Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 48

Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 48
Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Íslands, segist hafa orðið var við aukinn áhuga á íslenskum jólatrjám í ár og í fyrra. „Bæði hefur jólaskógurinn notið stig- vaxandi vinsælda en svo er líka algengara að fólk biðji um íslensk tré á sölustöðum nú en áður.“ Enda ekki furða því fyrir utan það að styðja við skógrækt sem atvinnuveg eru marg- ar ástæður til að velja frekar íslenskt jólatré. Íslensk jólatré eru vistvæn. Þau eru ræktuð án eiturefna og eru ekki flutt á milli landa. „Í stað- inn fyrir hvert tré sem höggvið er gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur að minnsta kosti fimmtíu tré,“ segir Brynjólfur og bætir við að þannig sé lagður grunnur að framtíðarjóla- trjám landsmanna án þess að ganga á hið viðkvæma starf sem hefur verið unnið. Stafafura, sitkagreni og rauðgreni eru helstu grenitegundirnar sem eru ræktaðar og seldar hérlendis. Þinur hefur löngum verið vinsælasta jólatréð hjá Íslendingum, ekki síst vegna barrheldni sinn- ar en lengi töldu menn að ekki væri hægt að rækta hann hér. Sú kenn- ing hefur afsannast og má búast við íslenskum þin á markað á næstu eða þarn- æstu árum. Þinurinn er þó fjarri því að vera eina barrheldna jólatréð. „Stafafuran heldur barrinu mjög vel og myndi örugglega standa til páska ef því væri að skipta,“ segir Brynj- ólfur. Stafafurur eru einmitt jólatrén sem boðin eru til höggs í jólaskóginum í Hjalladal í Heið- mörk þar sem fjölskyldur geta komið og feng- ið að upplifa sitt eigið skógarhögg. Í ár verður jólaskógurinn opinn núna um helgina og helg- ina 19.-20. desember frá klukkan 11 til 16. - bb Stafafuran heldur barrinu til páska Flestir vilja velja íslenskt fyrir þessi jól og það á við um jólatré sem annað. Um helgina geta fjölskyldur farið í jólaskóg Skógræktarinnar í Heiðmörk og höggvið þar sín eigin jólatré. Brynjólfur Jónson, framvkæmdastjóri Skógræktarinnar, segir hér frá kostum íslensku trjánna. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, fann jólatré í Öskjuhlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓLAGJÖF Tónlistarskólans á Akureyri og Leikfélags Akureyr- ar eru ókeypis tónleikar sem haldnir verða í Rýminu á morg- un klukkan 17. Þar koma fram Pálmi Gunnarsson, Bryndís Ásmundsdóttir og fleira gott tónlistarfólk. Jólasiðir og -venj- ur eru æði misjafnar eftir löndum. Í Úkraínu er oft notuð gervi- könguló og vefur til að skreyta jólatré. Þar í landi er talið að köngu - lóar vefur sem finnst að morgni jóladags boði lukku. heimild: www. corsinet.com/ braincandy linis Ómissandi með laxinum Vörur frá Ópal Sjávarfangi fást í: Fjarðakaupum, Hagkaupum, Inspired by Iceland, Kaskó, Krónunni, Melabúðinni, Nettó, Nóatúni, Samkaupum Strax, Samkaupum Úrval, Sparversluninni og 10-11. ags- Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465 www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur, stærðir 40-60. Munið gjafabréfin! LAGERSALA Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík Allar upplýsingar í síma 517-2040 Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00 dömuskór stærðir 36-42 herraskór stærðir 39-47 Loðfóðruð dömukuldastígvélherraskór stærðir 39-47 dömuskór stærðir 36-41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.