Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 48
Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags Íslands, segist hafa orðið var við
aukinn áhuga á íslenskum jólatrjám í ár og í
fyrra. „Bæði hefur jólaskógurinn notið stig-
vaxandi vinsælda en svo er líka algengara að
fólk biðji um íslensk tré á sölustöðum nú en
áður.“ Enda ekki furða því fyrir utan það að
styðja við skógrækt sem atvinnuveg eru marg-
ar ástæður til að velja frekar íslenskt jólatré.
Íslensk jólatré eru vistvæn. Þau eru ræktuð án
eiturefna og eru ekki flutt á milli landa. „Í stað-
inn fyrir hvert tré sem höggvið er gróðursetur
Skógræktarfélag Reykjavíkur að minnsta kosti
fimmtíu tré,“ segir Brynjólfur og bætir við að
þannig sé lagður grunnur að framtíðarjóla-
trjám landsmanna án þess að ganga á
hið viðkvæma starf sem hefur verið
unnið.
Stafafura, sitkagreni og rauðgreni
eru helstu grenitegundirnar
sem eru ræktaðar og seldar
hérlendis. Þinur hefur löngum
verið vinsælasta jólatréð
hjá Íslendingum, ekki síst
vegna barrheldni sinn-
ar en lengi töldu
menn að ekki
væri hægt að
rækta hann
hér. Sú kenn-
ing hefur
afsannast
og má búast
við íslenskum
þin á markað á
næstu eða þarn-
æstu árum. Þinurinn
er þó fjarri því að vera
eina barrheldna jólatréð. „Stafafuran heldur
barrinu mjög vel og myndi örugglega standa
til páska ef því væri að skipta,“ segir Brynj-
ólfur.
Stafafurur eru einmitt jólatrén sem boðin
eru til höggs í jólaskóginum í Hjalladal í Heið-
mörk þar sem fjölskyldur geta komið og feng-
ið að upplifa sitt eigið skógarhögg. Í ár verður
jólaskógurinn opinn núna um helgina og helg-
ina 19.-20. desember frá klukkan 11 til 16. - bb
Stafafuran heldur barrinu til páska
Flestir vilja velja íslenskt fyrir þessi jól og það á við um jólatré sem annað. Um helgina geta fjölskyldur farið í jólaskóg Skógræktarinnar í
Heiðmörk og höggvið þar sín eigin jólatré. Brynjólfur Jónson, framvkæmdastjóri Skógræktarinnar, segir hér frá kostum íslensku trjánna.
Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, fann jólatré í Öskjuhlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
JÓLAGJÖF Tónlistarskólans á Akureyri og Leikfélags Akureyr-
ar eru ókeypis tónleikar sem haldnir verða í Rýminu á morg-
un klukkan 17. Þar koma fram Pálmi Gunnarsson, Bryndís
Ásmundsdóttir og fleira gott tónlistarfólk.
Jólasiðir
og -venj-
ur eru æði
misjafnar eftir
löndum. Í Úkraínu
er oft notuð gervi-
könguló og vefur til að
skreyta jólatré. Þar í
landi er talið að köngu -
lóar vefur sem finnst
að morgni jóladags
boði lukku.
heimild: www.
corsinet.com/
braincandy
linis
Ómissandi með laxinum
Vörur frá Ópal Sjávarfangi fást í: Fjarðakaupum, Hagkaupum, Inspired by Iceland, Kaskó, Krónunni,
Melabúðinni, Nettó, Nóatúni, Samkaupum Strax, Samkaupum Úrval, Sparversluninni og 10-11.
ags-
Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465
www.belladonna.is
Flott föt fyrir flottar konur,
stærðir 40-60. Munið gjafabréfin!
LAGERSALA
Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík
Allar upplýsingar í síma 517-2040
Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna
Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00
dömuskór stærðir 36-42
herraskór stærðir 39-47
Loðfóðruð
dömukuldastígvélherraskór stærðir 39-47
dömuskór stærðir 36-41