Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 10
Fyrsta merki þess, að aagurinn se í nand: Dagblöðum er
ekið á blaðsölustaðina, og syfjaðir nátthrafnar kaupa sér
blað á heimleið.
ÁVið komum enn á Place Pigalle. Hópur drulckinna
hermanna fór yfir torgið með söng og hávaða. Þeir
höfðu þrjár negrastelpur á miili sín. Undir skrautlegu
veggplakati frá La Nouvelle Eve stóðu tveir elskendur
i áköfum faðmlögum, og i porti þar skammt frá svaf
skeggjaður maður um þrítugt. Við gengum inn á krá í
dimmri hliðargötu og fengum okkur te og þetta ágæta
brauð þeirra, sem þeir kalia croissant. Klukkan var
að verða tvö. Tvær þreytulegar dömur komu inn og
litu frekjulega á okkur, borðuðu brauð um leið og
drukku öl með. Þær gáfu okkur bendingu, um leið og þær fóru út, og
önnur þeirra kom inn aftur, þegar við hlýddum ekki. Ég benti henni
að koma til okkar.
— Hvers vegna hefurðu atvinnu af þessu, — færðu ekk.ert betra að
gera?
Hún yppti öxlum. — Ég veit það ekki, — af hverju monsieur væri
að spyrja að því, — af hverju ég kæmi ekki heldur með henni.
— Tja, ég sagðist vera að kynnast lifinu og fólkinu i París.
— Ég á barn, sagði hún, litla stúlku. Hún er alin upp úti i sveit,
en ég kosta það og verð að gefa mikið með henni. Faðirinn er óþekktur.
Litla stúlkan á aldrei að fá að vita, hvernig ég afla minna peninga.
Við skildum það, að hún mundi hafa allvel upp úr sér. Hún var i
rauninni mjög lagleg, en einhver mæðusvipur i augunum.
— Fyrst þið eruð að kynna ykkur lífið hér, sagði hún, — þá get
ég sýnt ykkur svolitið. Ég get sýnt ykkur, hvernig við höfum það, ef
þið gangið með mér yfir götuna. Það er alveg hættulaust.
— Eigum við að athuga þetta? sagði Hans.
— Far þú bara einn, sagði ég, — það er betra. Þú gefur rdér skýrslu
á eftir.
— Ókei, þú bíður hérna. Ég verð áreiðanlega ekki lengi. — Svo fór
hann á eftir henni, og ég beið á bistrónni i kortér. Þá k;om Hans og
hristi höfuðið: — Veslingarnir, sagði hann. Þetta er erfitt lif, en þær
bera sig vel.
Ég bað hann um afdráttarlausa skýrslu.
— Hún sagði mér að hringja við dyr rétt hjá. Það kom ein ung og
frekar lagleg til dyra, og það var eins og hún hefði séð kærkiominn
frænda sinn, sem hefði ekki litið inn í fimm ár. Svo var ég leiddur
inn í setustofu, og þar sátu að minnsta kosti tíu, allar fremur unga)r
og vel klæddar. Þær ráku upp fagnaðaróp, eins og glataði sonurinn
væri fundinn, og svo var ég settur niður mitt á meðal þeírra. Þæir
spurðu, hvað ég vildi drekka, en ég var ekki þyrstur, og þá hlógu þær.
Yfirleitt hlógu þær að öllu, sem ég sagði, og ég vissi ekki alveg, hvern-
ig ég ætti að snúa mér í þessu. Svo fóru þær að spyrja mig, hvort mér*
litist ekki sérlega vel á einhverja þeirra og hvort mig langaði ekki
til að gera einhverja þeirra hamingjusama smástund. Jú, ég hélt nú
það og sagði, að mér þætti verst að geta ekki gert þær allar hamingju-
samar, en það mundi vist vera erfitt. ,Tú, þær voru ekki frá því, að það
væri erfitt og ekki fyrir einn mennskan mann. Ég benti ' á
þá þriðju frá vinstri, og hún hljóp upp um hálsinn á mér
og sagði, að þetta yrðum við að halda hátiðlegt. En það væri ekki hægt
að gera hér. Ég yrði að koma með henni upp á herbergið hennar. Þá
sagði ég ,.þvi miður“, — ég væri blaðamaður að kynna mér næturlíf
borgarinnar, eiginlega hálfgerður svikahrappur að koma inn i þessum
tilgangi. Daman setti upp einhvern skeytingarleysissvip við þessar
upplýsingar. Ég sá ekki, hvort henni líkaði betur eða verr. Hitt var
Ijóst, að ég var elcki glataði sonurinn lengur. Ég gaf henni 300 franka
fyrir gabbið og baðst afsökunar. Meira hafði ekki gerzt.
Við erum úti á götu ennþá einu sinni.
ÆTURLÍFIÐ er að ná hámarki. — Brátt er komið að lokunar-
tíma, og- syfjaðir þjónar taka hjólin sin og hjóla heim til konu
og barna, sem eru sofnuð fyrir löngu. Og dansmeyjarnar í
nælonpelsum og á háum hælum tipla eftir gangstéttunum á leið
heim, stundum einar, stundum í fylgd með herra. Það er að byrja að
birta af morgni, og þá opna einstaka næturklúbbar.
Þangað leita þeir, sem enn hafa ekki fengið nóg út úr
nóttunni — eða hafa ekki húsaskjól annars staðar. Svo
koma fyrstu dagblöðin i blaðsöluturnana, — og dagurinn
er hafinn að nýju.
Við Hans hittumst klukkan níu kvöldið eftir. Hann
var dálitið timbraður, og ég get ekki sagt, að ég hafi
verið sérlega vel fyrir kallaður heldur. Sólskinið hafði
vakið mig um hádegisbilið, og ég eigraði um Tuilerie-
garðana og meðfram ánni megnið úr deginum. Paris
að degi og Paris að nóttu eru tveir ólikir heimar.
1D VIKAN