Fréttablaðið - 09.12.2009, Page 52
36 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
Hið norræna fatahönnunarfélag,
sem Fatahönnunarfélag Íslands er
í, stendur fyrir verkefninu Nordic
Initiative, Clean and Ethical. Mark-
mið verkefnisins er að stuðla að
náttúrulegum framleiðsluháttum
innan tískuiðnaðarins og lýkur
verkefninu með hönnunarkeppni
sem haldin verður í tengslum við
umhverfisráðstefnuna í Kaup-
mannahöfn í næstu viku.
Fjórir íslenskir hönnuðir taka
þátt í verkefninu, þar á meðal er
fatahönnuðurinn Rebekka Jóns-
dóttir sem segir verkefnið hafa
vakið hana til umhugsunar um
umhverfisvæna fatahönnun.
Rebekka útskrifaðist sem fatahönn-
uður frá Fashion Institute of Design
and Merchandising í Los Angeles í
fyrra. Hún flutti heim til Íslands í
vor og bauðst henni að taka þátt í
Reykjavík Showroom stuttu síðar
en það er sölusýning sem haldin er
ár hvert og gefur ungum fatahönn-
uðum tækifæri til að kynna vörur
sínar. „Búslóðin mín og saumavélin
voru ekki enn komin til landsins
þegar þetta var þannig að ég redd-
aði mér með því að prjóna litla línu
sem samanstóð aðallega af peysum.
Ég hugsaði með mér að ef ég kæmi
mér ekki inn í samfélag fatahönn-
uða hér heima strax þá þyrfti ég að
bíða í heilt ár fram að næsta Show-
roomi. Ég var mjög fegin þeirri
ákvörðun því í kjölfarið bauðst
mér að taka þátt í þessu verkefni,“
útskýrir Rebekka.
Í september var hönnuðunum
boðið til Danmerkur. Þar sátu þeir
ýmis námskeið þar sem umhverfis-
væn framleiðsla var kennd. Hver
hönnuður fær síðan frjálsar hendur
við hönnun á tveimur klæðasam-
setningum, en efnið sem unnið er
úr þarf að mestu að vera umhverfis-
vænt. „Mér fannst verkefnið erfitt
að því leytinu til að ég fékk ekki lit-
ina sem mig langaði að fá. Ég endaði
á því að lita efnið sjálf og gerði um
ellefu litaprufur áður en ég varð
sæmilega sátt. En efnin sem við
fengum til að vinna úr voru æðis-
leg.“ Rebekka segist vel geta hugs-
að sér að halda áfram að vinna með
umhverfisvæn efni í framtíðinni og
telur að Norðurlöndin geti skapað
sér sérstöðu með því að sérhæfa sig
í umhverfisvænni hönnun.
Keppnin fer fram 9. desember
og segist Rebekka vera nokkuð
stressuð fyrir sýninguna. „Ég
fékk spennufall eftir að hafa sent
flíkurnar frá mér í byrjun síðustu
viku og ég er bæði spennt og mjög
stressuð fyrir keppnina sjálfa.“
- sm
Keppir í umhverfis-
vænni fatahönnun
UMHVERFISVÆN HÖNNUN Fatahönnuðurinn Rebekka Jónsdóttir, sem hefur hannað
undir nafninu REY, segist vel geta hugsað sér að vinna áfram með umhverfisvæn
efni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fyrir hálfum mánuði var
Tiger Woods dýrlingur, nán-
ast ósnertanlegur. Í dag er
annað uppi á teninginum og
ímynd besta kylfings heims
er löskuð.
Samkvæmt vefsíðu Daily News er
Elin Nordegren, eiginkona Woods,
flutt út af heimili þeirra hjóna
ásamt börnum þeirra. Nordegren,
sem er sænsk, á að auki að hafa
fest kaup á fallegu húsi rétt fyrir
utan Stokkhólm. Húsið keypti hún
ásamt tvíburasystur sinni. Fjöl-
miðlar greindu síðan frá því í gær
að kona á miðjum aldri hefði verið
flutt með sjúkrabíl frá húsi Woods
í Flórída en móðir Elínar, Barbro
Holmberg, hefur dvalist á heim-
ili þeirra hjóna. Fréttastofan NBC
staðfesti stuttu síðar að konan væri
vissulega móðir Elinar og væri hún
á batavegi.
Nýjar heimildir herma að gömul
hnémeiðsl Tiger Woods séu orsök
þess að kylfingurinn varð háður
verkjalyfjum. Ein hjákona Woods
opinberaði í viðtali að íþrótta-
maðurinn hefði verið háður lyf-
inu Ambien og vilja sumir meina
að Woods hafi verið undir áhrif-
um þess þegar hann ók bíl sínum
á brunahana.
Samkvæmt skýrslu frá lögregl-
unni í Flórída á Woods að hafa verið
sofandi þegar lögreglumenn komu
á vettvang stuttu eftir áreksturinn.
„Þegar ég kom á slysstað lá hann
hrjótandi,“ var haft eftir nágranna
Woods, Jarius Adams, en hann
hringdi eftir aðstoð. Annar lög-
regluþjónninn sagði kylfinginn
hafa hagað sér undarlega á slys-
stað. Ekki er talið útilokað að hann
hafi verið undir áhrifum Ambien,
sem er algengt svefnlyf í Banda-
ríkjunum.
Ímynd Tiger að hruni komin
UNDIR ÁHRIFUM? Lögreglan í Flórída útilokar ekki að Woods hafi verið undir áhrifum
svefnlyfs þegar hann ók á brunahana.
Glaumgosinn Russell Brand sagði
í nýlegu sjónvarpsviðtali að hann
væri tilbúinn að festa ráð sitt og
eignast börn. Hann og söngkonan
Katy Perry hafa verið í sambandi
síðustu tvo mánuði og nýlega
kynnti söngkonan hann fyrir for-
eldrum sínum, sem báðir starfa
sem prestar.
„Það var djúp þrá inni í mér
sem ég hélt ranglega að væri
losti. Ég hélt ég væri lauslátur en
í rauninni var ég bara smámuna-
samur í leit minni að þeirri réttu.
Nú er ég einstaklega hamingju-
samur,“ sagði grínistinn.
Smámunasamur Brand
EINNAR KONU MAÐUR Russell Brand vill
kvænast og eignast börn.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
fór fram uppboð í Góða hirðinum,
nytjamarkaði Sorpu og líknar-
félaga, á föstudaginn var. Uppboðs-
haldarinn var tónlistarmaðurinn
KK sem gaf vinnu sína til styrktar
góðu málefni.
„Uppboðið gekk vel og alls söfn-
uðust 732.600 krónur sem renna
óskipt til Lyngáss. Þetta opnar
sannarlega marga möguleika til
þess að auðga líf þeirra einstakl-
inga sem nýta sér þjónustu Lyng-
áss og fjölskyldna þeirra,“ segir
Eva Dögg Þorgeirsdóttir, kynning-
ar- og markaðsfulltrúi Sorpu, en
Lyngás er þjónustustofnun styrktar-
félagsins Áss og þjónustar börn og
unglingar á aldrinum eins til átján
ára sem búa við fötlun. Styrkurinn
mun meðal annars notast í útgáfu á
samskiptabókum sem eru notaðar
til þess að koma mikilvægum upp-
lýsingum til umönnunaraðila og
foreldra um næringu, samskipti
og viðfangsefni dag hvern.
Vel heppnað uppboð
VEL HEPPNAÐ KK ásamt styrkþegum og
starfsfólki Góða hirðisins.
Sjö konur hafa stigið fram
og viðurkennt að hafa átt
í sambandi við kylfinginn
Tiger Woods. Sú fyrsta
sem var orðuð við Woods
var skemmtanastjórinn
Rachel Uchitel sem býr
og starfar í New York. Næst
kom Jaimee Gubbs, 24 ára
gömul barþerna sem hefur
einnig komið fram í raunveruleika-
þættinum Tool Academi.
Þriðja konan orðuð við Woods
var hin 27 ára gamla Kalika Moquin,
rekstrarstjóri skemmtistaðar í Las
Vegas. Jamie Jungers, 26 ára gömul
barþerna í Las Vegas, hefur einnig
viðurkennt að hafa átt í 18 mánaða
löngu sambandi við Woods.
Hin 33 ára gamla Mindy
Lawton, sem starfar sem
gengilbeina í Orlando,
sagði í viðtali við götutíma-
ritið News of The World að
hún hefði átt í ástar-
sambandi við kylfinginn
nafntogaða. Sjötta konan
sem hefur verið orðuð
við Woods er Cori Rist,
einstæð móðir frá Manhattan sem
starfaði sem dansari á vinsælum
skemmtistað í New York. Woods
og Rist kynntust á öldurhúsi þar í
borg og áttu í sex mánaða löngu
sambandi. Síðust til að koma fram
og viðurkenna samband sitt við
kylfinginn er klámmyndastjarnan
Holly Sampson.
SJÖ HJÁKONUR TIGERS