Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 36
36 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR
UMRÆÐAN
Jórunn Frímannsdóttir
skrifar um velferðar-
mál
Velferðarsviði Reykja-víkurborgar verð-
ur ekki gert að skera
niður í útgjöldum á næsta
ári, heldur er hækkun á
ramma sviðsins. Þannig
vill meirihluti Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks standa vörð
um börn og velferð á því erfiða
ári sem framundan er. Það er hins
vegar eðlilegt og ábyrgt að ætlast
til þess að sviðið skoði vandlega
rekstur sinn, beiti ríku aðhaldi og
forgangsraði, frá verkefnum sem
ekki teljast til grunnþjón-
ustu og yfir í verkefni þar
sem þjónusta hefur aukist
eða er líklegt að muni auk-
ast. Slík forgangsröðun er
eðlilegt verkefni allra ein-
staklinga, fyrirtækja og
stofnana í því árferði sem
nú ríkir.
Borgarfulltrúarnir
Björk Vilhelmsdóttir og
Þorleifur Gunnlaugsson,
fulltrúar Samfylkingar
og Vinstri grænna í borgarstjórn,
gera fjárhagsáætlun Velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar að umtals-
efni í grein og viðtali í Fréttablað-
inu í vikunni. Þar gera þau bæði
athugasemdir við að meirihlutinn
er ekki tilbúinn að hafa forgöngu
um að hækka framfærslustyrki
til einstaklinga á fjárhagsaðstoð.
Í þessu sambandi vil ég sem for-
maður Velferðarráðs borgarinnar
benda á það að Reykjavík er lang-
stærst sveitarfélaga og við ákvörð-
un grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoð-
ar hefur borgin fylgt leiðbeinandi
viðmiðum félagsmálaráðuneytis-
ins. Ráðuneytið hefur það hlutverk
að leggja heildarlínur fyrir sveitar-
félögin varðandi félagsþjónustu og
viðmið fjárhæða í þeim efnum.
Ráðuneytið hefur enn sem komið
er ekki gefið til kynna að það muni
leggja til hækkun á framfærslu-
styrk. Þvert á móti virðast áhersl-
ur þess fyrst og fremst liggja í að
herða reglur til að lækka kostn-
að ríkisins, þ.m.t. hvað varðar
atvinnuleysisbætur. Tillögur sem
nú eru uppi um herðingu reglna
munu óhjákvæmilega leiða til
útgjaldaaukningar hjá sveitarfé-
lögunum. Það er óásættanlegt að
ríkið velti á þennan hátt vandan-
um yfir á sveitarfélögin, sem nú
þegar glíma við að finna leiðir til
að mæta auknum álögum ríkisins
vegna skattahækkana.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks telur að það
sé ekki kostur í þeirri stöðu sem
borgin og íbúar hennar standi
frammi fyrir núna að hækka
skatta enn frekar á íbúana. Þvert
á móti eigum við að leita leiða til að
styðja við íbúana til að sem flestir
geti komist í gegnum vandann af
sjálfsdáðum. Jafnframt að tryggja
öryggisnetið fyrir þá íbúa borgar-
innar sem glíma við mesta erfið-
leika vegna efnahagsvandans. Það
öryggisnet tryggjum við best til
frambúðar með því að sýna ábyrga
og trausta fjármálastjórn.
Það er skiljanlegt að borgar-
fulltrúarnir Björk Vilhelmsdóttir
og Þorleifur Gunnlaugsson séu í
vanda. Áherslur meirihluta Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
í frumvarpi að fjárhagsáætlun
borgarinnar eru skýrar, þær að
standa vörð um þjónustu við þá
sem mest þurfa á henni að halda.
Á meðan standa þeir flokkar sem
borgarfulltrúarnir tilheyra, Sam-
fylkingin og Vinstri græn, fyrir til-
lögum á Alþingi sem fyrir nokkrum
árum síðan hefðu talist fáheyrðar
af þeim flokkum sem telja sig til
félagshyggju.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Börn og velferð í forgangi
JÓRUNN
FRÍMANNSDÓTTIR
UMRÆÐAN
Tryggvi Björgvinsson skrifar
um notkun hugbúnaðar hjá
hinu opinbera
Í Fréttablaðinu miðvikudaginn 9.
desember birtist grein um mögu-
lega notkun frjáls og opins hugbún-
aðar hjá ríkinu og sparnað sem af
því hlýst. Greinina má rekja til fyr-
irspurnar sem Birgitta Jónsdóttir
flutti í þinginu en í greinarbútnum
er einnig rætt við Halldór Jörgens-
son, framkvæmdastjóra Microsoft
á Íslandi. Halldór kallar eftir nán-
ari upplýsingum um málið enda
rétt hjá honum að þörf sé á ítar-
legri greiningu. Fjármálaráðu-
neytið hefur, samkvæmt þingskjal-
inu og fréttinni, nú þegar áttað sig
á þörfinni og vinnur að ítarlegri
kostnaðargreiningu.
Niðurstaða þeirrar greiningar
ásamt vinnu ráðuneyta um kosti
og galla frjáls og opins hugbúnað-
ar verður forvitnilegt og gott inn-
legg inn í þessa umræðu.
Aftur á móti óska ég þá eftir
ítarlegri upplýsingum frá Hall-
dóri. Hann segir að leyfisgjöld séu
samkvæmt þeirra útreikningi að
meðaltali 7,5 prósent af heildar-
kostnaði. Það er eflaust rétt í ein-
hverjum tilfellum þó svo að rann-
sókn frá árinu 2005 á rafrænni
stjórnsýslu Evrópuríkja, rannsókn
sem var fjármögnuð af Evrópu-
sambandinu, sýndi fram á að um 20
prósent af heildarkostnaði
væru leyfiskostnaður. Því
má ætla að rafræn stjórn-
sýsla á Íslandi geti sparað
allt að 20 prósent með því
að nota frjálsan og opinn
hugbúnað. Rannsóknin
tekur það fram að þessi
hlutur sé mun hærri en 5-
10 prósenta hluturinn sem
áætlanir um eignarhalds-
kostnað gefa til kynna og
Halldór virðist vísa til.
Rannsóknin, sem byggist á mæl-
ingum frekar en áætlunum, tekur
það aftur á móti fram fram að 20
prósenta hluturinn samræmist nið-
urstöðum annarra rannsókna.
Halldór nefnir einnig réttilega að
mestur kostnaður sé í rekstri, inn-
leiðingu og ýmsum verkefnum og
véfengir sparnað Þjóðleikhússins
sem nefndur er bæði í þingskjalinu
og fréttinni. Ég er ekki í stöðu til
að tjá mig um mál Þjóðleikhússins
og samning þess við innlent hug-
búnaðarfyrirtæki um þjónustu en í
raun má búast við, samkvæmt fyrr-
greindri rannsókn á stjórnvöldum
Evrópuríkja, að rekstrarkostnað-
urinn muni lækka við notkun frjáls
og opins hugbúnaðar.
Þá ályktun má draga af nið-
urstöðum rannsóknarinnar sem
segja að umsjónarmenn frjálsra
og opinna hugbúnaðarkerfa anni
um 35 prósentum fleiri tölvum en
umsjónarmenn ófrjálsra hugbún-
aðarkerfa.
Raunveruleg dæmi styðja rann-
sóknirnar. Franska lög-
reglan, sem hefur í heild-
ina um 90 þúsund tölvur,
ákvað árið 2004 að hefja
innleiðingu á frjálsum
og opnum hugbúnaði og
hefur í dag, að eigin sögn,
sparað í kringum 50 millj-
ónir evra. Samkeppnin
mun snúast um innlenda
þjónustu á frjálsum hug-
búnaði, sem er öllum
aðgengilegur, og lögmál
markaðarins um framboð og eftir-
spurn mun knýja fram lægri þjón-
ustu- og innleiðingarkostnað.
Rannsóknir og raunveruleg
dæmi sýna að á endanum náist
fram sparnaður.
Þeim sparnaði er náð að hluta
til vegna lægri leyfisgjalda þar
sem frjáls og opinn hugbúnaður er
annað hvort ókeypis eða ódýrari,
að hluta til sökum lægri þjónustu-
kostnaðar þar sem innlend þekking
myndast og umsjónarmenn tölvu-
kerfa geta annað fleiri vélum. Auk
þess má einnig búast við lægri vél-
búnaðarkostnaði því samkvæmt
svari fjármálaráðherra, með til-
vitnun í Verkmenntaskólann á
Akureyri, er hægt að endurnýta
eldri tölvur og nýta vélbúnaðinn
lengur. Á heildina litið er frjáls
hugbúnaður fýsilegri kostur núna
og í framtíðinni.
Það er ódýrara að vera sjálf-
bær.
Höfundur er formaður Félags
um stafrænt frelsi á Íslandi.
Sparnaður í frjálsri upplýsingatækni Ábending til
fulltrúa hluthafa
UMRÆÐAN
Hulda Ragnheiður
Árnadóttir skrifar um
hættu á sviksemi
Þegar uppgangur er í efnahagslífinu hætt-
ir stjórnum og stjórn-
endum fyrirtækja til að
gleyma sér við stækk-
un og þenslu fyrirtækja
og huga ekki nægilega að innra
skipulagi. Áhættumat og innri
ferlar í fyrirtækinu fá ekki nauð-
synlega athygli og hagsmunir
hluthafa eru ekki hafðir að leið-
arljósi.
Þegar þrengir að í samfélag-
inu koma afleiðingar af ófull-
nægjandi innra skipulagi í ljós.
Fréttum af sviksemi og óheiðar-
leika rignir yfir landsmenn. Fyr-
irtæki voru einfaldlega ekki að
sinna innra eftirliti nægilega vel
og áhugi á vörnum gegn sviksemi
var ekki nægilega mikill. Fram
til þessa hafa stjórnendur og eig-
endur fyrirtækja ekki tryggt að
mikilvægum eftirlitsþáttum sé
sinnt með fullnægjandi hætti.
Mikilvægt er að fulltrúar hlut-
hafa átti sig á því að nú eru enn
meiri líkur en nokkru sinni fyrr
á því að starfsmenn og stjórn-
endur misnoti aðstöðu sína innan
fyrirtækja og stofnana. Með yfir-
töku bankanna á fjölmörgum fyr-
irtækjum hafa stjórnendur og
starfsmenn fjarlægst hina raun-
verulegu eigendur. Með versn-
andi persónulegum aðstæðum,
launalækkunum, reiði í garð
stjórnvalda og fleiri samfélags-
legum þáttum minnkar tryggð
starfsmanna við fyrirtækin í
landinu.
Tími til að efla innra skipu-
lag, innra eftirlit og innri endur-
skoðun er núna. Líkur eru á að
sparnaður í innra eftirliti og end-
urskoðun á innra skipulagi komi
fyrirtækjunum fyrr eða síðar í
koll.
Í kenningum um sviksemi í
fyrirtækjum er „sviksemisþrí-
hyrningurinn“ vel þekktur. Hann
samanstendur af þremur þáttum
sem taldir eru þurfa að vera til
staðar til að sviksemi eigi sér
stað: Þrýstingur, réttlæting og
tækifæri.
• Þrýstingur skapast af per-
sónulegum aðstæðum starfs-
manna. Á einstaklingurinn við
fjárhagsvanda að stríða? Eru
veikindi eða önnur utanaðkom-
andi áföll að íþyngja starfsmann-
inum eða nánustu fjölskyldu
hans?
• Réttlæting starfsmanns
fyrir svikseminni byggir á hans
viðhorfum til fyrirtæk-
isins, stöðu hans innan
þess og siðferðiskennd
viðkomandi starfsmanns.
Finnst honum hann eiga
inni hjá fyrirtækinu
vegna þess að launin séu
hvort eð er of lág? Hefur
hann aðstöðu til að fá
„lánaða“ peninga eða
vörur sem síðan dregst
að skila og verður á end-
anum ómögulegt að skila
til baka?
• Tækifærin eru á valdi
stjórnenda í fyrirtækinu. Hvaða
aðgerðir eru innan fyrirtækisins
til að koma í veg fyrir að starfs-
maður hafi tækifæri til að við-
hafa sviksemi? Hvernig tryggir
stjórn fyrirtækisins hagsmuni
hluthafa?
Hlutverk þeirra sem fara með
umboð hluthafa í fyrirtækinu er
að útiloka að tækifæri til svik-
semi séu fyrir hendi innan fyr-
irtækisins. Þó að starfsmanninn
vanti peninga og telji sig eiga þá
skilið, er útilokað að honum tak-
ist að komast yfir þá ef innra eft-
irlit er fullnægjandi.
Til að útrýma tækifærum
til sviksemi þarf að skilgreina
áhættur í starfseminni með form-
legum hætti. Áhættugreining er
grundvallaratriði til að hægt sé
að koma á skilvirku innra eftir-
liti. Til að hagsmunir hluthafa
séu tryggðir þurfa óháðir aðil-
ar að meta hvort innra eftirlit og
aðgreining starfa við bókhald sé
fullnægjandi. Einnig getur innri
endurskoðun tekið til fjölda ann-
arra þátta í starfseminni eins og
fylgni við lög og reglur, áreiðan-
leika upplýsingakerfa og starfs-
mannahald.
Stjórnarmenn ættu að athuga
að nú er tími nýrra viðhorfa og
raunverulegra aðgerða. Í lögum
um hlutafélög segir að stjórn
skuli sjá til þess að nægilegt eft-
irlit sé haft með bókhaldi og með-
ferð fjármuna félagsins. Stjórn
þarf jafnframt að vera þess full-
viss að upplýsingar sem unnið
er með á borði stjórnar séu rétt-
ar og að starfsemi fyrirtækis-
ins í samræmi við samþykktir
stjórnar. Það er full ástæða til að
hvetja alla stjórnarmenn og full-
trúa hluthafa til að kynna sér
mikilvægi innri endurskoðunar
og ganga úr skugga um að þeir
séu tilbúnir til að axla þá ábyrgð
sem þeim hefur verið falin sem
fulltrúum hluthafa fyrirtækja og
félaga.
Höfundur er Msc. í alþjóða-
bankastarfsemi og fjármálum
og starfar við innri endurskoðun
hjá Rýni ehf.
HULDA
RAGNHEIÐUR
ÁRNADÓTTIR
Skíðapakkar
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
TRYGGVI
BJÖRGVINSSON