Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 50
34 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > JÓLABARN Leikkonan Jennifer Aniston er mikið jólabarn. Hún hélt jólaboð um helgina og bauð meðal annars vinkonu sinni Courteney Cox. „Jennifer var búin að skreyta allt húsið og í stofunni stóð stærðar- innar jólatré,“ var haft eftir einum veislugestinum. Leikstjórinn Tim Burton ætlar að hefja upptökur á kvikmyndinni Dark Shadows seint á næsta ári. Myndin er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum sem voru sýndir á sjöunda áratugnum. Johnny Depp, samstarfsmaður Burtons til margra ára, fer með hlutverk vampírunnar Barnabas Collins í myndinni. Þetta verður áttunda myndin sem þeir félagar gera saman. Burton er þessa dagana að ljúka við kvikmynd um Lísu í Undralandi og er hún væntanleg í bíó í mars á næsta ári. Eftir að kynningarferlinu í kringum hana lýkur mun hann snúa sér að Dark Shadows. Upptökur á næsta ári Myndband fyrir lagið „Kveðjuorð“ af nýútkom- inni sólóplötu Jóhanns G. Jóhanssonar verður frumsýnt í kvöld á Players á undan leik Liverpool og Fiorentina í Meistaradeild- inni. Staðsetningin er engin tilviljun því lagið fjallar um forfallinn Liverpool- aðdáanda. „Lagið er um hjón sem hafa búið saman í 35 ár,“ segir Jóhann. „Þeim hefur ekki verið barna auðið og það hefur sett svip á sambúðina. Hann er mikill aðdáandi Liverpool en konan hefur ekki haft jafn mikinn áhuga á knattspyrnunni og hann. Þegar hún er að yfirgefa hann og bera föggur sínar út í bíl er hann að horfa á leik á milli Liverpool og Glasgow Rangers. Staðan er 3- 1 fyrir Liverpool en þegar konan skellir hurðinni þá skorar Glasgow. Þá lekur tár af hvarmi karlsins en það er óljóst hvort það er vegna konunnar eða leiksins.“ Það er Valdimar Leifsson kvik- myndagerðarmaður sem gerði myndbandið. Hjónin leika þau Arna Kristinsdóttir og Þorsteinn Geirharðsson og var farið víða til að taka myndbandið, meðal ann- ars í svítuna á Grand hótel og á Players þar sem leikur Liverpool og Blackburn stóð yfir á laugar- daginn. Þar var víst frekar erfitt að ná góðum skotum því leikurinn var tilþrifalaus og endaði 0-0. „Við settum okkur í samband við for- mann og stjórn Liverpool-klúbbs- ins á Íslandi og útskýrðum málið og þeir tóku okkur fagnandi. Svo eru milljón aðdáendur Liverpool FRUMSÝNIR MYNDBAND Á UNDAN LIVERPOOL-LEIK LIVERPOOL-AÐDÁ- ANDI FELLIR TÁR Myndband við lag Jóhanns G. verður frumsýnt í kvöld á Players. Lagið fjallar um forfallinn Liverpool- aðdáanda sem lendir í því að konan hans fer frá honum í miðjum Liverpool-leik. Kannski er það vel við hæfi enda hefur gengi liðsins frá Bítlaborg- inni ekki verið upp á marga fiska. úti um allan heim. Lagið verður því líka sungið á ensku og mynd- bandið sett á Youtube og víðar,“ segir Jóhann. En af hverju er Liverpool að keppa við Glasgow í laginu? „Þetta voru bara nöfnin sem komu þegar ég samdi textann. Ég er ekki það mikið inni í boltanum og var því lengi vel hikandi um að þessi lið gætu spilað. En svo skilst mér að þau eigi hugsanlega að spila á næsta ári. Ég ætlaði fyrst að hafa þetta leik á milli Manchester Unit- ed og Liverpool en þá var mér bent á að það sé alltof stór leikur og að söguhetjan myndi örugglega fara á pöbbinn til að horfa á hann.“ „Þegar ég flutti út var ég ákveð- in í að fá vinnu í líkamsrækt til að geta haldið þessu áfram. Eins og íslenska krónan er, er erfitt að búa erlendis og vera í svona dýru sporti eins og fitness,“ segir Fjóla Björk Gunnlaugsdóttir, nítján ára. Fjóla flutti til Sönderborg í Danmörku í ágúst þar sem hún nemur fatahönn- un við Southwest business acad- emy, en hún hefur átt góðu gengi að fagna í módel fitness hér á landi og lenti síðast í 2. sæti á bikarmóti IFBB núna í nóvember. Síðustu helgi birtist viðtal við Fjólu í tímaritinu Jydske Vestkysten, en hún starfar nú á líkamsræktarstöðinni City fitness og æfir sex sinnum í viku. „Ég var svo heppin að fá vinnu við að kenna Push, sem er svipað æfingakerfi og Body pump, og leysa af í spinning. Henrik Hansen einkaþjálfari er svo búinn að vera að þjálfa mig, en hann þjálfaði til dæmis í hinu þekkta Gold‘s gym í Los Angeles,“ útskýrir Fjóla. Hún segir fáar stelpur stunda lyftingar í Sönderborg. „Ég hafði heyrt að það væri ekki mikið um fitness hérna og hér eru mjög fáar stelpur að lyfta. Þá áttaði ég mig á hvað fitness er miklu stærra á Íslandi,“ segir Fjóla, en furðar sig á að ekki séu tekin lyfjapróf hér á landi. „Ég æfi algjörlega náttúru- leg og nota engin ólögleg efni. Stíft mataræði, vítamín, kreatín og glút- amín er það sem virkar og fer vel með líkamann. Það er óásættanlegt að keppendur eru aldrei látnir taka lyfjapróf á Íslandi. Að sjálfsögðu eiga þrjú efstu sætin í keppnum að vera skyldug til þess eins og tíðk- ast úti.“ Aðspurð segist hún stefna á mót í módel-fitness í Kanada á næsta ári. „Mig langar rosalega að fara og keppa en það er mjög dýrt svo ég verð að byrja að finna mér styrkt- araðila,“ útskýrir hún og viður- kennir að draumurinn sé að starfa við sportið í framtíðinni, en Fjóla er einnig með diplóma sem tísku- stílisti. „Draumurinn væri að vera í módel-fitness og starfa sem þjálfari í bland við stílistann og hönnunina. Jafnvel að hanna föt á fólk í fitness og íþróttaföt,“ segir Fjóla. - ag Æfir módel-fitness í Danmörku Í FLOTTU FORMI Fjóla Björk æfir sex sinnum í viku og þjálfar á líkamsræktar- stöðinni City fitness í Sönderborg meðfram námi í fatahönnun. MYND/JÓNAS HALLGRÍMSSONPan taðu í s íma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * FRÁ SÓMA ER KOMINN TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Síðan á mánudag hefur Felix Bergs- son þeyst á milli barnaskóla í London og sýnt nemendum Ævintýrið um Augastein sem fjallar um Grýlu og íslensku jólasveinana. Sýningin heitir á ensku The Yule Lads (Tale of Ice- landic Christmas). „Við frumsýndum þessa sýningu hér í London árið 2002 og höfum verið með hana á ferðinni um jólin, bæði úti og heima, síðan þá,“ segir Felix. „Þessi útgáfa af verkinu sem við erum með núna er aðeins styttri en sú upprunalega. Okkur hefur verið gríðarlega vel tekið og það er greini- lega mikill áhugi á íslensku jólasveinunum. Á mánudaginn lék ég meðal annars fyrir krakka með geðræn vandamál. Það gekk mjög vel og sagan náði að fanga athygli þeirra.“ Þegar upp verður staðið hefur Felix troðið upp í tíu skólum á fjórum dögum. „Krakkarnir eru mjög spennt- ir og sitja opinmynntir og fylgjast með. Þeir verða alltaf hræddir þegar Grýla kemur og þetta er auðvitað allt nýtt fyrir þeim. Eftir sýningarnar þarf ég því að útskýra þetta betur og þá koma ótrúlegustu spurningar. Krakkarnir vilja til dæmis vita hvort brúðurnar séu lifandi og hvað íslensku jólasveinarnir séu stórir í alvörunni. Einhver lýsti því yfir að honum þætti ullarfatnaðurinn sem jólasveinarn- ir eru í ansi ljótur!“ Felix sýnir síðan verkið í fullri lengd í Hafnarfjarðar- leikhúsinu á sunnudaginn. - drg Felix hræðir bresk börn með Grýlu FELIX SÝNIR AUGASTEIN Í LONDON Krakkarnir í Snowfields Primary fylgjast spenntir með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.