Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 09.12.2009, Qupperneq 22
22 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 N ú þegar litið er til komandi kosninga í sveitarstjórnir á Íslandi í vor kann öllum sanngjörnum mönnum að vera ljóst að illa höfum við nýtt tækifæri til sam- einingar sveitarfélaga á liðnum árum. Nýlegar uppákomur í sveitarstjórnum í stærri og smærri sveitarfélögum vísa til þess að þar gildi önnur sjónarmið oft en þau að láta hag fjöldans ráða, þar fari fyrst á áhugalista sveitar- stjórnarmanna þrengri sjónarmið, jafnvel smáskítleg persónuleg valdaþrá. Það gengur hægt að vinna að sameiningu sveitarfélaga á Íslandi. Sveitarfélög með færri en 500 íbúa eru 30, sveitarfélög með 500 til 1000 íbúa eru 15. Það segir sig sjálft að slík samfélög eru lítils megnug og verða að semja við nágrannasveitarfélög um flesta þjónustu sem þeim er lögskyld. Það er til marks um getuleysi löggjafans að ekki hefur hraðar gengið í sameiningu smærri sveitarfélaga, enda er hið úrelta og óhagstæða skipulag valdað af ólýðræðislegu atkvæðamagni í dreifðari byggðum og valdað af þingmönnum sem standa í því skjóli. Á höfuðborgarsvæðinu töldu menn skynsamlegt fyrir tíu árum að fækka sveitarfélögum í tvö stór sveitarfélög, annað frá Kjalar- nesi að Kópavogslæk, hitt þaðan í suður allt suður á Vatnsleysu- strönd. Sumir vilja ganga enn lengra og segja hagsmuni íbúa á þessu svæði best varða í einu stóru sveitarfélagi, ekki aðeins með tilheyrandi endurskipulagningu heldur ekki síður með aukinni og bættri yfirsýn yfir landsvæði sem er nú eitt atvinnusvæði. Er hagsmunum íbúa betur komið í enn stærri sveitarfélögum suður og norður og fyrir austan: einu stóru sveitarfélagi frá söndunum að Selvogi, einu stóru sveitarfélagi á Reykjanesi frá Selvogi að Straumi, einu frá Hvalfjarðarmynni að Hnappadal, sveitarfélagi á Snæfellsnesi, Dölum með Barðaströnd og suðurhluta Stranda, sveitarfélagi frá Hrútafirði að Húsavík. Nú þegar kreppir að allri þjónustu sem við teljum sjálfsagða verður að líta til sameiningar og endurskipulags á embættiskerfi sveitarfélaga. Þar er við ramman reip að draga, starfsmannahald er samofið stjórnmálahreyfingum á hverjum stað, þar sitja menn í skjóli sem hróflað var upp í einhverjum meirihlutanum í kerfi sem leiðir til slakrar stjórnunar, ófaglegra ákvarða og vafasamra fjárfestinga. Fylgifiskur smæðar er hreppapólitík, hagur heildar hverfur fyrir plássfrekum eiginhagsmunaseggjum. Í sinni ömur- legustu mynd geta fámenn sveitarfélög sett nágrönnum sínum og þjóðinni allri stólinn fyrir dyrnar eins og sannast best á fyrirganginum í Ölfushreppi sem vilja troða gufuaflsvirkjun ofan í hálsmálið á Hvergerðingum og tilkynna Sunnlendingum, þingi og framkvæmdarvaldi að þeir hyggist taka brúartoll liggi raflínur um hraunmelana ofan við Þorlákshöfn. Það er margt úrelt og fjarstæðukennt í byggðastjórn á Íslandi, en neyðin ætti að kenna mönnum að hugsa upp á nýtt, sækja fram en hætta búhokri í hróðugri heimsku, sameina en sundra ekki, laga það sem komið er í flækju af manna völdum. Stór umskipti í sameiningu sveitarfélaga á Íslandi eru brýn söguleg nauðsyn. Með pottlok fyrir himin: Skemmtiatriði í sveitarstjórnum PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Það var ekki fyrr en tuttugu og þrír starfsmenn franska síma- félagsins France-Télécom höfðu fargað sér, eins og ég hef áður skýrt hér frá, að blaðamenn fóru að beina athyglinni að ástandinu í þessu einkavædda fyrirtæki og þeirri meðferð á starfsfólkinu sem þar var farin að tíðkast. En á því lék ekki minnsti vafi að hún átti stóran þátt í því að menn tóku að leggja á sig hendur, jafnvel á vinnustaðnum sjálfum, eins og bréf sem þeir létu eftir sig báru vitni um. Yfirmenn fyrirtækisins tóku þessu fyrst með kaldlyndi, einn talaði háðslega um „sjálfsmorðs- tísku“, en neyddist þó til að biðj- ast hjáróma afsökunar þegar hann fann viðbrögðin við þessum orðum. Annar sagði að stjórnar- hættir í fyrirtækinu væru mjög eðlilegir, þeir væru eins og tíðk- aðist í slíkum einkafyrirtækjum um allan heim. Þessi orð voru í hæsta máta athyglisverð, af þeim mátti nefnilega ráða hvað væru taldir „eðlilegir stjórnarhættir“ fyrirtækja í veröld frjálshyggj- unnar. Og á það vörpuðu nú frá- sagnir fréttamanna nokkru ljósi. Eitt virtist vera aðalatriðið: svipta starfsfólkið allri mann- legri virðingu og gera það að verkfærum sem hægt væri að fara með að vild – kannske í anda Aristótelesar í fornöld sem sagði að þrælarnir væru „talandi verk- færi“ – og kom fram eitt lítið en skýrt dæmi um það. Sú hefð hefur löngum verið ríkjandi í Frakklandi að konur sem vinna á skrifstofum hafi á borðinu fyrir framan sig nokkrar ljósmyndir af börnum sínum, kannske á ýmsum aldri, svo og af rokksöngvaranum vinsæla Johnny Halliday. En skyndilega var þetta bannað með öllu, í skrifstofum símafélagsins mátti ekki vera nokkur skapaður hlutur, hvorki á borði, veggjum né annars staðar, sem tilheyrði ekki Fyrirtækinu, starfsfólkið mátti ekki hafa nokkurn þann hlut sem gæti minnt það á að það væri persónur og ætti sitt líf, einnig fyrir utan Fyrirtækið. Það átti sem sé ekki að eiga neina fjölskyldu aðra en Fyrirtækið. Annað stigið í þessum mark- vissu aðgerðum var að einangra einstaklingana, gera þá að „öreindum“ eins og sagt hefur verið, og rjúfa alla samkennd og samvinnu – þeir áttu ekki að geta tekið sig saman fremur en nokkr- ar skóflur geta gert með sér sam- tök í verkstæði – setja þá helst í samkeppni hvern gegn öðrum. Ein leiðin til þess var sú að láta menn í sífellu skipta um starf innan símafélagsins, senda þá t.d. fyrirvaralaust í annað útibú 300 km í burtu, og fjöldamargt annað var í þessum dúr. Um þetta allt voru nú skrifaðar langar frásagnir í frönskum blöð- um, þar sem starfsmenn síma- félagsins fengu nú loksins að leysa frá skjóðunni. Blaðið „Le Monde“ hóaði auk þess í félags- fræðinga sem skilgreindu vand- ann með sæg af löngum og lærð- um nýyrðum. Komust þeir að þeirri gagnmerku niðurstöðu að þetta ófremdarástand stafaði fyrst og fremst af því að í fyrir- tækin vantaði „lárétt samstarf“. Þeim láðist þó að gefa mönnum beinar ráðleggingar um þetta hórisontala puð, sem ætti að leysa lífsins galdur. En frjálshyggjumenn höfðu einnig sína skýringu: í þeirra augum var sökudólgurinn ríkið og það Velferðarþjóðfélag sem nú er að hverfa. Einn þeirra sagði t.d.: „Þetta er Ríkinu að kenna. Félagslega séð hefur það verndað starfsmenn sína um of, þeir hafa færst upp í stöðum eftir starfs- aldri og búið við atvinnuöryggi, samkvæmt frönskum venjum. Svo sendir það í einkageirann menn sem eru ekki búnir undir líf sem er dálítið harðara, dálítið ofbeldisfyllra. Ríkið er eins og bóndi sem hefur alið lömb og sleppir þeim svo út í skóginn án þess að hafa sagt þeim að þar sé úlfa von.“ Þá er lausnin kannske sú að þessi saklausu lömb úr fjárhúsum Ríkisins myndbreytist í úlfa úti í frumskógi frjálshyggjunnar. En það kynni þó að fara öðru vísi en þessi dálkahöfundur ímyndaði sér. Ilbleikir úlfar með strengdan kvið hafa nefnilega sitt skapferli og hugsa sitt, þeirra eðli er að hlaupa um í flokk- um eftir bráð sinni með mikilli slægð og vandlegri samvinnu, og þeir sinna afkvæmum sínum sérlega vel, ekkert getur dregið athygli þeirra frá þeim, mönnum er ráðlegast að reyna það ekki. Því er í rauninni harla ólíklegt að lömbin umbreytt í úlfa beiti sinni nýfengnu ýlfsku í einhverri sam- keppni hvert á móti öðru í anda Adams Smith og hans nóta. Þau eru miklu líklegri til að mynda eitt grátt úlfastóð – það er þeirra aðferð í láréttri samvinnu – renna á móti þeim yfirmönnum sem ollu myndbreytingunni og sýna þeim oddhvassar vígtennurnar öll í senn. Þá er hætt við að það fari að fara um yfirmennina. Lárétt samstarf EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Sjálfsvíg símamanna UMRÆÐAN Björk Vilhelmsdóttir skrifar um velferðarmál Í fjárhagsáætlun Reykja-víkurborgar fyrir árið 2010 kemur fram að þeir fátækustu fá enga hækkun á sinni framfærslu sem er og verður 115.567 kr. á mánuði. Svo virðist sem núverandi meirihluti í Reykjavík hafi hvorki áhuga né skilning á aðstæðum þeirra sem fátækastir eru í samfélaginu og hafa því hafnað tillöguflutningi okkar fulltrúa Samfylkingar innar um hækkun fjárhagsaðstoðar. Við höfum lagt til hækkun í samræmi við hækkun lágmarkslauna eða um 13.500 á mánuði og yrði þá grunnurinn 129.067 kr. Sú tillaga var felld með 4 atkvæðum meirihluta velferðarráðs 18. nóv. sl. en vísað til gerðar fjár- hagsáætlunar. Þar gerðist ekkert. Kostnaður við þessa hækkun er tæplega 163 milljónir króna á árs- grundvelli og merkilegt að tillagan hafi ekki verið tekin upp af meirihlutanum þegar í ljós kom að tekjur borgarinnar yrðu á næsta ári 2,6 milljörðum meiri en áætlað hafði verið. Það er hlutverk sveitarfélaga að tryggja að íbúar þeirra geti lifað með reisn. Sem höfuðborg á Reykjavík að vera í fararbroddi sveitarfélaga um félagslega þjónustu og það var borgin lengst af. Reykjavík var fyrst sveitarfélaga til að greiða sérstaka fjárhagsaðstoð til barna árið 2005. Þá var upphæðin 10 þús. á mánuði en er nú 11.365 kr. Þá tók Reykjavíkurborg upp jólauppbót árið 2003 án þess að dæmi væru um slíkt hjá öðrum sveitar- félögum. Þrátt fyrir að íslenskt samfélag horfi nú upp á stórfellda fjölgun þeirra sem búa við fátækt hafa reglur um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar ekki tekið neinum breytingum. Formaður velferðar- ráðs segir mikilvægt að hafa skýrar og gegnsæjar reglur. Það er mikilvægt, en mikilvægast er að sjá að núverandi framfærsluaðstoð Reykjavíkur dugir fólki ekki til að draga fram lífið. Það er óumræðanlega sárt þegar jólin nálgast. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að borgar- stjórnarmeirihlutinn sitji fast við þá ákvörðun að hækka ekki framfærslu þeirra sem fátækastir eru. Þau geta treyst því að við fulltrúar Samfylk- ingarinnar munum samþykkja hækkun fjárhags- aðstoðarinnar – um það verður ekki pólitískt moldvirði. Höfundur er borgarfulltrúi. Fá þeir fátækustu ekki hækkun? BJÖRK VILHELMSDÓTTIR Birgitta og leyniskjölin Hinn 2. desember minnti Birgitta Jónsdóttir í Hreyfingunni varaþing- menn og aðra á þingi á að lesa leyniskjölin svonefndu um Icesave- málin, sem vistuð eru í húsakynnum nefndasviðs þingsins og aðeins þingmenn fá aðgang að gegn loforði um trúnað. Hún benti sérstaklega á tiltekið bréf, það síðasta í möppunni sem skjölin eru geymd í. Það væri athyglisvert, ekki síst dagsetningin á því. Í ljós er komið að bréfið sem hún átti við var tölvubréf Indriða Þorláks- sonar til Marks Flanagan hjá AGS. Birgitta og Wikileaks Daginn áður en Birgitta brýndi fyrir þingmönnum að lesa leyniskjölin var Birgitta á fundi með forsvarsmönn- um Wikileaks. Og viti menn, örfáum dögum síðar birtist leynibréfið, sem Birgitta lagði sérstaka áherslu á að þingmenn læsu, einmitt á vef Wikileaks. Nú hafa Birgitta og félagar hennar í Hreyfingunni sent út yfir- lýsingu, þar sem þau fordæma vinnubrögð Indriða og skora á þá sem bera ábyrgð á málinu að „íhuga stöðu sína“ – með öðrum orðum að taka pokann sinn. Þetta eru forvitnilegar tilviljanir. Umsnúningur Það er oft áhugavert að fylgjast með viðsnúningi sem getur orðið í pólitíkinni, stundum sitja menn uppi með mál sem þeir höfðu áður lítinn áhuga á að ljá brautargengi. Fyrir ári voru sett hér á neyðarlög. Stein- grímur J. Sigfússon hafði fyrirvara á þeim og sat hjá við atkvæðagreiðslu. Nú hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, fellt þann úrskurð að neyðarlögin standist EES-samninginn. Og hver er fyrstur fram á sviðið að fagna því? Jú, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. bergsteinn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.