Fréttablaðið - 09.12.2009, Page 58
42 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
FÓTBOLTI Rafn Andri Haraldsson,
leikmaður Þróttar, er samnings-
laus og hefur verið undir smásjá
nokkurra liða í Pepsi-deildinni.
Hann er meðal annars sterk-
lega orðaður við bikarmeistara
Breiðabliks.
„Ég hef alveg áhuga á að spila
með Breiðablik en það er samt
alveg óljóst hvað ég geri. Ég hef
spjallað við Blikana og önnur
lið,“ segir Rafn Andri sem æfir
með Þrótturum þó svo að hann
sé samningslaus. Hann ætlar þó
ekki að leika með þeim í 1. deild-
inni næsta sumar.
„Ég stefni á að spila með liði
í efstu deild. Ég veit ekki alveg
hvað ég ætla að gera en fer von-
andi að klára það fljótlega. Það
er svolítið pirrandi að vera í ein-
hverri óvissu,“ segir Rafn Andri
Haraldsson sem fór til reynslu
hjá Vejle í Danmörku en fékk
ekki samning.
- hbg
Rafn Andri Haraldsson Þróttari er samningslaus:
Ætlar að spila í efstu
deild næsta sumar
3.990kr.Verð frá
Kraftar í kögglum
Bolir
3.490kr.Verð frá
Stuttbuxur
2.490kr.Verð frá
Sippubönd
19.990kr.Verð frá
Hlaupaskór
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL
Maccabi Haifa - Bordeaux 0-1
0-1 Jussie (13.)
Juventus - Bayern München 1-4
1-0 David Trezeguet (19.), 1-1 Hans-Jörg Butt, víti
(30.), 1-2 Ivica Olic (52.), 1-3 Mario Gomez (83.),
1-4 Anatoli Tymoschuk (92.)
STAÐAN
Bordeaux 6 5 1 0 9-2 16
Bayern 6 3 1 2 9-5 10
Juventus 6 2 2 2 4-7 8
Maccabi Haifa 6 0 0 6 0-8 0
B-RIÐILL
Wolfsburg - Manchester United 1-3
0-1 Michael Owen (44.), 1-1 Edin Dzeko (56.),
1-2 Michael Owen (83.), 1-4 Michael Owen (91.)
Besiktas - CSKA Moskva 1-2
0-1 Milos Krasic (41.), 1-1 Bobo (86.), 1-2 Evgeni
Aldonin (90.).
STAÐAN
Man. United 6 4 1 1 10-6 13
CSKA Moskva 6 3 1 2 10-10 10
Wolfsburg 6 2 1 3 9-8 7
Besiktas 6 1 1 4 3-8 4
C-RIÐILL
Marseille - Real Madrid 1-3
0-1 Cristiano Ronaldo (5.), 1-1 Lucho Gonzalez
(11.), 1-2 Raul Albiol (60.), 1-3 C. Ronaldo (80.).
Zürich - AC Milan 1-1
1-0 Milan Gajic (29.), 1-1 Ronaldinho (65.).
STAÐAN
Real Madrid 6 4 1 1 15-7 13
AC Milan 6 2 3 1 8-7 9
Marseille 6 2 1 3 10-10 7
Zürich 6 1 1 4 5-14 4
D-RIÐILL
Atletico Madrid - FC Porto 0-3
0-1 Alves (2.), 0-2 Falcao (14.), 0-3 Hulk (76.).
Chelsea - APOEL Nicosia 2-2
0-1 C. Charalambides (6.), 1-1 M. Essien (19.),
2-1 D. Drogba (26.), 2-2 N. Mirosavljevic (87.)
STAÐAN
Chelsea 6 4 2 0 11-4 14
Porto 6 4 0 2 8-3 12
APOEL 6 0 3 3 4-7 3
Atletico 6 0 3 3 3-12 3
Enska B-deildin
Swansea - Plymouth 1-0
Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Plymouth.
Reading - Crystal Palace 2-4
Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson
voru í byrjunarliði Reading. Gylfi Þór Sigurðsson
kom inn á sem varamaður og skoraði síðara
mark Reading úr vítaspyrnu á 80. mínútu.
Sænska úrvalsdeildin
Sundsvall - Södertälje 82-81
Jakob Sigurðarson var stigahæstur hjá Sundsvall
með 24 stig sem er á toppi deildarinnar.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI James Beattie, leikmaður
Stoke, var sagður hafa beðið stjór-
ann sinn, Tony Pulis, afsökunar á
hegðun sinni eftir leikinn gegn
Arsenal um helgina.
Pulis tjáði þá leikmönnum
að það yrði æfing á mánu-
dagsmorgninum.
Beattie brást
ókvæða við enda
hafði hann skipulagt mikla jóla-
gleði fyrir leikmenn liðsins í
London. Var það með þeim for-
merkjum að leikmenn fengju tvo
daga til þess að jafna sig.
Svo reiður varð Beattie að hann
rauk í stjórann og þeir ku hafa
skipst á höggum eftir því sem
fram kom í enskum fjölmiðlum.
Pulis gaf sig ekki og æfingin fór
fram á mánudeginum.
Enskir fjölmiðlar fullyrtu
fyrst í gær að Beattie hefði beð-
ist afsökunar en BBC greindi
svo frá því að það væri
rangt og að Beattie
væri að íhuga fram-
tíð sína hjá Stoke.
Málið væri því alls
ekki leyst. - hbg
Enn um deilur Tony Pulis og James Beattie:
Baðst Beattie afsökunar?
JAMES BEATTIE Gaf
stjóranum sínum einn
á lúðurinn. AFP
FÓTBOLTI Juventus varð í gær að
bíta í það súra epli að komast ekki
áfram í sextán liða úrslit Meist-
aradeildar Evrópu eftir að liðið
tapaði fyrir Bayern München á
heimavelli, 4-1.
Þeir þýsku voru hreint frábærir
í leiknum frá fyrstu mínútu og
létu það ekki á sig fá að þeir lentu
undir snemma í leiknum.
Ivica Olic hafði reyndar átt
skalla í stöng fyrir Bayern en á
átjándu mínútu komst Juventus
yfir með marki David Trezeguet.
Vörn Bayern svaf þá á verðin-
um og missti boltann til Claudio
Marchisio, sem gaf boltann um
leið inn í teig. Þar var Trezeguet
mættur og skoraði með viðstöðu-
lausu skoti. Þar með voru Ítalirn-
ir komnir í kjörstöðu enda höfðu
þeir eins stigs forystu á Bayern
fyrir leikinn.
Bayern náði þó að svara fyrir
sig á 30. mínútu. Martin Caceres
braut þá á Olic í vítateignum og
vítaspyrna dæmd. Markvörður-
inn margreyndi Hans-Jörg Butt
skoraði af mikilli yfirvegun og
öryggi.
Þeir þýsku fengu svo tvö færi í
kjölfarið til að komast yfir en það
tókst þeim þó ekki að nýta. Stað-
an var því enn jöfn í hálfleik, þó
að þeir þýsku hafi verið betri í
leiknum.
En þeir löguðu það snemma í
síðari hálfleik. Daniel van Buyten
kom skalla að marki eftir fyrirgjöf
sem Gianluigi Buffon varði. Olic
náði hins vegar frákastinu og
skoraði í autt markið.
Eftir þetta var aldrei spurn-
ing hvoru megin sigurinn myndi
lenda. Þeir Mario Gomez og Ana-
toli Tymoschuk bættu við tveim-
ur mörkum á síðustu tíu mínútum
leiksins og gerðu þar með út um
leikinn.
Einnig var mikil spenna í C-
riðli. Real Madrid tryggði sér
efsta sæti riðilsins með 3-1 sigri á
Marseille í Frakklandi. Litlu mátti
muna fyrir Madrídinga. Cristiano
Ronaldo kom liðinu yfir með glæsi-
legu marki beint úr aukaspyrnu
af löngu færi á fimmtu mínútu.
Frakkarnir voru þó einungis sex
mínútur að jafna metin. Argentínu-
maðurinn Lucho Gonzalez var þar
að verki með skoti úr vítateig eftir
misheppnaða hreinsun frá marki
Real.
Brandao náði reyndar að koma
boltanum í netið skömmu síðar
fyrir þá frönsku en markið var
dæmt af vegna rangstöðu.
Í seinni hálfleik kom Raul Albiol
Madrídingum aftur yfir með skoti
úr vítateig en aðeins fáeinum mín-
útum síðar fengu heimamenn
tækifæri að jafna. Iker Casillas
gerði sig sekan um slæm mis-
tök er hann braut á fyrirliðanum
Mamadou Niang innan vítateigs.
Lucho tók vítið en skaut í slána.
Frökkunum var refsað fyrir
að klúðra vítinu um tíu mínútum
fyrir leikslok. Lassana Diarra
gaf þá sendingu inn fyrir vörn
Marseille á Cristiano Ronaldo.
Markvörður Marseille kom út úr
markinu en í stað þess að ná til
boltans tæklaði hann eigin varn-
armann. Ronaldo þurfti síðan ekki
að gera annað en að renna knettin-
um í autt markið.
Úrslitin þýddu að AC Milan
mátti tapa sínum leik gegn FC
Zürich í Sviss. Þeir ítölsku lentu
reyndar í slæmum málum þar.
Serbinn Milan Gajic kom Zürich
nefnilega yfir með föstu skoti úr
aukaspyrnu undir lok hálfleiks-
ins.
Ronaldinho náði svo að jafna
metin fyrir Milan með marki í síð-
ari hálfleik og gulltryggði þar með
sæti liðsins í sextán liða úrslitun-
um.
Manchester United tryggði sér
efsta sætið í sínum riðli með 3-1
sigri á Wolfsburg í Þýskalandi.
Michael Owen skoraði öll mörk
United; fyrst með skalla eftir
fyrirgjöf, þá með skoti af stuttu
færi eftir laglegan undirbúning
Gabriel Obertan og svo eftir að
hann slapp einn inn fyrir vörn
Þjóðverjanna eftir skyndisókn
United.
CSKA Moskva fylgir United
úr B-riðli eftir góðan 2-1 sigur á
Besiktas í Tyrklandi.
eirikur@frettabladid.is
Bæjarar frábærir í Tórínó
Bayern München tryggði sig áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með
stæl er liðið vann 4-1 útisigur á Juventus í gær. Real Madrid, AC Milan og CSKA
Moskva komust einnig áfram. Michael Owen skoraði þrennu fyrir Man. United.
FAGNAÐ Í LEIKSLOK Leikmenn Bayern fagna sætum sigri á Juventus á Ítalíu í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÓTBOLTI Tveir leikmenn CSKA
Moskvu hafa verið settir í tíma-
bundið keppnisbann eftir að þeir
féllu á lyfjaprófi sem þeir tóku
eftir leik liðsins gegn Manchester
United í Meistaradeild Evrópu í
síðasta mánuði. Þetta eru varnar-
mennirnir Aleksei Berezutski og
Sergei Ignashevich. Þeir spiluðu
ekki með liðinu gegn Besiktas í
Meistaradeildinni í gær.
Forráðamenn CSKA sögðu leik-
mennina saklausa og að skrif-
finnskuklúðri væri um að kenna.
- esá
Féllu á lyfjaprófi:
Leikmenn
CSKA í bann
HANDBOLTI Einn leikur fór fram
í N1-deild kvenna í gærkvöldi.
FH vann góðan sigur á Fylki á
heimavelli og náði þar með fjög-
urra stiga forskoti á Árbæinga
í deildinni. FH er með tíu stig í
fimmta sæti en Fylkir í því sjötta
með sex.
FH vann leikinn með sjö marka
mun, 32-25, en staðan í hálfleik
var 18-13, FH í vil.
Þær Ragnhildur Rósa Guð-
mundsdóttir og Gunnur Sveins-
dóttir skoruðu níu mörk hvor
fyrir FH og Sigríður Arnfjörð
Ólafsdóttir varði 25 skot fyrir
liðið í markinu.
Hjá Fylki var Sunna Jónsdóttir
markahæst með sjö mörk. Sunna
María Einarsdóttir kom næst með
fimm. Guðrún Ósk Maríasdóttir
átti stórleik í markinu og varði 32
skot en það dugði þó ekki til. - esá
N1-deild kvenna í gær:
FH vann Fylki
SKORAÐI SJÖ Sunna Jónsdóttir skoraði
sjö mörk fyrir Fylki í gær en það dugði
ekki til. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON