Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 10

Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 10
 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR Farðu inn á ring.is og óskaðu eftir að fá MMS með tilboðum send í símann. Ringjarar þurfa ekki skæri. Við sendum tilboð beint í símann. Tilboð dagsins: Gleði 1 Gleði 2 MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út Tilboð á m.ring.is – ekki klippa þennan miða út Ringjarar fá 2.000 kr. afslátt af gallabuxum í dag hjá Retro, Deres, Sparkz eða Urban. Ringjarar geta náð sér í lagið og hringi- tóninn Manvísa með Morðingjunum á farsvímavefnum m.ring.is í dag. Gildir í dag föstudag Gildir í dag föstudag 2.000 kr. afsláttur! Tónlist fyrir 0kr. E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 2 5 2 Tíska Fersk tilboð á ring.is í hverri viku Tónlist Ferskir tónar á m.ring.is í hverri viku LÖGREGLUMÁL Tveir menn sem fundust látnir í Daníelsslipp við Mýrargötu í Reykjavík í mars 1985 féllu fyrir eigin hendi. Þetta er niðurstaða réttar- meinafræðinga sem rannsökuðu þetta mál hartnær 25 árum eftir að mennirnir fundust. Samkvæmt rannsókn þeirra var um sjálfsvíg að ræða og létust mennirnir tveir úr koloxíðeitrun sem staðfest var með blóðrannsókn. Engir áverkar sem valdið hefðu meðvitundarleysi hafi fundist við krufninguna og því benti ekkert til annars en að mennirnir hafi verið með meðvitund í bílnum þar til þeir urðu koloxíðeitrun að bráð. Rannsókn réttarmeinafræðing- anna fór fram í kjölfar erindis aðstandenda mannanna til ríkis- saksóknara. Ættingjarnir mann- anna höfðu krafist þess með bréfi til ríkissaksóknara í nóv- ember 2008 að fram færi rann- sókn á andláti þeirra og viðbrögð- um embættis ríkislögreglustjóra eftir að aðstandendur hófu athug- un sína á málavöxtum, eins og rakið hefur verið í fjölmiðlum. Rannsókn lögreglunnar á sínum tíma beindist að því hvort mennirnir féllu fyrir eigin hendi, eins og aðstæður bentu til á vett- vangi, og að dánarorsök væri kol- oxíðeitrun frá útblæstri bifreiðar sem lík mannanna fundust í. Ríkissaksóknari leitaði eftir því að réttarmeinafræðingur færi yfir krufningarskýrslur, ljósmyndir og önnur gögn og léti í ljós álit á dánarorsök mannanna eftir því sem unnt væri, hart- nær 25 árum seinna. Að þess- ari athugun komu tveir réttar- meinafræðingar sem báðir hafa áralanga reynslu á sviði réttar- meinafræði. Það er niðurstaða ríkissak- sóknara að ekkert tilefni sé til að kveða á um rannsókn á við- brögðum embættis ríkislögreglu- stjóra við málaleitan ættingja um aðgang að gögnum málsins eða á vinnubrögðum við rannsókn lög- reglunnar á vettvangi og aðgerð- um hennar í kjölfarið á sínum tíma. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að aðstandendur mannanna ætla sjálfir að rannsaka dauðs- fallið. jss@frettabladid.is Féllu fyrir eigin hendi Samkvæmt niðurstöðu réttarmeinafræðinga féllu tveir menn, sem fundust látnir í Daníelsslipp árið 1985, fyrir eigin hendi. Þeir létust úr koloxíðeitrun samkvæmt blóðrannsókn. Engir áverkar fundust á mönnunum við krufningu. FRÁ DANÍELSSLIPP Mennirnir tveir fundust látnir í bíl við Daníelsslipp árið 1985. Rannsókn leiddi í ljós að dánarorsök mannanna var koloxíðeitrun. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI HEILBRIGÐISMÁL Mikið hefur dreg- ið úr svínainflúensunni, að því er fram kemur hjá sóttvarnalækni. Í síðustu viku greindist samtals 101 einstaklingur með inflúensu- lík einkenni samkvæmt skráningu heilbrigðisþjónustunnar. Tilfell- um fækkaði bæði á höfuðborgar- svæðinu og landsbyggðinni. Frá 29. júní til 6. desember höfðu greinst 9.733 einstaklingar með inflúensulík einkenni, þar af voru 4.453 karlar og 5.280 konur. Fram til 6. desember höfðu greinst 700 einstaklingar hér á landi með staðfesta svínainflú- ensu á veirufræðideild Land- spítala. Frá 23. september til 6. desember voru um 180 einstakl- ingar lagðir inn á sjúkrahús með grun um inflúensu eða staðfesta svínainflúensu. Langflestir voru lagðir inn á Landspítala eða um 130, þar af voru 20 einstaklingar lagðir inn á gjörgæsludeild. Tveir hafa látist af völdum staðfestrar svínainflúensu, 18 ára stúlka og 81 árs karlmaður. Stúlkan lést 19. október og mað- urinn lést 20. nóvember en bæði voru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Það sem af er hausti hefur eng- inn greinst með árlega inflúensu. -jss Enginn hefur enn greinst með árlega inflúensu hér á landi: Mikið dregið úr svínaflensu LANDSPÍTALI Samtals 130 höfðu verið lagðir inn á Landspítala í byrjun desem- ber vegna svínaflensunnar. NEYTENDUR Reiknivél sem Tal setti upp á heima- síðu sinni og ætluð var til að bera saman verð á þjónustu Tals og annarra símafyrirtækja hefur verið bönnuð af Neytendastofu. Síminn kærði reiknivél Tals til Neytenda- stofu á þeim grundvelli að sá samanburður sem reiknivélin gæfi væri rangur. Neyt- endastofa komst að þeirri niðurstöðu að reiknivélin gæfi villandi upplýsing- ar á margan hátt. „Samanburðarreiknivél Tals gerir ávallt ráð fyrir að neytend- ur séu með alla þjónustu sína hjá Tali, það er net-, heimasíma- og farsímaþjónustu. Er sú þjón- usta kölluð „Allur pakkinn“. Upplýsingar um að saman- burðurinn sé háður því skil- yrði koma ekki fram fyrr en í lok samanburðarins. Ætli neytandi því eingöngu að bera saman notk- un á farsíma mun hann ekki fá raunsanna mynd af kostnaði hjá Tali þar sem mánaðargjald Tals kemur ekki til samanburðar,“ segir meðal ann- ars í ákvörðun Neytendastofu. „Getur stofnunin fallist á með Símanum að samanburðurinn sé sérstaklega villandi þar sem neytendur notast við upplýsingar af raun- verulegum símreikningi og því sé látið í veðri vaka að niðurstöður samanburðarins séu rétt- ar þar sem þær séu byggðar á tæmandi upplýsingum um notkun hvers og eins notanda,“ segir einnig í ákvörðun Neyt- endastofu, sem bannað hefur reiknivél- ina og auglýsingar um hana í óbreyttri mynd. - gar Neytendastofa segir óréttmætum viðskiptaháttum og villandi auglýsingum beitt: Banna símareiknivél hjá Tali HERMANN JÓNASSON Forstjóri Tals sem Neyt- endastofa segir hafa gefið rangan samanburð á verði símaþjónustu með reiknivél á heimasíðu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.