Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2009, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 11.12.2009, Qupperneq 18
18 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR ALÞINGI Útpörun Sivjar Friðleifsdóttur Framsókn- arflokki í atkvæðagreiðslunni um Icesave-málið á Alþingi á þriðjudag hefur vakið athygli. Var útpörun- in viðhöfð þar sem Helgi Hjörvar Samfylkingunni, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, var ytra í emb- ættiserindum. Þessi aðferð, að para út þingmann í atkvæða- greiðslu þegar þingmaður úr andstæðri fylkingu er fjarverandi, snýst um að jafna út valdahlutföll milli stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Hefur hún verið viðhöfð um árabil en farið nokkuð hljótt. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að Samfylkingin hafi leitað til framsóknarmanna og í ljósi hefðarinnar hafi þeir brugðist vel við. Í lögum um þingsköp segir að þingmanni sé skylt að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu nema hann hafi lögmæt forföll. Fjarvist Sivjar á þriðjudag er því, strangt til tekið, brot á þingsköpum. Gunnar Bragi segir þetta vissulega rétt en bend- ir á að þessi háttur hafi verið viðhafður áratugum saman. Sé hann ekki fyrir hendi þurfi flokkar að kyrrsetja þingmenn sem annars sinntu mikilvægum erindum í útlöndum. - bþs Útpörun Sivjar Friðleifsdóttur á móti Helga Hjörvar í atkvæðagreiðslu vekur athygli: Pörunin stangast á við lög um þingsköp HRÍSEY Siglingastofnun heimilaði uppsetningu fjarskiptabúnað- ar utan á Hríseyjarvita, sem er friðlýstur, að því er fram kemur á vefnum nordurlandid.is. Í sumar vakti Íslenska vitafélag- ið athygli Húsafriðunarnefndar á þessu, en Hríseyjarviti er einn af sjö vitum sem voru friðlýstir árið 2003. Húsafriðunarnefnd óskaði eftir því við Siglingastofnun, sem á vitann, í september síðast- liðnum að búnaðurinn yrði fjar- lægður hið fyrsta, en það hefur enn ekki verið gert. Á nordurlandid.is er haft eftir Hermanni Guðjónssyni siglinga- málastjóra að búnaðurinn verði fjarlægður af húsinu í vor og þá verði búið að finna aðra lausn. Væntanlega verði sett upp mast- ur í nágrenni við vitann. Framkvæmdir í Hríseyjarvita: Fjarskiptatæki á friðlýstum vita SIV FRIÐLEIFS- DÓTTIR HELGI HJÖRVAR GUNNAR BRAGI SVEINSSON VÍSINDI Ómannaður smákafbátur, smíðaður af Bandaríkjamönnum, hefur skilað sér til Baiona á Spáni eftir rúmlega 7.400 kílómetra sigl- ingu þvert yfir Atlantshafið. Bát- urinn lagði upp í siglinguna í apríl og var 221 dag á leiðinni. Hann gengur ekki fyrir neinu vélarafli heldur er eingöngu knúinn áfram af hafstraumum. Eina orkan sem hann notar er til að breyta stöðu stýrisugga sinna og færa sig þannig milli strauma, en til þess hefur hann rafhlöður. Þetta er í fyrsta sinn sem tekst að senda ómannaðan kafbát þessa vegalengd en tilraun sem gerð var í fyrra mistókst. - asg Ómannaður smákafbátur: Fór yfir Atlants- haf án vélarafls GROUP TÖLVUR Nær 80 prósent barna á aldrinum níu til sextán ára sögð- ust helst vera í leikjum þegar þau eru á Netinu að því er fram kemur í nýrri könnun. Samfélag, fjöl- skylda og tækni, vakningarátak um örugga netnotkun barna og unglinga (SAFT), stóð fyrir könn- uninni sem gerð var síðastliðið vor. Sambærileg könnun var gerð fyrir þremur árum og sögðust þá ríflega 80 prósent barna helst vera í leikj- um þegar þau væru á Netinu. Tæp 70 prósent þátttakenda í könnun- inni sögðu foreldra sína þekkja mikið eða nokkuð mikið til þeirra leikja sem þau spila á Netinu. „Það er ánægjulegt að foreldr- ar eru farnir að þekkja leiki sem börnin spila í auknum mæli en áður,“ segir Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri hjá SAFT. Hann segir mikilvægt að foreldrar viti að mikið sé til af góðum tölvuleikj- um sem séu gagnlegir og fræð- andi. „Við bendum foreldrum á að skoða aldursmerkingar á tölvu- leikjum sem keyptir eru handa börnum og sömuleiðis að fylgj- ast með leikjum sem börn eru í á Netinu.“ Guðberg segir að á heild- ina litið séu niðurstöður könnun- arinnar jákvæðar. Meðal annars kemur fram í henni að meirihluti barna spilar tölvuleiki í innan við klukkustund þegar spilað er á Net- inu, 65 prósent spila ein þegar þau eru á Netinu, 26 prósent með fjöl- skyldu og vinum í sama herbergi og 24 prósent með fjölskyldu og vinum á Netinu. 15 prósent spila við fólk í útlöndum sem þau þekkja ekki. Einnig var gerð könnun á meðal foreldra um hversu mikið eftir- lit er haft með tölvuleikjanotkun barna þeirra. 51 prósent foreldra sagðist hafa frekar mikið eftirlit með tölvu- leikjanotkun barna, 28 prósent sögðust hafa mjög mikið eftir- lit með henni, 17,5 prósent höfðu ekki mikið eftirlit og 3,4 prósent ekkert. Hefur þeim foreldrum sem hafa lítið eða ekki mikið eft- irlit með tölvuleikjanotkun barna fjölgað um rúm þrjú prósent frá árinu 2007. Nota Netið helst til leikja Nær 80 prósent barna og unglinga sögðust helst vera í leikjum á Netinu í nýrri könnun SAFT. Tæp 70 prósent barna telja foreldra sína þekkja mikið eða nokkuð mikið til tölvuleikjanna sem þau spila. FJÖLDAMORÐUM MÓTMÆLT Íbúar á Filippseyjum efndu til mótmælafundar í höfuðborginni Manila gegn fjölda- morðum sem framin voru í landinu nýverið. Mótmælendurnir héldu á 57 gervilíkkistum, jafnmörgum þeim sem myrtir voru. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Er í leikjum á Netinu Sendi skyndiskilaboð (MSN) Hleð niður tónlist Vinn heimaverkefni Vafra til gamans Sendi og fæ tölvupóst Næ í aðrar upplýsingar en fyrir skólaverkefni Heimsæki fréttasíður (dagblöð, netfréttastofur og þess háttar) 0 10 20 30 40 50 60 70 80 % Apríl-maí ´09 Mars-apríl ´07 Feb. ´03 Hvað gerir þú á Internetinu? Á NETINU Nær 80 prósent barna og unglinga sögðust helst spila leiki á Netinu sam- kvæmt könnun SAFT. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HOLLAND Evrópska lögreglan Eur- opol hefur greint frá því að tekist hafi að uppræta barnaklámshring á Netinu. Kennsl hafa verið borin á fimm fórnarlömb, börn á aldr- inum fjögurra til tólf ára. Einn- ig hafa verið borin kennsl á 221 kynferðisafbrotamann, og 115 hafa nú þegar verið handteknir. Brotamennirnir voru hand- teknir við húsleitir í Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Búlgaríu, Kanada, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Lithá- en, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Sló- veníu, Spáni og Sviss. Ekki hefur verið greint frá því hvenær hand- tökurnar áttu sér stað. Rannsókn málsins hefur tekið tvö ár og var það sérdeild austurrísku lögregl- unnar sem leiddi rannsóknina. Sérdeildin fann barnaklámshópa sem höfðu notfært sér netþjón sem var hýstur þar í landi til þess að dreifa barnaklámi. Brotamennirnir grunuðu hafa mjög mismunandi bakgrunn, en greint hefur verið frá því að ein- hverjir þeirra hafi verið kennar- ar eða í öðrum störfum tengdum börnum. Europol hefur fram til þessa aðstoðað við að uppræta 23 alþjóðlega barnaklámshringi og borið kennsl á um 1.600 kynferð- isbrotamenn. - þeb Europol handtekið 115 kynferðisbrotamenn: Barnaklámshring- ur upprættur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.