Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 56
40 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Sölvi
Geir Ottesen var í enskum fjöl-
miðlum í gær orðaður við ensku
úrvalsdeildarfélögin Fulham og
Sunderland. Hann er einnig orð-
aður við hollenska félagið Twente
sem Steve McClaren, fyrrverandi
landsliðsþjálfari Englands, stýrir.
Útsendarar frá bæði Fulham
og Sunderland voru staddir á síð-
asta leik SönderjyskE, sem Sölvi
leikur með, í þeim tilgangi að
skoða íslenska landsliðsmanninn.
Frammistaða Sölva Geirs með
danska félaginu hefur vakið mikla
athygli en hann hefur farið á kost-
um og er fyrirliði liðsins.
„Það voru menn þarna að skoða
mig. Ég er ekkert að æsa mig yfir
þessu enda ekki komin nein tilboð
frá neinum. Á meðan er ég ekk-
ert að stressa mig. Ég veit ekki til
þess að þessi félög hafi áður sent
menn til þess að skoða mig,“ segir
Sölvi Geir, sem er staddur í Dubai
í fríi.
Hann er með tvo umboðsmenn
á sínum snærum, einn sem sér um
England og annan sem sér um allt
sem er utan Englands.
„Auðvitað væri gaman að fara
til Englands. Úrvalsdeildin er
auðvitað draumurinn en ég myndi
líka alveg sætta mig við að byrja
aðeins neðar. Ég hef ekkert heyrt
í umboðsmanninum mínum enda
vil ég ekki að hann sé að láta mig
vita fyrr en það sé komin einhver
alvara í málin,“ segir Sölvi Geir,
sem á eitt og hálft ár eftir af samn-
ingi sínum við SönderjyskE þannig
að ekki fer hann frítt.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Sölvi er orðaður við stór félög. Er
það ekkert pirrandi að lesa frétt-
ir af sínum málum og svo gerist
ekki neitt?
„Ég reyni að spá voða lítið í
þessu. Ef eitthvað gerist þá gerist
það. Á meðan held ég bara mínu
striki. Það er ekkert annað hægt
að gera,“ segir Sölvi sem unir hag
sínum vel í Danmörku.
„Okkur líður öllum mjög vel í
Danmörku. Við höfum það rosa-
lega gott. Auðvitað langar mann
að komast lengra áfram og ég yrði
örugglega fúll ef það myndi ekkert
gerast. Sú fýla myndi samt örugg-
lega ekki standa lengi yfir. Þá
myndi maður bara reyna að gera
eitthvað í næsta glugga.“
Eins og áður segir hefur gengið
afar vel hjá Sölva í Danmörku og
hann er sáttur við eigin frammi-
stöðu.
„Það gengur rosalega vel. Ég
get ekki kvartað yfir neinu. Svo
er fínt að komast í smá vetrarfrí
núna. Þetta er svolítið sérstakt að
fara í frí núna alveg fram í mars.
Svo þegar tímabilinu lýkur eru
bara nokkrar vikur í næsta tíma-
bil. Maður er eiginlega að kveðja
menn núna en tímabilið er samt
bara hálfnað,“ segir Sölvi Geir og
svo er spurning hvort hann verður
keyptur þegar markaðurinn opnar
í janúar. henry@frettabladid.is
Yrði fúll ef ekkert gerðist
Ensku úrvalsdeildarfélögin Fulham og Sunderland fylgjast grannt með Sölva
Geir Ottesen þessa dagana sem og hollenska félagið Twente. Sölvi Geir segir að
draumurinn sé að komast að hjá liði á Englandi.
EFTIRSÓTTUR Sölvi Geir Ottesen hefur víða vakið athygli með frammistöðu sinni í
Danmörku. Hann er hér í landsleik. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
> Arnar fékk tveggja leikja bann
Aganefnd HSÍ dæmdi Arnar Birki Hálf-
dánsson, leikmann meistaraflokks Fram,
í tveggja leikja bann í gær. Arnar beitti
svokölluðu Júggabragði á Jón Karl
Björnsson, leikmann Gróttu, og segir í
dómi aganefndar að bragðið sé stór-
hættulegt heilsu andstæðingsins.
Aganefndin lítur því þannig á
að um grófa, óíþróttamanns-
lega framkomu sé að ræða. Einar
Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, skaut
umdeildum ummælum Arnars um Jón Karl
í Fréttablaðinu ekki inn á borð aganefndar
þar sem leikmaðurinn baðst afsökunar á
hegðun sinni.
U-21 landsliðsmaðurinn Bjarni Þór Viðarsson hefur gert það gott
með belgíska úrvalsdeildarfélaginu KSV Roeselare síðan hann
kom til félagsins í sumar. Alls hefur hann skorað sex mörk í ellefu
leikjum með liðinu. Það eina sem skyggir á er að liðið er í botns-
æti deildarinnar.
„Það er búið að ganga rosalega vel hjá mér,“ sagði Bjarni
Þór. „Enda felast okkar vandamál ekki í markaskorun eða
sóknarleik. Það er fyrst og fremst varnarleikurinn sem hefur
reynst okkur erfiður. Við höfum fengið of mörg mörk á okkur úr
föstum leikatriðum og markvarslan mætti vera betri. En það er
öll seinni umferðin eftir og ég hef fulla trú á því að okkur takist
að safna nógu mörgum stigum til að bjarga okkur frá falli.“
Bjarni Þór kom til hollenska félagsins Twente árið 2008
eftir fjögurra ára dvöl hjá Everton í Englandi. Fljótlega eftir
komuna til Hollands meiddist Bjarni illa á hné og missti
hann þar af leiðandi af öllu síðasta tímabili. Hann fékk
heldur ekkert að spreyta sig hjá Everton og segist hann
því afar ánægður með að fá loksins að spila reglulega.
„Ég er rosalega ánægður í Belgíu. Hér er spilaður
fínn bolti, margir áhorfendur á leikjum og nýtt fyrir mig að
fá að spila í hverri viku. Það var kominn tími til að fá að
sýna sig.“
Hann segir að hann hafi einhverja athygli fengið í
belgískum fjölmiðlum síðan hann kom í haust en fyrst og
fremst fyrir að vera yngri bróðir Arnars Þórs Viðarssonar
sem hefur leikið í Belgíu í rúman áratug.
„Ég er nú yfirleitt kallaður „Kleine Vidarsson“ hér í
Belgíu,“ segir hann í léttum dúr. „Vissulega hefur maður
einhverja athygli fengið út á mörkin en mér skilst að ég sé
markahæsti miðjumaðurinn í deildinni nú.“
Þess má einnig geta að Collins John, fyrrum leikmaður
Fulham, er samherji Bjarna hjá Roeselare. Þó svo að hann
sé ekki nema 24 ára gamall segir Bjarni að hann sé nú langt
frá sínu besta. „Þetta er algjör toppmaður en hann hefur enn
ekki náð að skora. Hann fær há laun en félagið mun örugglega
reyna að losa sig við hann í janúar og fá 2-3 góða leikmenn í
staðinn. Ég tel að það væri góð lausn fyrir liðið enda er óhætt að
segja að hann hafi ekki staðið undir væntingum.“
BJARNI ÞÓR VIÐARSSON: MARKAHÆSTI MIÐJUMAÐURINN Í BELGÍSKU ÚRVALSDEILDINNI
„Kleine Viðarsson“ slær í gegn í Belgíu
MEISTARADEILDIN Í KVÖLD
E-riðill
Lyon - Debrecen 19.45
Liverpool - Fiorentina 19.45
Staðan: Fiorentina 12, Lyon 10, Liver-
pool 7, Debrecen 0.
F-riðill
Dynamo Kiev - Barcelona 19.45
Inter - Rubin Kazan 19.45
Staðan: Barcelona 8, Inter 6, Rubin
Kazan 6, Dynamo Kiev 5.
G-riðill
Sevilla - Rangers 19.45
Stuttgart - Unirea Urziceni 19.45
Staðan: Sevilla 10, Unirea Urziceni 8,
Stuttgart 6, Rangers 2.
H-riðill
Standard Liege - AZ Alkmaar 19.45
Olympiakos - Arsenal 19.45
Staðan: Arsenal 13, Olympiakos 7,
Standard Liege 4, AZ Alkmaar 3.
FÓTBOLTI Síðustu leikirnir í riðla-
keppni Meistaradeildar Evrópu
fara fram í kvöld en þá ræðst
endanlega hvaða sextán lið kom-
ast áfram í næstu umferð en hún
verður háð með útsláttarfyrir-
komulagi.
Enn eru fjögur laus sæti fyrir
leiki kvöldsins, þar af tvö í F-riðli
sem hefur verið jafn og spenn-
andi hingað til. Þar eru Evrópu-
meistarar Barcelona á toppnum
en þeir gætu dottið niður í þriðja
sæti riðilsins í kvöld ef liðið tapar
fyrir Dynamo Kiev í Úkraínu með
minnst tveggja marka mun og leik
Inter og Rubin Kazan lyktar ekki
með jafntefli.
Þó má gera ráð fyrir því að
Börsungar séu í lykilstöðu í riðlin-
um og að leikur Inter og Rubin sé
úrslitaleikur um hvort liðið fylgi
þeim spænsku áfram í sextán liða
úrslitin.
„Þetta verður okkar mikilvæg-
asti leikur á tímabilinu til þessa,“
sagði Pep Guardiola, stjóri
Barcelona, í spænskum fjöl-
miðlum. „Ég er sannfærður
um að við munum spila vel.
Við megum alls ekki við því
að falla úr leik og við verð-
um að ná efsta sæti riðils-
ins.“
Barcelona hefur verið á frá-
bærum skriði að undanförnu
og unnið Real Madrid í
spænsku úrvalsdeildinni
og Inter í Meistaradeild-
inni á síðustu vikum.
Úrslit í E-riðli eru
ráðin að öllu leyti nema að
Lyon getur enn náð efsta
sæti riðilsins af Fiorent-
ina, sem sá til þess fyrir
tveimur vikum að Liver-
pool komst ekki áfram í
næstu umferð.
Í G-riðli er Sevilla öruggt áfram
en Stuttgart og spútnikliðið Unirea
Urziceni mætast í hreinum
úrslitaleik í Þýskalandi um
hvort liðið fylgir Sevilla
áfram. Þar nægir Unirea
jafntefli.
Arsenal hefur borið höfuð
og herðar yfir önnur lið í
H-riðli og er öruggt
áfram. Olympiakos
er í góðri stöðu
en þarf helst
stig á heima-
velli gegn þeim
ensku í kvöld.
- esá
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld með átta leikjum:
Barist um síðustu sætin í kvöld
PEP GUARDIOLA
Vill ná efsta sæti
riðilsins.
NORDIC PHOTOS/AFP
Fyrirtæki á Höfuðborgar svæðinu
og Akureyri.
Bjóðum upp á örugga og hraða sendingar þjónustu
fyrir jólin. Pakkar, bögglar og nafnamerkt blöð.
Nánari upplýsingar veiti r Pósthúsið
í síma 585-8300 eða
á posthusid.is
FÓTBOLTI Ítalinn Alberto Aquil-
ani verður líklega í byrjunar-
liði Liverpool í fyrsta sinn síðan
hann kom til félagsins frá Roma
í sumar. Hann kostaði tuttugu
milljónir punda en Rafa Benitez,
stjóri Liverpool, hefur verið ansi
spar á að nota hann eftir að hann
jafnaði sig á ökklameiðslum í síð-
asta mánuði.
„Við ákváðum að tefla ekki á
tvær hættur með hann,“ sagði
Benitez. „Við munum sjá vel um
hann og hann verður tilbúinn
þegar hann spilar. Vonandi
verður það í dag.“ - esá
Alberto Aquilani:
Loksins í byrj-
unarliðinu
AQUILANI Fær loksins tækifæri til að
sýna hvað hann getur – ekki bara á
æfingasvæðinu. NORDIC PHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Stjórn Handknattleiks-
sambands Íslands ákvað á fundi
sínum í gær að deildarbikar-
keppni HSÍ færi fram á milli jóla
og nýárs eins og á síðustu árum.
Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, sagði við
Fréttablaðið í síðustu viku að
hann ætti von á því að keppnin
yrði lögð af. Hún hafi verið sett á
laggirnar eftir að úrslitakeppnin
var aflögð á sínum tíma en sé
nú óþörf fyrst úrslitakeppnin er
komin aftur.
„Í hreyfingunni ríkja mjög
skiptar skoðanir um þessa
keppni,“ sagði Einar svo um
málið í gær. „En menn voru sam-
mála um að hætta þyrfti við
keppnina með lengri fyrirvara.
Það var því ákveðið að keppnin
færi fram í ár og málið yrði svo
tekið fyrir á næsta ársþingi.“
Fjögur efstu lið N1-deild karla
og kvenna taka þátt í deildar-
bikarnum. Ljóst er að Valur,
Stjarnan, Fram og Haukar taka
þátt í keppni kvenna. Karlamegin
eru Haukar öruggir áfram en það
ræðst um helgina hvaða þrjú lið
komast áfram með þeim. Valur,
Akureyri, FH, Grótta og HK bít-
ast um þau sæti. Tvö fyrstnefndu
liðin standa þó mjög vel að vígi.
Undanúrslitin fara fram sunnu-
daginn 27. desember og úrslita-
leikirnir mánudagskvöldið 28.
september. - esá
Deildarbikarkeppni HSÍ:
Fer fram í ár
þrátt fyrir allt
VERJA EKKI TITILINN Fram hefur orðið
deildarbikarmeistari tvö ár í röð en mun
ekki verja titilinn í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
MYND/
KSVROESELARE.BE