Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 26

Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 26
26 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 22 Velta: 66,4 milljónir OMX ÍSLAND 6 796 +0,25% MESTA HÆKKUN ÖSSUR +0,72% MAREL +0,63% MESTA LÆKKUN ICELANDAIR G. -3,95% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 166,00 +0,00% ... Bakkavör 1,55 +0,00% ... Føroya Banki 132,00 +0,00% ... Icelandair Group 3,65 +0,00% ... Marel 63,40 +0,63% ... Össur 140,00 +0,72% Sala á nýjum bílum hjá þýska bíla- framleiðandanum Audi var 8,9 pró- sentum betri um allan heim í nóv- ember en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum fyrirtækis- ins í vikunni. Heildarsala á fyrstu ellefu mánuðum ársins dróst saman um 5,4 prósent milli ára. Svipuðu máli gegnir um aðra bílaframleiðendur en Bayerische Motoren Werke, sem framleiðir bíla undir merkjum BMW, segir bílasölu hafa aukist um tólf pró- sent frá í fyrra. Markaðir í Asíu hífa meðaltal- ið upp hjá báðum fyrirtækjum, ekki síst í Kína, en þar tvöfaldaði BMW söluna. Þá var salan góð á Indlandi, í Suður-Kóreu og í Singa- pore, auk Brasilíu og Kanada. Rúm- lega hundrað prósenta aukning var í sölu á bílum undir merkjum Audi í Hong Kong. Stefan Bratzel, yfirmaður bíl- greinarannsókna við vísindahá- skólann í Bergisch Gladbach í Þýskalandi, segir í samtali við Bloomberg-fréttastofuna, að úr gögnum um bílasölu megi lesa að neytendur séu víða að nýta sér aðgerðir stjórnvalda sem eiga að leiða til þess að keyra hagkerfi heimsins upp úr kreppunni. Þótt kippur hafi komið í söluna kunni þetta að vera tímabundið ástand og geti dregið úr bílasölu fljótlega á næsta ári. Þó megi reikna með að Kína haldi meðaltalinu uppi eitt- hvað lengur. - jab SLAKAÐ Á VERKSMIÐJUNNI Sala á nýjum bílum víða um heim hefur aukist upp á síðkastið. Fréttablaðið/AP Kippur í bílasölu ytra Sala á nýjum bílum tók stökk í Asíu í síðasta mán- uði. Vísbendingar eru um að kreppunni sé að ljúka þar. Ríkisstjórn Bandaríkjanna segir útlit fyrir að fjárútlát hins opin- bera vegna neyðarbjörgunarsjóðs ríksins fyrir fyrirtæki í kröggum (Tarp-sjóðurinn), verði helmingi lægri en gert var ráð fyrir. Tarp-sjóðurinn var settur á laggirnar í stjórnartíð George W. Bush, fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna, í október í fyrra eftir mikið karp og kaupir hann eign- ir fyrirtækja í skiptum fyrir eig- infjárframlag fyrir allt að sjö hundruð milljarða dala. Fyrirtæki sem sóttu sér fé í sjóðinn hafa greitt til baka 71 milljarð dala. Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku mögulegt 175 milljarðar dala verði komnar til baka í lok næsta árs. Gangi það eftir kunna heildarútgjöld stjórn- valda nema 341 milljarði dala, eða rétt rúmum helmingi af áætluðum útgjöldum. Bloomberg-fréttastofan segir nú deilt um það á Bandaríkja- þingi hvað skuli gera við féð sem standi út af fjárhagsáætlu. Banda- rískir öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúplikana segja stjórn- völd hafa gert nóg til að styðja við fjármálafyrirtækin. Nú sé röðin komin að því að vinna á fjárlaga- hallanum, sem hefur aldrei verið meiri. Nancy Pelosi, forseti fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, sagði í síðustu viku hluta sjóðsins kunna að verða nýttan til að styðja við lítil fyrirtæki. - jab NANCY PELOSI Bandarískir þingmenn deila nú um það hvað skuli gera við það sem standi út af bandaríska Tarp-björg- unarsjóðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vilja draga úr met- halla vestanhafs Ákvörðun peningastefnunefnd- ar Seðlabanka Íslands um vaxta- breytingar er í samræmi við fyrri yfirlýsingar um hægfara tilslökun peningalegs aðhalds. Þetta sagði Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri þegar vaxtaákvörðun bank- ans var kynnt í gærmorgun. „Ég tel að þetta sé varleg lækkun. Við metum sem svo að þetta jafn- gildi slökun í peningalegu aðhaldi í kringum 0,5 prósentustig,“ sagði Már. Peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentu- stig í 8,5 prósent. Þá var ákveðið að Seðlabankinn myndi áfram efna til útboða á innstæðubréfum til 28 daga með 9,75 prósenta hámarks- vöxtum, en í því er sögð felast 0,5 prósentustiga lækkun hámarks- vaxta innstæðubréfa. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga verða lækkaðir um 1,0 prósentustig í 10 prósent og daglánavextir um 1,5 prósentustig í 11,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnu- nefndar kemur jafnframt fram að gengi krónunnar hafi í meginatrið- um haldist stöðugt með takmörk- uðum inngripum Seðlabankans og engum frá byrjun nóvembermán- aðar. „Þéttari reglugerð, aukið eft- irlit og virkari framfylgd reglna hafa leitt til þess að erfiðara er að fara í kringum gjaldeyrishöftin en áður.“ Í máli Más kom fram að afar erfitt væri að spá fyrir um þróun gengisins og rifjaði hann upp gam- alt tilsvar frá því að hann var sjálf- ur aðalhagfræðingur bankans í þá veru að gæti hann spáð fyrir um gengið þá væri hann ekki í starfi heldur ríkur maður á sólarströnd. Þórarinn G. Pétursson aðalhag- fræðingur vísaði í spá bankans um að gengi krónu gagnvart evru myndi haldast nálægt 180 krónum fram á mitt næsta ár, en færast svo hægt nær 170 krónunum. Forsvarsmenn bankans voru þó sammála um að gengið gæti haldist veikt lengi vel, jafnvel gæti tekið ár eða áratugi fyrir gjaldmiðil að ná jafnvægisgengi eftir hrun. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla- bankastjóri áréttaði að óvissa væri um endanlega skuldastöðu þjóðar- innar, jafnvel þó svo að draga megi bankana frá og hrein skuldastaða þá í raun betri en fyrir hrun, um 38 prósent af landframleiðslu. „Á hinn bóginn verður einhver hluti af þessu skuldir hins opinbera sem er aftur verra,“ sagði hann og kvað samband skulda þjóða og gengis gjaldmiðilsins afar flókið. olikr@frettabladid.is SKUGGABANKASTJÓRN? Már Guðmundsson seðlabankastjóri (í miðið) kynnti ákvörðun peningastefnunefndar um vexti á fundi í bankanum í gærmorgun. Honum á hægri hönd situr Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og á vinstri hönd Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Slökunin jafngildir hálfu prósentustigi Seðlabankinn lækkaði lítillega vexti í gær. Krónan hefur haldist stöðug og erfið- ara að fara í kringum gjaldeyrishöft en áður. Ár eða áratugi getur tekið gjaldmiðil að ná jafnvægi eftir hrun. Gert er ráð fyrir hægum bata krónu eftir mitt næsta ár. „Aðgerðir bankans nú eru ótvíræð slökun á peningalegu aðhaldi öfugt við þau misvísandi skilaboð sem fólust í vaxtaákvörðun nóvember- mánaðar,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslands- banka. Hann á jafnframt sæti í Skuggabanka- stjórn Markað- arins. „Ég er afar sáttur við lækk- unina og tel að hún hafi átt fullan rétt á sér en gengi krónunnar hefur haldist nokkuð stöðugt frá síðasta fundi nefndarinnar og verðbólgan hjaðnað. Lækkunin er hins vegar umfram væntingar líkt og greina mátti á viðbrögðum skuldabréfa- markaðarins í gær þar sem krafa rík- isbréfa lækkaði nokkuð kröftuglega. Í ljósi væntinga um að krónan ætti áfram að haldast nokkuð stöðug og verðbólgan að hjaðna frekar þá tel ég að gott svigrúm verði til frekari vaxtalækkana á næstunni og að bankinn komi til með að stíga næsta skref í því lækkunarferli strax í upphafi næsta árs,“ segir hann. SVIGRÚM TIL FREKARI VAXTALÆKKANA„Því verður varla haldið fram að djörfung einkenni þessa ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabank- ans. Engu að síður tel ég þetta merkilega niðurstöðu,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sem jafnframt á sæti í Skugga- bankastjórn Markaðarins. Hann bendir á að í ákvörðuninni felist áherslu- breyting í þá veru að horft sé í meiri mæli en áður til þess að styðja við efnahagslífið í stað aðhalds og horft til innlendra aðstæðna fremur en að láta stjórnast af gengisótta. „Þetta tel ég tímabært og mikil- vægt – og boða umtalsverða lækk- un stýrivaxta á næstu mánuðum. Eins og verðlags- og efnahagshorfur eru nú metnar sýnist mér óvarlegt að hafa stýrivexti hærri að meðal- tali en svona sex til sjö prósent á fyrri hluta komandi árs og fimm til sex prósent á þeim seinni, nema eftirspurn færist umtalsvert í aukana á ný,“ segir Þórður. EKKI DJÖRF ÁKVÖRÐUN „Ákvörðun Seðlabankans sýnist hóf- leg og varfærin og verður að teljast innan eðlilegra marka við ríkjandi aðstæður,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og meðlimur í Skuggabankastjórn Markaðarins. Hann bætir við að niðurstað- an komi ekki á óvart í ljósi fyrri ákvarðana og álits AGS að skilyrði fyrir lækkun vaxta hafi batnað enda fari verðbólga lækkandi og því hljóti vextir að fara sömu leið. „Þessi ákvörðun felur ekki í sér straumhvörf heldur áfanga á langri leið. Hún gefur fyrirheit um að framhald verði á lækkun vaxta sem enn eru langt ofan við núll til tveggja prósenta stýrivexti í nágrannalöndunum. Vöxtum verður að koma niður á skaplegt stig til að blása lífslofti í atvinnufyrirtækin og reisa við efnahag þjóðarinnar,“ segir Ólafur. ENGIN STRAUMHVÖRF Stýrivextir Stýrivextir seðlabanka eru þeir vextir sem bankinn notar til að hafa áhrif á markaðsvexti og gang efnahagslífsins, hvort heldur er til að hraða á vexti þess eða draga úr þenslu. Seðlabankar eiga í ýmsum viðskiptum við önnur innlend fjármálafyrirtæki, sérstaklega innlánsstofnanir, sem fjármagna rekstur sinn í viðskiptum við Seðla- bankann. Stýrivextir geta haft talsverð áhrif á fjármögnunina sem skilar sér út í markaðsvexti. Þá kunna þeir að hafa áhrif á gjaldmiðla og verðbólgu. Nokk- uð er síðan Seðlabankinn lýsti því yfir að í kjölfar falls bankanna í fyrrahaust urðu stýrivextir hér óvirkt stjórntæki. Innlánsvextir Eftir fall bankanna fengu innláns- vextir Seðlabankans aukið vægi í umræðunni. Þessir vextir taka náið mið af stýrivöxtum, líkt og tekið er til orða á Vísindavef Háskóla Íslands. Segja má að innlánsvextirnir hafi tekið við af stýrivöxtum svo lengi sem bankarnir geta ekki fjármagnað sig með viðskiptum við Seðlabank- ann. Þetta eru samkvæmt orðanna hljóðan vextir á innlánsreikningum bankastofnana á lausu fé, sem þeir binda í Seðlabankanum. Þeir slá því taktinn fyrir vaxtakjör í bankakerfinu með áhrifaríkari hætti en stýrivextir um þessar mundir. HVAÐ GERA VEXTIR SEÐLABANKANS? Tveir kreppufræðingar Paul Krugman, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði í fyrra, segir margar leiðir færar gegn kreppunni og áhrifum hennar. Krugman, sem jafnframt er ofurbloggari og dálkahöfundur bandaríska stórblaðsins The New York Times, segir í vef sínum í fyrradag óþarfa að kafa í gömul rit eftir réttum leiðum þar eð margir hafi fjallað um málið upp á síðkastið, ekki síst um viðbrögð bandaríska seðlabankans gegn kreppunni á þriðja áratug síðustu aldar. Krugman mælir sérstaklega með ritgerð blogg- og kreppufræðabróður frá miðju síðasta ári, hagfræðingsins Gauta B. Eggertssonar, sem starfar hjá bandaríska seðla- bankanum í New York. Skrif Gauta um aðgerðir gegn núverandi kreppu hafa nokkr- um sinnum verið uppspretta eldheitra umræðna á bloggi Krugmans. Ýmislegt til dundurs Krugman notar orðið „yeoman“ í umfjöllun sinni um Gauta. Orðið var í grófum dráttum notað um fólk af miðstétt í Bretlandi á sautjándu og átjándu öld sem hafði tíma til að sinna hugðarefnum sínum þegar færi gafst. Önnur merking á við um þá sem hafa komist í fremstu röð. Gauti segir í bloggfærslu sinni frá í fyrradag hvað hann hafi verið að dunda upp á síðkastið. Dútlið er ritgerð á sérfræðisviði hans, um aðgerðir bandaríska seðlabankans gegn kreppum. Niðurstaða hennar er sú í grófum dráttum að kaup seðlabanka á ill selj- anlegum eignum geti haft jákvæð áhrif á hagkerfið þegar beiting á stýrivöxtum er ekki mögu- leg, svo sem þegar þeir eru komnir niður að núlli líkt og vestanhafs. Væru vextir hærri og hefðbundin stjórntæki seðlabankans virkt væru áhrifin minni. Peningaskápurinn… „Stýrivaxtalækkun Seðlabank- ans er mjög jákvætt skref og gefur góð fyrirheit um það sem koma skal,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hann bætir við að lækkun vaxta nú komi skemmtilega á óvart þar sem gengi krónunnar hafi ekki styrkst frá síðustu vaxtaákvörð- un og verðbólga lækkað minna en væntingar voru um. „Það er nauðsynlegt fyrir atvinnulífið hér að vextir lækki enn meira þar sem himinhár fjár- magnskostnaður er að sliga mörg fyrirtæki í dag auk þess sem hátt vaxtastig dregur úr fjárfestingu í atvinnulífinu,“ segir Finnur. - jab Frekari lækkun vaxta nauðsyn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.