Fréttablaðið - 09.12.2009, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2009 5leikur í höndum ● fréttablaðið ●
● ALLT UM ALTERNATORINN
Alternator er eitt af þessum bílaorðum
sem sveipa vélina undir húdd-
inu dulúð. Jeppar þurfa stærri
alternatora en fólksbílar og stór-
ar gröfur eiga það til að steikja
þá. Sumir lemja alternatora ef
þeir haga sér illa, en þá eru þeir
hættir að hlaða rafgeyminn. Alt-
ernator þýðir rafall eða spennu-
gjafi sem getur af sér riðstraum. Hann er
tengdur við vélina með reim og hlutverk
hans er að halda rafgeyminum fullhlöðnum
og vega upp á móti spennufalli þegar rafgeymirinn
afhleðst hratt. En rafgeymirinn má ekki tæmast, þá stöðvast bifreiðin.
● HVORU MEGIN? Sumir eiga endalaust erfitt með að muna hvoru
megin bensínlokið er á bílnum. Það
getur verið bagalegt og pirrandi en það
er alveg óþarfi því að bensínmerkið í
mælaborðinu sýnir hvoru megin þú
átt að leggja upp við bensíndælu. Hjá
bensínmælinum er táknmynd og þeim
megin sem stútur og slanga er á þessari
táknmynd, þeim megin er bensínlokið
á bílnum. Svona er þetta í næstum því
öllum bílum.Hér er bensínlokið á hægri hlið.
Bifvélaviðgerðir eru ekki með-
fæddur eiginleiki og við sumum
bilunum er lítið annað hægt að gera
en láta sérfræðing gera við þær.
Sumt getur maður þó, góðu heilli,
gert sjálfur. Til dæmis getur maður
sjálfur athugað ástand hjólbarða og
hjólbarðaþrýsting, skipt um dekk,
athugað kælivökva, skipt um perur
og kerti, athugað vatnsstöðu í raf-
geymi, smurt hurðalamir, kann-
að ástand og stillingu viftureim-
ar, skipt um olíu, olíusíu og
loftsíu, blettað í rispur
á lakki og svo auð-
vitað þrifið bíl-
inn. Það er
alveg með ólík-
indum hvað bifreið
getur tekið miklum
stakkaskiptum við
það eitt að vera
þrifin. - nrg
Að taka málin í sínar hendur
● MIKILVÆGT AÐ SKPTA UM REGLULEGA Tímareim er einn
af þessum hlutum í bílnum sem mikilvægt er að skipta reglulega um. Ef
það er ekki gert getur reiminn slitnað og þá getur viðgerðarkostnaður-
inn orðið margfalt meiri en kostnaðurinn við að skipta henni út tíman-
lega. Afleiðingarnar gætu orðið þær að stimpillinn rekst í ventlana og
skekkir þá, eða vélin hreinlega eyðileggst. Þess vegna er gott að muna
að yfirleitt þarf að skipta um tímareim á 100.000 kílómetra fresti.
Með reglulegri meðhöndlun á vinnukonum má koma í veg fyrir skítugar framrúður.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Stórbættu útsýnið og meðhönd-
aðu vinnukonurnar á framrúð-
unni:
● Reddaðu tjörueyði, ísvara eða
kveikjarabensíni.
● Settu efnin í klút.
● Lyftu upp rúðuþurrkunum og
strjúktu þeim vel upp og niður.
● Þrífðu líka framrúðuna.
● Leggðu rúðuþurrkurnar niður
aftur.
● Nú eiga þurrkurnar að vinna betur.
● Skilji þurrkurnar eftir rákir á
rúðunni í blautu veðri er kominn
tími á nýjar.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki