Fréttablaðið - 09.12.2009, Page 28
9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
Jólaskraut Tinnu Kristjánsdóttir
er óvenjulegt en afar fagurt. Hún
föndrar það úr hinum ýmsu af-
göngum sem hún hefur sankað
að sér í gegnum tíðina.
Tinna Kristjánsdóttir byrjaði að
föndra jólaskraut fyrir mörgum
árum. „Í upphafi voru þetta gjaf-
ir til þeirra sem mér þykir vænt
um,“ segir hún en síðan þróað-
ist hugmyndin og hún fór að selja
skrautið. Nú hefur hún setið við
frá lokum október og föndrað fag-
urt skraut á heimili Íslendinga.
„Hugmyndirnar að skrautinu
koma alls staðar að og þróast oft út
frá hráefninu sem ég nota,“ segir
Tinna sem notar ótrúlegustu hluti
í skrautið sitt. „Sumt eru hlutir
sem ég á sjálf, hlutir sem ég hef
passað vel upp á eins og sérstök
nammibréf með myndum. Þá nota
ég gömul leggingabönd frá mömmu
minni sem er með fyrirtæki sem
býr til lampaskerma og böndin
eru örugglega frá þriðja áratugn-
um,“ segir hún. Hún segist þekkt
fyrir söfnunaráráttu. „Ég er mjög
oft spurð hvað ég ætli eigin lega að
gera við allt þetta drasl. Mér finnst
þetta vera svo svívirðileg spurning
og henni er í raun svarað í því sem
ég bý til,“ segir hún glaðlega.
Hverju jólaskrauti fylgir síðan
eitt orð sem minnir á jólin. „Eitt
kvöldið sátu tvær mjög kærar vin-
konur með mér og við upphugsuð-
um fjöldamörg orð sem tengd eru
jólum. Þetta eru orð á borð við kan-
ill, vísnasöngur, kerti og spil og
viðlíka,“ segir Tinna og finnst til-
valið að fólk gefi jólaskrautið ein-
hverjum sem því þyki vænt um.
Jólaskraut Tinnu fæst í verslun-
inni Heimili og hugmyndir á Suður-
landsbraut, í gamla Fálkahúsinu.
- sg
Gjöf fyrir kæra vini
Tinna notar ýmsa hluti í skrautið sem
hún hefur safnað að sér.
Þessi sérstæða jólakúla sómir sér ein og
sér eða sem skraut á jólatré.
Unglingar eru sennilega van-
metnasti aldurshópurinn en
oftast sá sem er frumlegastur og
hugmyndaríkastur.
Það sannast til dæmis í enn einu
verkefninu sem Frístundamiðstöð-
in Kampur stendur nú fyrir en hún
er rekin af Íþrótta- og tómstunda-
ráði Reykjavíkur. „Frístunda-
miðstöðin Kampur rekur þrjár
félagsmiðstöðvar, Punktur Is í
Hlíðaskóla, 100og1 í Austurbæj-
arskóla og svo 105 í Háteigsskóla.
Nú fer próftímabil í grunnskólun-
um í hönd svo við leggjum áherslu
á hafa það rólegt og huggulegt,“
segir Hrefna Guðmundsdóttir,
verkefnastjórnastjóri í Kampi.
„Fyrir jólin höfum við komið upp
fjórum smiðjum, sem fara hring-
inn á milli félagsmiðstöðvanna,
Í einni smiðjunni þrykkjum við
á boli, í annarri þrykkjum við á
bolla, í þeirri þriðju búum við til
brjóstsykur og í síðustu smiðj-
unni er skartgripagerð.“ Hún
segir að mikil stemning hafi
verið í brjóstsykursgerðinni í 105.
„Hann var ekki beint hefðbundinn
brjóstsykurinn sem kom út úr
þeirri sykursmiðju,“ segir hún
og hlær. „Það var alls kyns brjóst-
sykur framleiddur, allt frá hjört-
um og til hnullunga.“
Hrefna hefur unnið með ung-
mennum í nær tvo áratugi og segir
þau í raun ekkert hafa breyst. „Þau
eru eins og annað fólk en ef eitt-
hvað er eru unglingar frumlegri
og skemmtilegri en annað fólk,
þeir eru að minnsta kosti mjög til-
búnir að kynnast nýjum hlutum
með opnum huga og upplifa eitt-
hvað nýtt.“ Hún segir ungling-
ana marga vera komna í jólaskap
og vera almennt káta og hressa
á aðventunni eins og má á heima-
síðunni, www.kambur.is.“
Unglingar búa til
persónulegar gjafir
Vandað til verka.
Hrefna Guðmundsdóttir fylgist ánægð með föndri drengjanna í Kampi.