Fréttablaðið - 09.12.2009, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 9. desember 2009 3
Stórhátíð með Elínu Ósk Óskars-
dóttur sópransöngkonu verður
haldin í fyrsta skipti í Víðistaða-
kirkju á sunnudag en með henni
koma fram þær Steinunn Birna
Ragnarsdóttir píanóleikari,
Bryndís Halla Gylfadóttir sell-
óleikari og Maríanna Másdóttir
flautuleikari auk Drengjakórs
Hafnarfjarðar og Óperukórs
Hafnar fjarðar.
„Það er búinn að vera draumur
hjá mér í mörg ár að standa sjálf
undir jólatónleikum. Söngvarar
og listamenn eru gjarnan að koma
fram á vegum annarra og þá sér-
staklega klassískir listamenn. Það
er gaman og þakkarvert en mig
hefur hins vegar lengi langað til
að gera þetta upp á eigin spýtur
og fá eigin gesti.“ Elín Ósk, sem er
mikið jólabarn, er búin að ganga
með fjölmörg lög í maganum sem
hún hlakkar nú til að geta sungið
fullum hálsi. „Ég er mikill aðdá-
andi stórsöngkonunnar Jessye
Norman og verða nokkrar flug-
eldasýningar úr smiðju hennar á
dagskrá ásamt ljúfum íslenskum
og erlendum jólalögum. Við verð-
um öll í hátíðabúningi, skreytum
kirkjuna og bjóðum upp á huggu-
legheit í hléinu en markmiðið er
að fólk fái hátíð, gleði og hlýju í
hjartað.“
Elínu Ósk langar til að gera
tónleikana að árlegum við-
burði í Hafnar firði og jafnvel
víðar ef vel gengur. Henni er
Hafnarfjarðar bær, þar sem hún
hefur verið búsett síðustu fjórtán
ár, afskaplega kær en hún er bæjar-
listamaður Hafnarfjarðar. „Ég
vona að tónleikarnir geti orðið að
stórhátíð í Hafnarfirði. Við byrj-
um í Víðisstaðakirkju en sjáum svo
hvert þetta leiðir.“
Áætlað er að tónleikarnir standi
yfir í um tvo tíma með hléi og segir
Elín Ósk miðaverði stillt í hóf til
að sem flestir geti komið. Forsala
aðgöngumiða fer fram í Eymunds-
son í Kringlunni og í Eymundsson
Hafnarfirði. Tónleikarnir hefjast
klukkan fimm á sunnudag og verð-
ur einnig hægt að kaupa miða við
innganginn. vera@frettabladid.is
Stórhátíð með Elínu Ósk
Söngdívan Elín Ósk Óskarsdóttir stendur fyrir jólatónleikum í Víðistaðakirkju á laugardag. Þar verður
hún jólakúlan í miðjunni umkringd öðrum listamönnum. Elín vonar að þetta verði árlegur viðburður.
Elín Ósk verður miðpunktur tónleikanna en hún heldur að auki utan um alla framkvæmd þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GULL-ÚRIÐ • MJÓDDINNI
Álfabakka 16 • sími 587 4100
Axel Eiríksson úrsmíðameistari
Fallegt skart
Gull – Silfur – Stál
Silfurskartgripir með lituðum sirkonum.
Grænn – Hvítur – Fjólublár – Bleikur
Bæjarlind 6 - Eddufelli 2
Sími 554-7030 Sími 557-1730
www.rita.is
Glæsilegur
jólafatnaður
- Munið gjafakortin -
Nýtt - Nýtt - Nýtt
Vorum að taka upp nýja
sendingu af prjónuðum hettu-
trefl um og hringtrefl um.
Verð frá kr. 2500.
Mikið úrval og
margir litir.