Fréttablaðið - 09.12.2009, Page 10

Fréttablaðið - 09.12.2009, Page 10
 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR Ringjarar þurfa ekki skæri. Við sendum tilboð beint í símann. Tilboð dagsins: Gláp MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út Gildir í dag, miðvikudag E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 16 3 50% afsláttur í bíó hjá Senu fyrir 1 Ringjarar fara inn á ring.is og óska eftir að fá MMS með tilboðum send í símann. Ath. Gildir ekki í lúxussal, á íslenskar myndir og myndir sýndar í digital þrívídd. Tilboðið gildir í tilteknum bíóum Senu: Ekkert vesen með afsláttarmiða, þú sýnir bara GSM símann í afgreiðslunni. Bíó á hálfvirði í dag á ring.is STJÓRNMÁL Eftirlit Fjármálaeftir- litsins (FME) með starfsemi banka og stórum lántakendum verður stóraukið, samkvæmt frumvarpi til breytinga á lögum um fjármála- fyrirtæki. Tekur frumvarpið á flestu því sem fór úrskeiðis í rekstri og umgjörð bankakerfisins á undan- förnum misserum, að sögn Gylfa Magnússonar ráðherra sem kynnti frum- varpið í ríkis- stjórn í gær. Má segja að mörg- um veigamikl- um köflum gild- andi laga verði kollvarpað. Auk þess sem nýju lögin kveða á um strangara og umfangsmeira eftirlit FME en áður verður fjár- málafyrirtækjunum sjálfum gert að breyta starfsháttum sínum og skipulagi frá því sem nú er mögu- legt. Er tekið á krosseignatengsl- um, möguleikum fyrirtækja á að eiga hluti í sjálfum sér og nán- ast lagt bann við lánveitingum með veði í eigin hlutabréfum eða stofnfjárbréfum. Þá verður FME gert að þrengja reglur um hvernig bankar geta lánað með veði í hluta- bréfum eða skuldabréfum útgefn- um af öðrum fjármálafyrirtækj- um. Einnig verða settar þröngar skorður við lánveitingum til stjórn- armanna og lykilstarfsmanna og er FME falið víðtækt hlutverk við eftirlit með slíkum viðskiptum. Reglur verða settar um hvata- kerfi, kaupaukakerfi og starfsloka- samninga. „Þar verður svigrúm til að fara langt yfir strikið skorið niður og bankarnir þvingaðir til að Kollvarpa lögum til að treysta bankana Eftirlit Fjármálaeftirlitsins verður stóraukið og margvíslegar heimildir bank- anna þrengdar samkvæmt nýju frumvarpi um fjármálafyrirtæki. Lög verða sett um launabónusa og starfslokasamninga og tekið á krosseignatengslum. GYLFI MAGNÚSSON KAUPÞINGSMENN Kaupaukakerfin sem viðhöfð voru í bönkunum voru utan velsæmismarka að mati ráðherra. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi Kaupþings- forstjóri, hefur lýst sig sammála því mati og sagt bónusana vera eitt af því sem hafi farið úr böndunum í bankanum. ■ Bankarnir haldi miðlæga skrá um stóra lántakendur. ■ Stórir lántakendur upplýsi FME um skuldbindingar og stöðu sína. ■ Skerpt verður á ákvæðum um heilbrigða og eðlilega viðskipta- hætti. ■ Tímamörk fjármálafyrirtækja til að selja eignir sem þau eignast vegna þrots fyrri eigenda verða þrengd. ■ Skilyrði fjármálafyrirtækja fyrir að eiga eigin hluti verða þrengd. ■ Nánast er lagt bann við lánveit- ingum með veði í eigin hlutabréfum. ■ Mjög þröngar skorður verða settar við lánveitingum til stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og lykilstarfs- manna. ■ FME setji þröngar reglur um lán með veði í hlutabréfum eða skulda- bréfum annarra fjármálafyrirtækja. ■ Reglur um stórar áhættuskuld- bindingar verða þrengdar. ■ Reglur verða settar um hvatakerfi, kaupaukakerfi og starfslokasamn- inga. MEÐAL EFNIS Í FRUMVARPINU hafa þau mál í eins eðlilegu horfi og hægt er að gera kröfu um,“ segir Gylfi Magnússon. Vissulega sé samningsréttur – sem almennt er frjáls – þrengdur en gæta verði þess að fyrirtæki viðhafi ekki kerfi sem hvetji til óhóflegrar áhættu. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra segir frumvarpið taka á mjög veigamiklum þáttum í því sem leiddi til bankahrunsins og því sé mikilvægt að það hljóti afgreiðslu sem fyrst. Ekki er þó búist við að af henni verði fyrr en á nýju ári. bjorn@frettabladid.is VIÐSKIPTI „Það eru óþolinmóðir Íslendingar og óþolinmóðir útlend- ingar, sem voru lokaðir inni með gjaldeyrishöftunum sem hafa farið þarna út,“ segir Þórólfur Matthías- son prófessor, spurður hvað hann lesi út úr upplýsingum sem fram hafa komið á Alþingi um að fjár- hæðir meintra gjaldeyrissvika, sem Seðlabankinn rannsakar nemi 57,5 milljörðum króna á 10 mánaða tímabili. Hann segir að erlendu aðilarnir geti verið jöklabréfaeig- endur. „En að því marki sem þetta eru óþolinmóðir Íslendingar, gætu það verið útrásarvíkingar sem ótt- ast frystingu eigna sinna.“ Skráð gengi evru var í gær um 183 krónur en þá var sölu- gengi á hinum óskráða aflands- markaði komið í 291 krónu. Þór- ólfur segir það háa verð til marks um að lítið framboð sé á nú krónum til að koma á við- skiptum á aflandsmarkaðnum. Þórólfur segir að ávinningur þeirra sem standa á bak við gjaldeyrissvikin sé í mesta lagi helmingur af heildarfjárhæð- inni og líklega mun minna. „Það er rétt að hafa í huga að tölurn- ar verða fljótt mjög stórar ef litið er á brúttóupphæð viðskipt- anna, en í leiðinni er verið að selja vöru og þjónustu,“ segir hann. „Ávinningur inn er í hæsta lagi helmingur og sennilega töluvert undir því.“ Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið sér á óvart hve upphæð meintra gjaldeyrissvika var há. „En maður hefur heyrt að margir hafi grætt ótrúlegar fjárhæðir á þessu,“ segir Ásbjörn. - pg Hagfræðiprófessor um upphæðir í gjaldeyrissvikamálum: Gætu verið útrásarvíkingar sem óttast frystingu eigna STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á ekki von á að neitt komi fram í nýrri meðferð fjárlaganefndar á Icesave-málinu sem breyti því að ráði eða bæti. Flestallt, ef ekki allt, liggi þegar fyrir. Að kröfu stjórnarandstöðunnar var gert samkomulag í sextán liðum um málsmeðferðina. Kalla á eftir álitsgerðum á lagalegum og efnahagslegum atriðum, auk þess sem ræða á við Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir áfram stefnt að því að ljúka lögfestingu máls- ins fyrir áramót en stjórnin hafi ekki sett sér tiltekna dagsetningu. Reynt sé að tryggja að ekki hljót- ist skaði af þegar orðnum drætti og er Bretum og Hollendingum haldið upplýstum um gang mála. Steingrímur telur, líkt og Jóhanna, að málið sé þaulkannað en fjárlaganefnd muni gera allt sem hún geti til að mæta óskum stjórnarandstöðunnar. „Það er rétt og skylt að mæta öllum málefna- lega rökstuddum sjónarmiðum en ekki öðrum,“ segir hann. Mikið sé til af gögnum sem nægi til að svara mörgum af spurningum stjórnar- andstöðunnar og raunar séu þau fyrirliggjandi á upplýsingavefnum island.is. - bþs Forsætisráðherra telur fjárlaganefnd ekki þurfa langan tíma til að fara yfir Icesave: Flest liggur fyrir og margt á island.is AÐ LOKNUM RÍKISSTJÓRNARFUNDI Steingrímur og Jóhanna tjáðu sig um Icesave-skilmála stjórnarandstöðunnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.