Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 54
6 föstudagur 11. desember
núna
✽ lífið og djammið
BOSTON
STEMNINGIN: Notalegur staður á
tveimur hæðum, stemningin er róleg
yfir málsverðum í miðri viku en verður
sveitt og troðin um helgar.
HVERJIR FARA ÞANGAÐ: Túristar, leik-
arar, listamenn, námsmenn, tískuhönn-
unarliðið og fólk sem er upptekið af því
að vera mjög svalt.
Í HVERJU ER FÓLK: Glimmerpeysum
frá Spútnik, Henrik Vibskov hönnun og
öllu úr Belleville.
DRYKKURINN: Rauðvínsglas eða bjór.
FRASINN: Er þessi ekki örugglega að
horfa á mig?
BAKKUS
STEMNINGIN: Pínulítill og hrár staður
sem skartar stóru verki eftir Davíð Örn
Halldórsson myndlistarmann.
HVERJIR FARA ÞANGAÐ: Gamalt Sirk-
uslið, rokkarar, flippsterar, listamenn,
listnemar og þeir sem hafa fengið nóg
af Kaffibarnum.
Í HVERJU ER FÓLK: Svart April 77 frá
toppi til táar eða úlpa og víðir Spúútni-
kjólar í æpandi litum.
DRYKKURINN: Viskí, vodka, bjór og
Fernet Branca.
FRASINN: Vertu hakkus á Bakkus.
B5
STEMNINGIN: Leðursófar, trendí ljósa-
krónur og upplýstur bar. Alhvítt herbergi
í kjallaranum með speglum og diskó-
kúlum.
HVERJIR FARA ÞANGAÐ: Viðskipta-
menn og glamúrskvísur yfir þrítugt.
Í HVERJU ER FÓLK: Jakkafötum fyrir
strákana og áberandi og mikið bling og
merkjaföt fyrir stelpurnar.
DRYKKURINN: Hér svífur 2007-stemn-
ingin enn yfir vötnum og fólk heldur enn
að Mojito sé í tísku.
FRASINN: Gvuuuuð í aaaalvööööru?
AUSTUR
STEMNINGIN: Dálítið geðklofa blanda
af „seventies lounge“ stemningu og
2007-glamúr með háværri house-tón-
list í bakgrunni.
HVERJIR FARA ÞANGAÐ: Stjörnulög-
menn, sjónvarpsfólk og útvarpsfólk, að-
allega þó Ásgeir Kolbeins.
Í HVERJU ER FÓLK: Þröngum „body
con“-fötum og flegnum kjólum við
mikla sólarbrúnku og litað hár.
DRYKKURINN: Kampavín, bríserar og
hvítvínsglös.
FRASINN: Veistu ekki hver ég er?
JACOBSEN
STEMNINGIN: Reykur og gleði svífur
yfir vötnum. Gríðarlega heitt og sveitt.
HVERJIR FARA ÞANGAÐ: Þeir sem
vilja að partíið sé ekki búið (þó að það
sé það), teknófíklar, námsmenn og alls
kyns fólk sem villist þangað inn.
Í HVERJU ER FÓLK: Sem fæstu, það
svitnar svo mikið.
DRYKKURINN: Kók eða vatn.
FRASINN: Ég er mjöög góður.
ELLEFAN
STEMNINGIN: Sveittasta rokkstemn-
ing bæjarins. Eini staðurinn með velti-
hurð inni í lítið rými með pissuskál.
HVERJIR FARA ÞANGAÐ: Krummi í
Mínus sést ekki lengur, en útvarpsmenn
eru duglegir við að dj-a og ótrúlegasta
fólk sést þarna, eins t.d. Unnur Birna
og Helgi Björns.
Í HVERJU ER FÓLK: Svart og þröngt
eru lykilorð.
DRYKKURINN: Jack í kók.
FRASINN: Geturðu spilað eitthvað með
Mötley Crüe?
DILLON
STEMNINGIN: Aðeins tjillaðari rokk-
stemning en inni á ellefunni, þó að allt
fari úr böndunum rétt fyrir þrjú á neðri
hæðinni.
HVERJIR FARA ÞANGAÐ: Þeir sem
sjást seinna um kvöldið á Ellefunni eða
Kaffibarnum. Og þeir sem eru búnir að
fá nóg þegar lokar klukkan þrjú.
Í HVERJU ER FÓLK: Öllu, þó að hvítt
sé fágætur litur inni á Dillon.
DRYKKURINN: Bjór og viskí.
FRASINN: Eruð þið búin að loka?
KAFFIBARINN
STEMNINGIN: Sveitt teknóflipp. Næst-
um ómögulegt að hreyfa sig úr stað.
Þegar líður á nóttina er staðurinn upp-
fullur af fólki í örvæntingarfullri leit að
bólfélaga.
HVERJIR FARA ÞANGAÐ: Allt frá
námsmönnum og listaspírum upp í
gamla töffara sem eru að rifja upp
hössltaktana.
Í HVERJU ER FÓLK: Allir eru að reyna
afskaplega mikið að vera töff og
sumum tekst það. Mikið af KronKron
fötum og annarri überhönnun.
DRYKKURINN: Gin og tónik.
FRASINN: Við erum fjögur! (heyrist úr
VIP-röðinni).
Djammlandakort Reykjavíkur: Hvaða staðir henta þér?
TÓNLIST, SVITI
OG SVALT FÓLK
Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir og Jón
Atli Helgason á nyjum bar sem
heitir Austur í Austurstræti.
Kaffibarinn
Dillon
Bakkus
B5Jacobsen
VANTAR ÞIG
ORKU OG ÞREK Í
JÓLAHEINGERNINGUNA?
Fæst í apótekum, heilsubúðum og
heilsuhillum flestra stórmarkaða.
Énaxin bætiefnið hjálpar
þúsundum manna hvern dag að
auka úthald og þrek.
Fáanlegt í mixtúru og töfluformi.
VIRKAR STRAX!
ERT ÞÚ Á LEIÐINNI
Í PRÓF?
Þarftu hjálp við að auka
úthald og skerpa á
einbeitingunni!
Fæst í apótekum, heilsubúðum og
heilsuhillum flestra stórmarkaða.
Énaxin er mjög áhrifarík jurtaformúla
og er afar vinsælt hjá prófannafólki í
Danmörku. Nú fáanleg á Íslandi í
mixtúru- og töfluformi.
Virkar strax!
GOTT Í MAGANN
Bretar hafa lengi vitað að eldsterkur matur virkar vel á
timburmenn. Krua thai er frábær á sunnudagskvöldi,
léttur í maga og fyrir pyngjuna.
Starri Hauksson við Ellefuna.