Fréttablaðið - 09.12.2009, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2009 3leikur í höndum ● fréttablaðið ●
● AÐMÍRÁLSFIÐRILDI
Stærð heklunálar fer eftir gróf-
leika garnsins. Í fiðrildinu eru
3 litir sem við köllum A,
B og C.
Skammstafanir:
ll. = loftlykkja
kl. = keðjulykkja
fl. = föst lykkja
hst. = hálfstuðull
st. = stuðull
tvf st. = tvöfaldur stuðull
Vængur 1:
Fitjið upp 5 ll í lit A og tengið saman í hring.
1. umf.: (rangan): 3 ll og 4 stuðlar = 5 stuðlar sem ná yfir hálfan hringinn.
2. umf.: 3 ll, 2 st. í hvern af næstu 3 st. = 8 st. Tengið lit B.
3. umf.: Litur B. 1 fl. 1 hst., 3 st. í næsta st., 2 hst, 3 st. í næsta st., 1 hst. og
1 fl. Samt: 12. Tengið lit C.
4. umf.: Litur C. 1 ll., 1 fl., 2 fl. í næstu 2 st., 1 fl., 1 kl., 1 fl., 2 fl. 1 st., 1 tvf.st.,
1 st., 1 fl. Dragið í gegn.
Vængur 2:
Spegilmynd af væng 1.
Gangið frá endum.
Búkurinn: Litur A: 10 ll, 1 fl. í 3. ll., síðan 1
kl í hinar 7. Dragið í gegn og gangið frá
endum. Búkurinn saumaður ofan á væng-
ina.
Heimild:100 flowers to knit & crochet
● UNDIR ILJARNAR
Mottu úr grófu ullarbandi er afar fljótlegt að hekla. Í þessa
er notaður alíslenskur ullarþráður sem heitir Bulky lopi
og er framleiddur hjá Ístexi. Hann er til í þó nokkrum
litum og þeirra á meðal eru hreinir litir með dopp-
um og aðrir tónaðir. Sá sem hér er notaður
er einn þeirra tónuðu og sér til þess að
mynstrið verði eins og skýjafar á himni eða
þokuslæðingur til fjalla.
Heklunálin er númer níu og aðferðin
er hið sígilda fastahekl, þar sem
nálinni er stungið niður í lykkju,
þráðurinn dreginn í gegn, er
svo sóttur aftur og dreginn í
gegnum báðar lykkjurnar. Ein-
faldara getur það ekki orðið.
- gun
● PRJÓNAKAFFI Á HÖFN
Eins og Spaugstofan benti svo smekklega á síðasta laugardag gengur
mikið prjónaæði yfir Ísland og það nær allt frá ystu strönd til innstu dala.
Prjónakaffi eru vel þekktar og vinsælar samkomur sem fara fram á hinum
ýmsu stöðum, meðal annars á bókasöfnum landsins. Á Höfn í Hornafirði
safnast til dæmis prjónelskandi einstaklingar saman í bókasafninu einn
vissan laugardag í hverjum mánuði með sínar hannyrðir, skoða blöð og
bækur um áhugamálið og fá sér kaffisopa.
Blaðamaður Fréttablaðsins datt inn á prjónakaffið á Höfn í haust og
átti þar notalega stund innan um iðnar og skemmtilegar konur.
Ása Guðmunds og Siharu; bak við þær eru Birkir Snær, Ingibjörg Steins, Æsa
Elína og Fríða Þrúðmars. Svo eru það Guðrún Hálfdanar, Guðný Eiríks, Árdís
Halldórs, Guðný Svavars, Guðbjörg og Heiður Vilhjálmsdætur og Halla Bjarna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GUN
*Anna Silfa - www.garnbudin.is
*Anna Silfa - www.garnbudin.is
Prjónað - í dagsins önn
Hún er komin út! Þessi bók er snilld að mínu mati. Kemur
mér í gott og rómantískt skap. Uppskriftirnar eru bæði smart
og koma hugmyndafl uginu af stað. Í þessari bók er eitthvað
fyrir alla, konur sem karla á öllum aldri. Hönnunin á bókinni
er afar falleg og langar mann að takast á við öll verkefnin
í henni. Nýstárleg hönnun og munstur sem maður bara
verður að prófa ! Það skemmir ekki fyrir að hægt er að velja
úr smáum og stórum verkefnum.*
Spennandi bók sem ég get skoðað
aftur og aftur.
Prjónað á börn
Bókin er glaðleg og skemmtileg með uppskriftum sem
börnunum líkar. Uppskriftirnar eru í stærðum 2 - 12 ára,
jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Falleg og smart
snið sem kitla og hvetja mann til að hefjast handa strax!
Það sem heillar mig mest við bókina er hvað uppskrift-
irnar eru settar einfaldar fram, sniðin jafnt fyrir stelpur
og stráka og einnig úrvalið af hversdags og fínni fatn-
aði. Afar sígild og eiguleg bók sem er ómissandi í mínu
hannyrðabókasafni.*
Ég mæli með því að lesa formálann
í bókinni þar sem höfundurinn talar til þín á sinn
einlæga hátt.
Vandaðar prjónabækur
– frá Hugmyndabanka heimilanna
Fullt verð 3.990 kr.
Fullt verð 3.990 kr.
Skráðu þig í Hugmyndabanka heimilanna og fáðu
þessar frábæru bækur saman á aðeins 2.880 krónur.
Skráðu þig núna á www.edda.is/klubbar
eða hringdu í síma 522-2000
Dalvegi 18, Kóp. - Sími 568 6500 - www.fondra.is - Opið 10-18 virka daga, laugardaga 11-16