardy, sagði okk- ur, að honum væri mjög illa viS það, að gestir efndu til ná- inna kynna við stúlkurnar hans eða hefðu við þær stefnumót að degi til. Þó sagðist hann lítiS geta gert viS þvi. Einu Framhald á bls. 30. <] Á næturklúbb við Montpar- nasse. Hún er dálítið farin að eldast og hefur víst aldrei verið falleg, en er nú samt hið helzta, sem staðurinn get- ur boðið til augnayndis. Næturlífið er slítandi til lengdar. Jafn- j> vel þótt menn séu á bezta aldri, geta þeir verið þreytulegir, þegar þeir fá sér síðasta glasið undir morgunsárið. Vinsamleg samskipti fjarlægra þjóða: [> Hann er frá Malajalöndum, en hún er ein af þeim, sem stuðlað hafa að því, að næturlífið í París er frægt — og eftirsótt. <3 Dansmeyjarnar á Rauðu myll- unni voru aliar merkilega líkar í útliti. Hér eru tvær, frísklegar, ungar og fallegar. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.