Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 50

Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 50
2 föstudagur 11. desember núna ✽ fylgist vel með augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason Ritstjórn Anna M.Björnsson Útlits- hönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 SMART Fyrirsætan Kate Moss mætti á verðlaunaafhendingu British Fashion Awards á fimmtudaginn og sést hér ásamt Vivienne Westwood. PopUp-verzlun er að verða fast-ur punktur í bæjarrölti helgar- innar en fjórir markaðir hafa verið haldnir undir þeirri yfirskrift að undanförnu. Á mörkuðunum er hægt að kaupa íslenska hönnun beint af hönnuðum milliliðalaust. Nú eru að koma jól og því poppar markaðurinn upp með nýju sniði. Fleiri hönnuðir taka þátt en áður en þeir verða yfir þrjátíu tals- ins með mismunandi vörumerki. Meðal þess sem hægt er að gera góð kaup á eru fatnaður, skart, fylgihlutir, barnaleikföng, jóla- skraut og vörur fyrir heimilið. Að auki verður lifandi tónlist á staðnum. Meðal þeirra tónlistar- manna sem spila undir á meðan viðstaddir velta fyrir sér jólagjöf- unum eru Lay Low og Agnes Erna, Pascal Pinon, Elín Ey og fleiri. Frekari upplýsingar um PopUp- verzlun og hönnuðina sem tengj- ast henni er að sjá á síðunni http://www.facebook.com/popup. verzlun. Jólagleðin verður haldin í Hug- myndahúsi háskólanna, Granda- garði 2, þar sem Saltfélagið var áður til húsa, á laugardag og sunnudag frá klukkan 11 til 20 báða dagana. Vakin skal athygli á því að enginn posi er á staðnum og því nauðsynlegt að hafa reiðu- fé meðferðis. - hhs M ig langaði til þess að kynna nýju skólínuna mína með stæl og kvöldið verður því með eins konar Hollywood-ívafi,“ útskýrir skóhönnuðurinn Sigrún Lilja Guðjónsdótt- ir sem stendur fyrir flottu galakvöldi á laugardags- kvöldið. „Á þessum krepputím- um er fólk dálítið niðurlútt og er ekki að gera mikið til að lyfta sér upp. Mig langaði til þess að fólk fengi tækifæri til að klæða sig upp, konur skelltu á sig rauðum vara- lit og háum hælum og gerðu sér glaðan dag. Glamúr þarf ekkert að kosta mikið þó að við séum ekki að borða kavíar og drekka kampa- vín.“ Skór Sigrúnar Lilju hafa vakið mikla athygli erlendis og ástralska söngkonan Kylie Minogue gerði nýverið samning við Gyðju um að klæðast skónum hennar á tón- leikaferðalagi um heiminn. Galakvöld Gyðju verður hald- ið á B5 í Bankastræti en þar verð- ur rauður dregill og ljúfar veiting- ar á boðstólum. Einungis boðs- gestir eru á gestalista og Sigrún Lilja mælist til þess við gesti að þeir leggi 1.000 krónur í sérstak- an bauk til styrktar átakinu Á rás fyrir Grensás. „Það er sérstök ástæða fyrir því að ég vil styrkja þetta frábæra framtak. Föður- systir mín lenti í alvarlegu slysi í febrúar síðastliðnum og Grensás og allt starfsfólkið þar hefur veitt okkur ómetanlega hjálp og stuðn- ing. Mér finnst þessi málstaður stundum ekki fá nógu mikla at- hygli og ég vildi leggja mitt á vog- arskálarnar.“ Edda Heiðrún Back- man sem er góð vinkona Sigrúnar tekur við styrktarsamningi í skó- verslun Steinars Waage í Kringlunni klukkan 16 en þar verður hald- inn sérstakur Gyðjudag- ur. Boðsgest- ir á B5 munu einnig fá að berja vetr- arlínu Gyðju augum en þar er glamúr allsráðandi. „Efnahags- ástandið gerir það að verkum að tískan verður glæsilegri. Skórn- ir mínir eru því uppfullir af stein- um og silfri og „blingi“. Fötin þurfa að hressa okkur við.“ amb@frettabladid.is Sigrún Lilja Guðjónsdóttir skóhönnuður GLAMÚR ÞARF EKKI AÐ KOSTA MIKIÐ Styrkir Grensás „Málefnið snertir mig mikið,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður og framkvæmdastjóri. Jóla PopUp um helgina: Íslensk hönnun um jólin Stáss Fjöldi íslenskra hönnuða tekur þátt í PopUp-verzlun helgarinnar. MYND/STÁSS HALLDÓR RAGNARSON MYNDLISTARMAÐUR Þar sem þetta er síðasta sýningarhelgin á sýningunni minni í Listasafni ASÍ mun ég eyða laugardeginum í að skrásetja sýninguna þar sem ég hef slugs- að við það. Annars eru það Seabear-æfingar, ljósatímar og afmæli hjá viskí- vini. Sunnudagar eru síðan nammidagar. helgin MÍN Jakki 14.900,- Toppur 4.950,- Gallabuxur 6.900,- Hún Gallabuxur 9.900,- Skyrta 4.950,- Jakkapeysa 9.900,- Hann Kringlan s. 588 1705 Hafnarstræti 106 Akureyri s. 463 3100 Glamúr- skór Vetrarlína Gyðju einkenn- ist af silfri, gulli og steinum. Bræður munu berjast Skollinn er á hatrömm barátta milli Hjálma og Hjaltalín um hver standi uppi sem söluhæsti listamað- ur jólanna, eða allavega hjá útgáfufyrirtækinu Borginni. Baráttan er sérstaklega blóð- ug þar sem það eru jú bræður í þessum sveitum, Guðmundur Óskar í Hjaltalín og Sigurður Guð- munds í Hjálmum. þetta HELST Kalli Berndsen gefur út kennslumyndband Þær konur sem hafa ekki kom- ist í þáttinn vinsæla „Nýtt útlit“ geta tekið gleði sína þar sem förð- unarsnillingurinn og stílistinn Karl Berndsen er að gefa út kennslu- myndband á dvd í förðun. Efni af þessu tagi hefur ekki verið gefið út í Evrópu sem hefur leitt til þess að Kalla hefur verið boðinn dreifingar- samningur á myndbandinu í Aust- ur-Evrópu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.