Fréttablaðið - 09.12.2009, Síða 62

Fréttablaðið - 09.12.2009, Síða 62
46 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur sent Fréttablaðinu yfirlýsingu vegna deilna hans við Fíladelfíu- söfnuðinn sem Séð og heyrt greindi fyrst frá. Þar kemur fram að hann, ásamt tónlistarstjórum safnaðar- ins og forstöðumanni, hafi reynt að lægja öldurnar og umræðuna sem varð í þjóðfélaginu á fundi í síðustu viku og þeir hafi ætlað að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Ekki hafi hins vegar tekist sam- komulag um orðalag. Hins vegar er Friðrik ánægður með að heyra að samkynhneigðir séu velkomn- ir í Fíladelfíusöfnuðinn eins og kom fram í yfirlýsingu Fíladelfíu sem send var fjölmiðlum í síðustu viku. „Það þykja mér góð tíðindi og fagna ég þeim.“ Friðrik segir það jafnframt rangt sem fram kemur í yfirlýs- ingu Fíladelfíusafnaðarins að aldrei hafi borist beiðni um að hann kæmi fram á tónleikunum. „Sann- leikurinn er sá að ég hef haft sam- skipti við tónlistarstjóra safnaðar- ins varðandi tónlistarflutning með kórnum en þau sjá um skipulagn- ingu tónleikanna. Árið 2007 ræddi ég við tónlistarstjóra í tengslum við að ég kæmi fram með kór safnaðar- ins. Á þeim tíma var mér tjáð af tónlistarstjórunum að mín samkyn- hneigð „gæti farið fyrir brjóstið á fólki innan safnaðarins, hneykslað einhverja“ og þess vegna gæti ekki af því orðið. […] Þetta hef ég bæði munnlegt og skriflegt,“ segir Frið- rik í yfirlýsingunni. Friðrik vísar því á bug að hann hafi komið fram með þetta mál sökum einhverrar athyglissýki. „Ég harma það mjög að samkyn- hneigð geti farið fyrir brjóstið á sumu fólki eins og tónlistarstjórar kirkjunnar tjáðu mér á sínum tíma. Ég túlka yfirlýsingu Hvíta- sunnukirkjunnar þannig að með henni hafi orðið viðhorfsbreyting gagnvart samkynhneigðum. Þetta er greinleg breyting miðað við reynslu mína af kirkjunni sem ég fagna,“ segir Friðrik. freyrgigja@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. fíkniefni, 6. kusk, 8. þunnur vökvi, 9. ról, 11. þurrka út, 12. kál, 14. gimsteinn, 16. grískur bókstafur, 17. angan, 18. kerald, 20. horfði, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. asi, 3. bor, 4. alls, 5. fyrirboði, 7. eilífð, 10. nögl, 13. kjáni, 15. lítill, 16. krot, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. hass, 6. ló, 8. lap, 9. ark, 11. má, 12. salat, 14. tópas, 16. pí, 17. ilm, 18. áma, 20. sá, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. flas, 3. al, 4. samtals, 5. spá, 7. óratími, 10. kló, 13. api, 15. smár, 16. pár, 19. af. Inntökupróf í KG Club verður haldið á veitingastaðnum Ömmu Habbý á Ísafirði í kvöld. „Þetta var fyrst óformlegur klúbbur þar sem menn fengu útrás fyrir græðgina. Svo bara ákváðum við að taka þetta skrefinu lengra og halda inntökupróf fyrir gesti og gangandi,“ segir Þorsteinn Más- son í KG Club. Þeir sem vilja komast í klúbbinn í kvöld þurfa að innbyrða eitt kíló af nauta- kjöti á innan við einni og hálfri klukkustund. Einnig þarf að borða hnefafylli af meðlæti með. Ekki má kasta upp kjötinu meðan á þolrauninni stendur og kjötið verður að vera eitt kíló að þyngd eftir eldun. „Þetta er samfélag einstaklinga sem hafa klárað að éta eitt kíló af kjöti í einni máltíð. Þetta eru með- limir af öllum stærðum og gerð- um,“ segir Þorsteinn um KG Club. Sex eru nú þegar í klúbbnum en í kvöld geta fimmtán til viðbótar, átján ára og eldri, bæst við upp- fylli þeir inntökuskilyrðin. „Við höfum allir gengið í gegnum þetta á mismunandi tímum. Sumir gerðu þetta fyrir nokkrum árum og svo eru aðrir sem hafa verið í banastuði á jólahlaðborðum. Þeir hafa þá fengið staðfestingu frá kokknum um að það væri búið að bera í þá kíló af kjöti,“ segir hann. Lærifaðir klúbbsins og heiðurs- meðlimur er Þorsteinn Jónínu- son, sem hefur veitt núverandi meðlimum mikinn innblástur með frammistöðu sinni. „Þegar hann var í heimavistarskóla á Núpi gengu sögur um að hann hafi torgað gríðarlegu magni af kjöti og það var kveikjan að því að við stofnuðum þennan klúbb. Það má segja að hann hafi sett standardinn og svo reyna aðrir að fylgja í fótspor hans.“ Þegar hafa ellefu skráð sig í inntökuprófið í kvöld kl. 20.00, allt karlmenn. „Þetta er ekki hollt og það er ekkert sem mælir með þessu. Það er samt ekki held- ur neitt sem mælir með því að drekka mikið brennivín eða labba á Everest. Þetta er bara upplyft- ing í skammdeginu og sprell.“ - fb Borða kíló af kjöti á mettíma NÝJASTI MEÐLIMURINN Þór Sveinsson, nýjasti meðlimur KG Club, heldur á úrbeinaða lærinu sem kom honum í hóp hinna útvöldu. „Ég fæ mér oftast banana, ab-mjólk og múslí. Yfirleitt gríp ég morgunmatinn með mér á leiðinni út því ég er alltaf á síðustu stundu. Svo fæ ég mér kaffibolla.“ Auður Lind Aðalsteinsdóttir hannaði endurskinsmerki ásamt dóttur sinni, Hönnu Maríu. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... FRIÐRIK ÓMAR: ÁTTI FUND MEÐ VERÐI LEVÍ Friðrik segir Fíladelfíusöfn- uðinn fara með rangt mál Erlendir fjölmiðlar skiptast í tvo hópa gagnvart kvikmynd Sigurjóns Sighvats- sonar, Brothers. Sumir telja hana meðal bestu mynda ársins á meðan öðrum þykir hún ekki ná að skapa sömu stemningu og forveri hennar sem er danska myndin Brödre eftir Susanne Bier. Ef marka má erlendar kvik- myndasíður eru þó fleiri jákvæðir en neikvæðir því samkvæmt imdb. com fær hún 7,8 í einkunn. Rotten Tomatoes er ekki alveg jafn jákvæð en síðan gefur henni 58 prósent af hundrað. Björn Hlynur Haraldsson er einn af bestu leikurum þjóðarinnar en hann hefur jafnframt sýnt að hann kann að skrifa. Björn er nú með tvö kvikmyndahandrit í smíðum, annað er um Bæjarins verstu en hitt heitir Klara miðill. Unnusta Björns, Rakel Garðarsdóttir, er með honum í skrifunum ásamt sjálfum Sjón en kvikmyndin fjallar víst um spíritisma á fyrri hluta síðustu aldar. Lay Low semur tónlistina við nýjustu kvikmynd Valdísar Óskars- dóttur. Hún hefur hingað til heitið Kóngavegur 7 en samkvæmt nýleg- um lista yfir styrki úr kvikmyndasjóði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands heitir hún nú bara Kóngavegur. Annars vekur það athygli á þeim lista að aðeins þrjár kvikmyndir fá vilyrði fyrir styrk; Mannerheim eftir Renny Harlin sem Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson eru með í að framleiða, Grafarþögn eftir Baltasar Kormák og Gauragangur Gunnars Björns Guðmundssonar. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Við erum búnir að finna marga sem eru til í þetta,“ segir Arnar Freyr Sigurðsson, fjórtán ára. Hann og vinur hans Gísli Snær Guðmunds- son skora á Sambíóin að gefa öllum frítt í bíó sem mæta í gervi Georgs Bjarnfreðarsonar þegar kvikmynd- in Bjarnfreðarson verður frumsýnd 26. desember næstkomandi. Til að uppfylla skilyrðin þurfa viðkomandi að raka á sig skalla líkt og Georg er með í Vaktaseríunni vinsælu. „Við erum miklir aðdáendur þátt- anna. Við eigum þá alla á DVD og Georg er auðvitað uppáhaldskar- akterinn okkar. Okkur datt þetta svo bara í hug af því að þetta hefur verið gert áður fyrir aðra kvik- myndir, svo sem Hitman og The Incredible Hulk,“ segir Arnar en báðir eru þeir Gísli í 9. bekk í Víði- staðaskóla. Í tengslum við áskorunina stofn- uðu þeir félagar Facebook-hóp þar sem fjöldi fólks hefur skráð sig. „Það eru komnir yfir 200 manns á einum sólahring,“ segir Arnar. Aðspurður segir hann þá félaga að sjálfsögðu ætla að mæta í gervi Georgs taki Sambíóin áskoruninni. „Við ákváðum að við myndum báðir raka á okkur skalla og skilja eftir hár á hliðunum. Klæða okkur svo í einhverja skyrtu líkt og Georg myndi klæðast,“ segir hann. Aðspurður segir Þorvaldur Árna- son, framkvæmdastjóri Samfilm, hugmyndina skemmtilega. „Ég mun klárlega koma þessari hugmynd á framfæri við Sagafilm, framleið- anda myndarinnar, og þetta verður án efa rætt. Það kryddar tilveruna að menn séu tilbúnir að gera svona skemmtilega hluti,“ segir Þorvaldur. - ag Vilja Georgsþema í bíó „Mér finnst ofboðslega dapurlegt hvernig Friðrik hefur komið fram í þessu máli og ég skil ekki hvað honum gengur til. Friðrik er frábær söngvari en hann passaði einfaldlega ekki inn í þetta prógramm,“ segir Vörður Leví Traustason, forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins við Hátún. Hann vísar því alfarið á bug að söfnuðurinn prediki fordóma gagnvart samkynhneigðum eins og hafi verið látið í veðri vaka í fjölmiðlum. Hann bendir jafnframt á þá staðreynd að samkynhneigðir hafi komið fram með gospelkórnum og bendir meðal annars á skrif ungs manns á Facebook sem kallar sig Höddi Svansson, hann sé samkynhneigður meðlimur Fíladelfíu og hafi sungið með kórnum en verði ekki með í ár þar sem hann sé í námi erlendis. „Ég er stoltur af að vera hvítasunnumaður, ég tilheyri kirkju, sem er sameinuð og kærleiksrík, ég á trúsyst- kini, vini og fjölskyldu sem elska mig og virða eins og ég er, en ekki eins og þau vilja að ég sé,“ skrifar Höddi. Vörður segir jafnframt að mikil viðhorfsbreyting hafi átt sér stað gagnvart samkynhneigðum innan safnaðarins undanfarin ár. „Umræðan hefur hins vegar verið mjög einhliða, okkur hafa verið lögð orð í munn og við dæmd fyrirfram.“ SKIL EKKI HEGÐUN FRIÐRIKS VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 12. 1 Um 4,4 prósent. 2 2,9 milljörðum króna. 3 Snigill. ÆTLA Í GERVI GEORGS Þeir Arnar Freyr og Gísli Snær segjast báðir ætla að mæta í gervi Georgs Bjarnfreðarsonar taki Sambíóin áskorun þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.