Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 8
8 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR REYKJAVÍK Litháíska verktakafyr- irtækið Adakris hefur fengið 385 milljónir greiddar frá Reykjavík- urborg á árinu, en Malbikunarstöð- in Höfði, opinbert fyrirtæki, hefur fengið næst mest, 263 milljónir. Blaðið hefur fengið yfirlit frá borginni yfir þau fimm fyrirtæki sem mestar fjárhæðir hafa feng- ið frá borginni á ári hverju síðustu þrjú ár. Tölurnar eru lægri í ár en árin á undan. Þannig fengu Heim- ir og Þorgeir rúmar 568 milljón- ir árið 2008 og Eykt 503 milljónir árið 2007. Ekki er mikið um nýframkvæmd- ir hjá borginni þessa dagana og verkefni Adakris, við Sæmund- ar- og Norðlingaskóla, voru ákveð- in fyrir banka- hrun. Því má ætla að tölur um heildargreiðsl- ur til verktaka á næsta ári verði enn lægri. Þ ega r t i l - kynnt var um að litháískt fyrir- tæki fengi þessi tvö stóru verk á krepputímum vakti það nokkra umræðu. Rætt var um að illt væri að láta erlenda verka- og iðnaðarmenn hafa þessi störf. Nær væri að láta innlend fyr- irtæki sjá um þetta. Framkvæmda- stjóri Samiðnar sagði borgina hafa „ákveðið að flytja 120 ársverk í byggingariðnaði úr landi“. Hann efaðist um að Adakris færi eftir íslenskum reglum. En reyndin hefur verið sú eftir gjaldeyrishrun að ódýrara er að greiða íslensk laun en evrópsk. Um 92 prósent starfsmanna Adakris eru Íslendingar og útlendingarnir hafa verið búsettir á landinu í mörg ár, að sögn Ágústs Snæbjörnssonar, sem á helmingshlut í fyrirtækinu. „Planið var að vera með okkar eigin starfsmenn sem eru Litháar flestir. Svo kom hrunið og eftir það fannst okkur að pólitískt, siðferði- lega og efnahagslega væri besta lausnin að hafa Íslendinga í vinnu. Við munum áfram hafa eins marga Íslendinga og hægt er. Þetta er ekki útlenskara en það,“ segir hann. Ágúst tekur undir að það kunni að hafa unnið gegn fyrirtækinu að vera með erlendar rætur. Jafnvel hafi verið talað um að endurskíra fyrirtækið upp á íslensku. Fyrirtækið fær enn ekki fyrir- greiðslu í bönkum, „ekki einu sinni fimm þúsund kall í yfirdrátt og engar verktryggingar heldur,“ segir Ágúst. Adakris versli mikið við íslensk- ar verslanir og heildsala en þurfi að staðgreiða vörurnar. Ágúst segist halda að Adakris sé eina fyrirtækið á Íslandsmarkaði með öll gæðavottorð og ISO-staðla skráða. Fyrir utan borgarverkefnin sér Adakris um alla innanhússmíði í nýbyggingu Háskólans í Reykjavík. Fyrirtækið var stofnað 1965 sem ríkisfyrirtæki í Litháen og einka- vætt 1993. klemens@frettabladid.is Adakris er orðinn stærsti verktaki Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur greitt fyrirtækinu Adakris 385 milljónir í ár, mest allra verktaka. Fyrirtækið er nýtt á Íslandi og fær ekki fyrirgreiðslu í bönkum. Þarf oftar en ekki að staðgreiða vörur. Er að hálfu litháískt. SÆMUNDARSKÓLI RÍS Skólinn er nefndur eftir Sæmundi fróða og á samkvæmt útboðslýsingu að vera 5.800 fermetar með íþróttahúsi. Áætlaður kostnaður árið 2007 var 1,6 milljarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁGÚST ALFREÐ SNÆBJÖRNSSONLOFTSLAGSMÁL Kertaljósavaka verður haldin á Lækjartorgi kl. 17.30 á morgun til að krefj- ast þess að bindandi samkomu- lag náist á loftlagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, sem nú stendur yfir. Attac á Íslandi skipuleggur vökuna í Reykjavík. Flutt verð- ur ávarp og lesin skilaboð til samningsaðila í Kaupmannahöfn. Dúettinn Piknikk tekur lagið. Á laugardag verða 2.000 kerta- ljósavökur í sama skyni um allan heim. Ein þeirra verður í Kaup- mannahöfn. - pg Loftslagsráðstefnan: Kertaljósavaka á Lækjartorgi HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON Stingur upp á nafni fyrir skaga. LANDAFRÆÐI Sveitarstjórn Grýtu- bakkahrepps í Eyjafirði ræddi á fundi sínum á mánudag um nafn á skagann milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. „Hjörleifur Guttormsson hefur unnið að því að hann kallist Flat- eyjarskagi,“ segir í fundargerð sveitarstjórnarinnar sem fór yfir ýmis gögn varðandi nafn á skagann á fundi sínum á Greni- vík. Flatey er í Skjálfandaflóa. Samþykkt var að fara fram á við örnefnanefnd að nafnið Flateyj- arskagi verði ekki staðfest fyrr en fyrir liggi afstaða sameig- inlegrar nefndar Grýtubakka- hrepps og Þingeyjarsveitar um nafngift skagans. - gar Eyjafjörður og Skjálfandi: Hjörleifur vill Flateyjarskaga SKATTUR Bindandi álit Ríkisskatt- stjóra um skattalega meðferð mála starfsmanna Kaupþings, sem fengu fellda niður persónu- lega ábyrgð af lánum vegna kaupa á hlutabréfum í bankanum, mun liggja fyrir á næsta ári. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri segir við Fréttablaðið að ekki reyni á niðurstöðuna fyrr en næsta ár, þegar gjöld verða lögð á vegna 2009. Stjórn Kaupþings ákvað í sept- ember 2008 að takmarka ábyrgð á viðskiptunum við verðmæti bréf- anna sjálfra, eða annarra trygg- inga sem voru lagðar fram við kaupin í sumum tilvikum. - pg Mál starfsmanna Kaupþings: Álit skattstjóra birt á næsta ári 1 Hvað heitir hönnuður íslenska stólsins Bessa, sem not- aður er á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn? 2 Hversu gamalt er pipar- kökuhúsið sem prýðir stofuna í Laxholti í Borgarfirði? 3 Hver er forsætisráðherra Grikklands? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 90 VIÐSKIPTI Ummæli Magnúsar Þor- steinssonar fyrir dómi í síðustu viku hafa leitt til þess að Fjár- málaeftirlitið hyggst rannsaka það hvort stjórnendur Straums Burðaráss hafi brotið lög um verð- bréfaviðskipti þegar bankinn lán- aði Magnúsi tæpan milljarð til að kaupa hlut í Icelandic Group. Straumur Burðarás lánaði fjár- festingarfélagi Magnúsar 930 milljónir árið 2005 til að kaupa fimm prósenta hlut í Icelandic Group. Magnús skrifaði upp á sjálfskuldarábyrgð vegna láns- ins í fyrra. Hann varð gjaldþrota í maí. Aðalmeðferð í skuldamáli þrota- bús Straums gegn Magnúsi fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku. Þar sagðist Magnús hafa skrifað upp á ábyrgð- ina af greiðasemi við Björgólf Thor Björgólfsson, þáverandi eiganda Straums. Þannig myndi Björgólf- ur komast undan yfirtökuskyldu á félaginu. Standist sú fullyrðing var líkast til um sýndarviðskipti að ræða og mun Fjármálaeftirlitið nú rann- saka það. Straumur Burðarás sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og segir Magnús ljúga. Fullyrðingar hans séu ósannar og fjarstæðu- kenndar og honum haldlausar til varnar í málaferlunum við Straum. Honum beri, eins og öðrum, að gangast við skuldbindingum sínum og persónulegum ábyrgðum. - sh Straumur segir Magnús Þorsteinsson ljúga til um greiðasemi við Björgólf Thor: Rannsaka hvort Magnús talaði af sér MAGNÚS ÞORSTEINSSON Skuldamál þrotabús Straums gegn Magnúsi er nú fyrir dómi á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.