Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.12.2009, Qupperneq 6
6 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR RAFSTILLANLEG HJÓNARÚM VERÐ FRÁ: 299 .900 50%–90% AFSLÁTTUR AF SÆNGURFÖTUM, HEILSUKODDUM OG HEILSUPÚÐUM. MEÐAN BIRGÐIR ENDAST ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR AF GEL / ETHANOL ARINELDSTÆÐUM. MIKIÐ ÚRVAL! HEILSUKO DDAR FYLGJA Ö LLUM RÚMUM SOLO ÚTSÖLUVERÐ: 49 .900 PARIS ÚTSÖLUVERÐ: 69 .900 HAFÐU ÞAÐ HUGGULEGT UM JÓLIN 50% AFSLÁTTUR50% AFSLÁTTUR FÉLAGSMÁL Hjálparstarf kirkj- unnar fær endurgjaldslaus afnot af Toyota Hiace-sendi- bifreið næsta árið samkvæmt samkomulagi við umboðið sem gengið var frá á miðvikudag. „Bifreiðin verður notuð til almennra snúninga í fjölþættu hjálparstarfi á vegum kirkjunn- ar og kemur sér sérstaklega vel nú fyrir jólin þegar mest er að gera,“ segir í tilkynningu. „Undirbúningur fyrir sam- eiginlega jólaúthlutun Hjálp- arstarfs kirkjunnar, Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands er í fullum gangi. Mörg fyrirtæki, samtök og einstaklingar hafa lagt úthlut- uninni lið og fjölmargir sjálf- boðaliðar taka þátt,“ segir jafn- framt í tilkynningunni. - gar Kirkjan semur við bílaumboð: Fá frían Toyota í hjálparstarfið STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis hefur fjallað um kvart- anir Jóhanns Ágústs Hansen og 25 annarra, þar á meðal allra þingmanna Hreyfingarinnar, um að Steingrímur J. Sigfússon hafi gerst brotlegur við reglur um þrískiptingu valds. Fólst það, að þeirra mati, í aðkomu hans að Icesave-mál- inu bæði sem ráðherra og þing- maður. Í stuttu máli benti umboðs- maður kvartendum á stjórnar- skrána þar sem gert er ráð fyrir að ráðherrar séu jafnframt þingmenn. Að því búnu sagði hann utan síns verksviðs að fjalla um kvörtunina. - bþs Umboðsmaður Alþingis: Bendir Hreyf- ingarfólki á stjórnarskrána DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir Jafeti Ólafssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra VBS fjárfestingarbanka, fyrir trúnaðarbrot. Jafet var dæmdur til að greiða eina milljón í sekt en hér- aðsdómur hafði áður dæmt hann til að greiða 250 þúsund krónur. Jafeti var gefið að sök að rjúfa trúnað við Geir Zoëga með því að láta lög- manninn Sigurð G. Guðjónsson hafa upptöku að samtali sínu við Geir. Geir hafði þá nýlega ákveð- ið að hætta við að selja félagi Sigurðar hlut sinn í Tryggingarmiðstöðinni, en Jafet var milligöngumaður í kaupunum. Sigurður taldi að yfirtökuskylda hefði myndast og lét Jafet hann hafa upptökuna því til stuðnings. - sh Hæstiréttur fjórfaldar sekt: Milljón fyrir trúnaðarbrot JAFET ÓLAFSSON ATVINNULEYSI „Ég sé engin sérstök rök fyrir því að halda þessum sjóði sérgreindum frá Atvinnu- leysistryggingasjóði. Það er eðlilegt að við séum með eitt og sama kerfið fyrir alla lands- menn,“ segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, um Trygg- ingasjóð sjálfstætt starfandi ein- staklinga. Sá sjóður var settur á fót 1997 og falið að halda sérstaklega utan um atvinnuleysisbótarétt bænda, smábátasjómanna og vörubíl- stjóra. Sjóðurinn greiddi 14 einstakl- ingum 8,7 milljónir í bætur á síðasta ári, eins og fram kom í Fréttablaðinu á föstudag. Hann er fjármagnaður af trygginga- gjaldi stéttanna þriggja, sem nam alls 15 milljónum króna á árinu 2008. Kostnaður við rekstur hans nam 3,3 milljónum króna. „Þetta er arfur frá gömlum tíma,“ segir Árni Páll. Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frum- varp frá Árna Páli um endur- skoðun ýmissa ákvæða í atvinnu- leysislöggjöfinni. „Ég hef þegar beint því til nefndarinnar að kanna þetta mál og hvort ekki sé rétt að nota tækifærið og sam- eina þennan sjóð Atvinnuleysis- tryggingasjóði,“ segir Árni Páll. „Ég hef talað fyrir því að hér sé eitt kerfi fyrir alla.“ Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga starfar í þremur deildum, einni fyrir bændur, annarri fyrir smábáta- sjómenn en þeirri þriðju fyrir vörubifreiðastjóra. Þegar lög um sjóðinn voru sett vorið 1997 kom fram hjá nefnd sem samdi frum- varpið að skoðaðir hefðu verið möguleikar á að setja á laggirn- ar einn sjóð fyrir alla sjálfstætt starfandi einstaklinga en niður- staða nefndarinnar hefði orðið sú að stofna einungis sjóð fyrir þá sjálfstætt starfandi einstaklinga „sem tilheyra þeim samtökum sem áttu fulltrúa í nefndinni“. Á þeim tíma voru um 20.000 sjálfstætt starfandi einstakling- ar í landinu; um 5.500 þeirra til- heyrðu þeim hópum sem fengu aðild að Tryggingasjóðnum. Við álagningu skatta á þessu ári greiddu 19.266 einstaklingar tryggingagjald, samkvæmt upp- lýsingum frá Ríkisskattstjóra. Ekki fengust upplýsingar um hve margir þeirra eru bændur, smábátasjómenn og vörubifreiða- stjórar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur smábátasjó- mönnum og vörubifreiðastjór- um, sem eru með rekstur á eigin kennitölu og eiga rétt til bóta úr sjóðnum, fækkað talsvert á síð- ustu árum, eftir því sem hlutafé- lögum hefur fjölgað. peturg@frettabladid.is Segir sjóðinn arf frá gömlum tíma Félagsmálaráðherra sér ekki rök fyrir tilvist Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga, sem annast atvinnuleysisbótagreiðslur til bænda, smábátasjó- manna og vörubílstjóra. „Arfur frá gömlum tíma,“ segir Árni Páll Árnason. SJÁLFSTÆÐIR Sérstakt atvinnuleysistryggingakerfi hefur verið rekið fyrir smábátasjó- menn, vörubílstjóra og bændur, sem eru með eigin rekstur. Sjóðurinn hefur verið fjármagnaður af tryggingagjaldi þessara stétta. FÉLAGSMÁL Jafnréttisráð hefur sent frá sér ályktun þar sem varað er við þeim hugmyndum sem fram hafa komið um skerðingu fæð- ingarorlofs. Þar segir að stytting fæðingarorlofs um einn mánuð muni bitna á öllum hlutaðeigandi, konum, körlum og ekki síst börn- um. Mest skerðist þó hlutur ein- stæðra mæðra og barna þeirra í þeim tilfellum þar sem faðir nýtir ekki rétt sinn. Ef boðaðar breytingar ná fram að ganga er það alvarlegt bakslag í jafnréttisbaráttunni, að mati ráðsins. Jafnréttisráð skorar á ríkisstjórnina að leita allra ann- arra mögulegra leiða til að mæta slæmri stöðu með þessum hætti. - shá Jafnréttisráð ályktar: Skerðing mun bitna á öllum Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn KAUPMANNAHÖFN, AP Sautján hundruð vísinda- menn í Bretlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem þeir segjast sannfærðir um að sterk vísindaleg rök séu fyrir því að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Þeir vilja þar með draga úr efasemdum um vísindalegt gildi staðhæfinga um orsakir hlýn- unar jarðarinnar. Yfirlýsingin kemur í beinu framhaldi af þeim efasemdum sem kviknuðu eftir að tölvuskeyti nokkurra breskra vísinda- manna var lekið til fjölmiðla, en í þeim skeyt- um kemur fram að vísindamennirnir hag- ræddu niðurstöðum rannsókna sinna á efninu. Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn er enn verið að reyna að ná samkomulagi um aðgerðir gegn hlýnun. Meðal þess sem helst strandar á er fjárhagsað- stoð til þróunarríkja, sem á að hjálpa þeim til að leggja sitt af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Auðkýfingurinn George Soros ávarpaði ráð- stefnuna í gær og segir að þeir tíu milljarðar dala, sem fyrirhugað er að auðugu ríkin leggi hinum fátækari til næstu fjögur árin, dugi engan veginn til þess að brúa bilið. „Ég held að það sé að verða ljóst í samningaviðræðunum að bilið á milli þróaðra ríkja og þróunarríkja í þessu máli geti gert út af við ráðstefnuna.“ - gb Sautján hundruð vísindamenn senda yfirlýsingu á loftslagsráðstefnuna: Hlýnun jarðar er af manna völdum GEORGE SOROS Segir loforð auðugu ríkjanna um fjárhagsaðstoð ekki nægja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Sækir þú jólatónleika? Já 31% Nei 69% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ættu alþingismenn að fá frí milli jóla og nýárs? Segðu skoðun þína á visir.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.