Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 52

Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 52
4 föstudagur 11. desember ✽ nýtt og spennandi útlit MAC-daman er klár í jólaboðin jafnt sem kokkteilboðin, svo upp-tendruð, þokkafull og heillandi. Stúlkan þessi ljómar í alla staði, það stirnir á hana, glampar og glitrar á fínlegan máta. Hún sameinar anda liðinna tíma og ferskleika augnabliksins. Hún er óhrædd við að tefla saman andstæðum í stílbrigðum og litavali, er í senn þokkafull og viðkvæm, rómantísk og ákveðin, einbeitt og glaðvær. Hér eru þættir frá sjötta, sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar fengnir að láni, þeir einfaldaðir og gefinn nútímalegur blær. Augun eru skyggð á þokkafullan hátt í anda áttunda áratugarins, varirn- ar fljótandi í glossi og litasamsetningin vísun í sjöunda áratuginn. Til að fullkomna blönduna er hárið formað í anda sjötta áratugar- ins. Andstæðurnar koma fram í litasamsetningu, þar sem hlýir tónar eru í augum og kinnum á móti köldum tónum í vörum. Þá er geisl- andi, glitrandi og glansandi áferð á húð, vörum og augum, en hárið matt og áferðin nett hrá til þess að undirstrika töffarann sem kraum- ar undir niðri. JÓLAFÖRÐUNIN Í ÁR FRÁ FRÍÐU MARÍU HARÐARDÓTTUR FYRIR MAC: GEISLANDI OG ÞOKKAFULL FEGURÐ LITAÐ DAGKREM: Studio Moisture tint spf 15 HYLJARI: Select moisturecover KREMAUGNSKUGGI: Paintpot Painterly AUGNSKUGGI: Vanilla og Mineralize-Blue Sorcery (jólalínan) AUGNBLÝANTUR: Softsparkle eye pencil-Nightsky (jólalínan) KINNALITUR: Dainty VARAGLOSS: Cremesheen glass-Ever so rich (jólalínan) VARABLÝANTUR: Dervish HIGHLIGHT: Nylon augnskuggi FÖRÐUN: Fríða María með M·A·C HÁR: Fríða María með Bumble and Bumble LJÓSMYND: Ari Magg MÓDEL: Matta frá Eskimo Erfitt getur reynst að drífa sig á fætur í svartasta skammdeginu og hafa orku yfir daginn. Hráfæðisdrottningin Solla Eiríks byrj- ar hvern dag á því að bursta líkamann og fara svo í sturtu. „Farðu í eins heita sturtu og þú þolir og síðan eins kalda og þú þolir. Best er að endurtaka þetta nokkrum sinnum. Þetta gerir kraftaverk og er alltaf jafn hressandi og orku- gefandi.“ Solla er einnig sannfærð um ágæti frjódufti býflugna og hún fær sér eina mat- skeið af því í bland við eina matskeið af grænu dufti út í glas af vatni. „Maður verður bara að klípa fyrir nefið og skutla þessu í sig, og koll- urinn hressist og skýrist.“ Að sögn Sollu er síðan lífrænt súkkulaði allra meina bót enda stútfullt af steinefnum og andoxunarefnum. „Búið til heimagert súkkulaði eða notið líf- rænt sjötíu prósenta súkkulaði og fáið ykkur bita, byrjið daginn á þessu ef því er fyrir að skipta.“ Að lokum mælir Solla með grænum hristingi til að halda orku og góða skapinu í skammdeginu og að standa reglulega á höfði. „Þetta er ákveðið nudd fyrir líffærin og eykur blóðflæðið.“ GRÆNN HRISTINGUR 1 agúrka 2 sellerístönglar 1 límóna 1 avókadó teskeið af fersku engifer 1 matskeið af Grænu bombunni (duft sem fæst í Jurtaapótekinu) 1 matskeið lífrænt kakóduft 2 dl vatn Allt sett í blandara þar til jafnt og drukkið úr stórum glösum. Solla í Grænum kosti Góð ráð við skammdegissleni Solla notar grænan hristing og lífrænt súkkulaði SEXÍ NEGLUR Í tilefni af myndinni um Coco Chanel er tilvalið að skella á sig nýjasta naglalakkinu frá Chanel sem er rautt og glimmerskotið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.