Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 24
24 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR
Þeir eru kallaðir Playmokallarnir inn-
an leikfangageirans og fengu á dögun-
um viðurkenningu frá framleiðanda
þessara vinsælu leikfanga.
„Það má segja að þetta hafi verið viðurkenn-
ing fyrir störf okkar fyrir Playmobil,“ segir
Reynir Arnar Eiríksson sem ásamt Guð-
mundi bróður sínum tók við sérstökum heið-
ursbikar frá framleiðanda Playmobil.
Fjölskylda Péturs og Guðmundar hefur
verið í verslunarrekstri frá árinu 1939. Þá
stofnaði faðir þeirra fyrirtæki og hóf sölu
leikfanga – mitt í erfiðu umhverfi efnahags-
kreppu. Þegar fram liðu tímar tóku bræð-
urnir við rekstrinum ásamt Grétari
bróður sínum en hann er nú látinn.
Reynir segir að þegar þeir
Eiríkssynir sáu um rekstur leik-
fangaverslunarinnar Liverpool
hafi þeir keypt umboðið fyrir
Playmobil af Böðvari Valgeirssyni,
forstjóra ferðaskrifstofunnar Atl-
antik. Þetta var fyrir þrjátíu
árum. Eins og allir vita hefur
Playmobil allar götur síðan
staðið traustum fótum í barna-
herbergjum landsins.
Og nú stendur hinn þýski
framleiðandi Playmobil fyrir
því að heiðra bræðurna enda
mun salan á Íslandi vera
meðal þess mesta sem gerist
í nokkru landi miðað við höfðatölu.
„Hér á landi eru bræðurnir oft nefnd-
ir Playmokallarnir innan leikfanga-
geirans,“ segir í tilkynningu þar sem
bræðrunum er þakkað fyrir áratuga
viðskipti.
Verslunin Liverpool var seld fyrir margt
löngu og bræðurnir hafa selt Playmobil síðan
gegnum heildsölu sína Eiríksson sf. Þriðja
kynslóðin í ættinni rak hins vegar Leikbæ
þar til sú verslun var seld.
„Við er komnir á aldur og erum búnir að
selja heildsöluna. Nú erum við bara á hliðar-
línunni,“ segir Reynir sem aðspurður kveður
helstu breytingarnar sem orðið hafa á leik-
föngum í áranna rás vera þá að nú séu þau
miklu vandaðri og fjölbreyttari en áður. „Ég
fékk aldrei útlend leikföng af því að það voru
innflutningshöft. Ég öfundaði alltaf börn sjó-
manna og flugmanna því þau fengu alltaf
miklu meira af leikföngum. Eina sem ég var
ánægður með í barnæsku
var vörubíll úr tré
sem var smíðaður
af berklasjúkum
smið á Reykja-
lundi.“
Reynir segir
alla stórfjölskyld-
una hafa lagt
hönd á plóg
og allar kyn-
slóðir þannig
kynnst betur.
Starfsferill
þeira bræðra
hafi verið
skemmtileg-
ur. „Það er
alltaf gaman
að selja ungu
kynslóðinni. Maður
þarf að vera barn
í hjarta til að selja
leikföng.“
gar@frettabladid.is
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Playmókallar Íslands í þrjátíu ár
EIRÍKSSYNIR Bræðurnir Guðmundur og Reynir Arnar
Eiríkssynir (th.) fengu sérstakan bikar frá framleiðanda
Playmobil fyrir traust viðskipti í þrjá áratugi. Í bikarnum
eru Playmokallar frá ýmsum tímum.
HB Grandi stendur þessa dagana
fyrir námskeiðum fyrir starfs-
fólk sitt í fiskvinnsluverum fyr-
irtækisins í Reykjavík og á Akra-
nesi. Á námskeiðunum er farið yfir
meðhöndlun á hráefni, hreinlæti,
umgengni og þrif og þess freistað
að bæta gæði afurða og fyrirtæk-
isbrag.
Námskeiðin, sem haldin eru í
samstarfi við rannsóknarstofuna
Sýni, hófust í síðasta mánuði og
þeim lýkur fyrir áramót. Að sögn
Bergs Einarssonar, verkstjóra
gæðamála hjá HB Granda, verða
námskeiðin alls fjórtán talsins.
Þar af eru þrjú haldin á Akranesi.
Í Reykjavík eru þátttakendur alls
135 og eru námskeiðin haldin á
níu tungumálum: íslensku, ensku,
taílensku, pólsku, litháísku, víet-
nömsku, kínversku, portúgölsku
og tagalog. Þátttakendur í nám-
skeiðunum á Akranesi eru fjöru-
tíu talsins og þar verður kennt á
íslensku og pólsku.
Farið er yfir ýmsa mikilvæga
þætti á sviði fiskvinnslunnar eins
og örverufræði, krossmengun og
matarsjúkdóma. Þá eru starfs-
menn markaðsdeildar HB Granda
með kynningu á helstu mörkuðum
og flutningsleiðum félagsins. - shá
HB Grandi stendur fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk um gæðamál í fiskvinnslu:
Kennt á níu tungumálum
MENNT ER MÁTTUR Starfsmenn HB Granda eru frá mörgum þjóðlöndum. Hér eru Litháar á námskeiði. MYND/HB GRANDA
Fagor þvottavél
1400 snúninga þeytivinda. 6 kg hleðsla.
Tímaseinkun. Stillanleg vinda. 32 cm hurðarop.
89.900
Fagor þvottavél
Reykjavík . Skútuvogi 1 . Sími 562 4011
Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800
Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020
Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200
Þeytivinda Jólatilboð
Verð kr. 99.900
„Ég er rétt í þessu á jólaföndri Samtaka flytjenda
og hljómplötuframleiðenda,“ segir Óttar Felix
Hauksson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri
Zonet. Hann segist óðum að komast í
jólaskapið.
„Ég er búinn að renna í gegnum þessi
árlegu bókatíðindi og plötutíðindi til að
skoða hvað mér þykir vænlegt að gefa,“
segir Óttar. Hann segir mjög gott úrval
af bókum og diskum þetta árið, og lítið
vandamál að finna góðar gjafir fyrir vini og
ættingja.
„Þessa dagana er ég annars
mest að stússast í jólaútgáf-
unni fyrir Zonet,“ segir Óttar.
„Við sjáum um útgáfu og
dreifingu á mynddiskum
og geisladiskum. Það sem
mér finnst mest gaman að
eru nýjar Stiklur frá Ómari Ragnarssyni og Út og
suður með Gísla Einarssyni.“
Óttar hefur einnig nóg að gera við æfingar
með hljómsveitinni Pops. Hljómsveitin mun
halda hefðbundna nýársgleði ‘68-kyn-
slóðarinnar á Kringlukránni á nýársdag.
Þar munu snillingar á borð við Gunnar
Þórðarson og Magga Kjartans skemmta
gestum, auk Óttars sjálfs, en sérstakur
heiðursgestur mun einnig stíga á svið.
Það er enginn annar en stórsöngvarinn
Engilbert Jensen sem ætlar að
taka nokkur vel valin lög með
Pops.
Eftir áramótin setur Óttar
svo stefnuna á afslöppun
í suðrænni sól, eins og
eflaust fleiri sólþyrstir
Íslendingar.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: ÓTTAR FELIX HAUKSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI
Boðar heiðursgest á nýársgleði
E-TÖFLUR Hollenskur maður segir 2.400
e-töflum hafa verið stolið frá honum
fyrir skemmstu og leitar lögreglan nú að
þjófunum.
Lögreglan í Amsterdam rannsak-
ar nú meintan þjófnað á 2.400 e-
töflum.
Eigandi taflnanna tilkynnti
um þjófnaðinn til lögreglu vegna
þess að hann taldi um 40 þeirra
vera eitraðar. Hann segist hafa
safnað töflunum um tveggja ára-
tuga skeið og þeim hafi verið
stolið þegar brotist var inn til
hans á dögunum.
Lögreglan telur að mannin-
um sé alvara en ekki sé hægt að
ganga úr skugga um það. Þá er
ekki ljóst hvort maðurinn verði
ákærður fyrir eiturlyfjaeignina
þar sem eiturlyfin eru horfin.
- þeb
Leita að horfn-
um e-töflum
■ Jörfagleði nefndist árlegur vikivaka-
dansleikur sem haldinn var á jólum í
Haukadal í Dalasýslu í lok 17. aldar og
snemma á þeirri átjándu. Þar var mikið
fjör eftir því sem heimildir greina og
hefur gleðinni verið líkt við reif-dans-
leiki nútímans. Kirkjunnar menn og
embættismenn voru ekki mjög hrifnir
af þessum samkomum sem fólk sótti
langt að. Á síðustu gleðinni er sagt að
19 börn hafi komið undir. Jóni Magn-
ússyni, sýslumanni í Dalasýslu, tókst
að banna Jörfagleði fyrir fullt og allt
í upphafi átjándu aldar. Hann missti
embættið skömmu síðar, hlaut dóma
fyrir lögbrot og dó í fátækt. Var mál
manna að þar hefði huldufólk átt hlut
að máli og staðið með vinnufólki móti
yfirstéttinni.
Heimild: Vísindavefurinn.
FRÓÐLEIKUR
JÖRFAGLEÐI
Skera bara nógu
mikið niður í staðinn
„Ég er ekki sammála því að
Reykjavíkurborg eigi að fara
út í skattahækkanir.“
JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR, FOR-
MAÐUR VELFERÐARSVIÐS.
Fréttablaðið 10. desember
Traustur
„Menn voru á sínum tíma
að hugsa um samvinnu við
Kínverja þar sem ætlunin var
að fara á svig við dýravernd-
unarlög. Ég stoppaði það.“
BJÖRN HALLDÓRSSON, FORMAÐUR
SAMBANDS LOÐRDÝRABÆNDA.
Morgunblaðið, 10. desember.